Leita í fréttum mbl.is

Er aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina færa leiðin?

Nú þegar ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er það í raun viðurkenning á skipbroti stjórnarstefnunnar í efnahagsmálum.

Þegar efnahagsfárviðrið brast á í byrjun október hafði ríkisstjórnin greinilega ekki mótaða aðgerðaráætlun um hvað bæri að gera og hvað ætti að gera.  Eftir setningu neyðarlaganna átti að vera ljóst að þegar í stað yrði að leita eftir samstarfi og aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því miður leið of langur tími þangað til ríkisstjórnin gat komið sér saman um þá einu leið sem fær var.

Fátið og fumið þann tíma sem liðin er frá setningu neyðarlaganna svokölluðu er með nokkrum ólíkindum. Þau vinnubrögð benda sennilega til óeiningar í ríkisstjórninni.  Mér finnst ólíklegt að Geir Haarde hafi ekki áttað sig á því þegar í stað að þetta var eina færa leiðin úr því sem komið var eftir setningu neyðarlaganna.

Nú er spurning hvaða stefnu ríkisstjórnin markar til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telji fært að koma að aðstoð við okkur. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð í meginatriðum þó að stjórnarandstaðan hafi formlega ekki fengið það í hendur hvað ríkisstjórnin ætlar sér nákvæmlega að gera.

Leggja verður höfuðáherslu á stöðugleika, eðlileg gjaldeyrisviðskipti, alvöru gjaldmiðil, lága vexti til að tryggja að hjól atvinnulífsins geti snúist og komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og gríðarlegt atvinnuleysi. Þá verður að hugsa um hagsmuni venjulegs fólks og afnema verðtryggingu lána en binda verðtryggðu lánin við gjaldmiðilinn sem verður þá að vera tryggur verðmælir í öllum viðskiptum.

Aðgerðir verða jafnt bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Annars ganga efnahagsráðstafanir aldrei upp til langframa.


mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta opinber skoðun þingflokks Frjálslynda Flokksins ?  Og ef verðtryggingin verður afnumin - hvað viltu þá segja við Lífeyrissjóðina ?

Helga (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Afnám verðtryggingar er stefna Frjálslynda flokksins Helga. Fyrir síðustu kosningar bentum við líka á nauðsyn þess að tengja gjaldmiðilinn öðrum myntkerfum en láta hann ekki fljóta.  Hrun efnahagskerfisins hér hefði ekki átt sér stað hefði verið farið að þeim tillögum og hugmyndum sem við lögðum til. 

Ég vil segja það við Lífeyrissjóðina að hagsmunir sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum sem og flestra annarra landsmanna byggist á því að hér sé alvöru gjaldmiðill og stöðugleiki. Við verðum að fá gjaldmiðil sem hægt er að treysta bæði í skammtíma- sem langtímaviðskiptum.

Jón Magnússon, 24.10.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

flott að afmá verðtrygginguna en verðum við ekki fyrst að ná niður verbólgunni ? segjum svo að búið sé að taka verðtrygginguna út og ég sé sendi þér reikning Jón fyrir 100 vinnustundum - þegar greiðsla kemur þá fæ ég bara borgað fyrir 80 vinnustundir þar sem verðbólgan hefur tekið 20 stundir - verðtryggingin er td ætluð að verja svona hluti - ekki satt ?

í grófum dráttum

Jón Snæbjörnsson, 25.10.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 37
  • Sl. sólarhring: 551
  • Sl. viku: 4541
  • Frá upphafi: 2467492

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4222
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband