Leita í fréttum mbl.is

Rétt ákvörðun Obama

Barack Obama gerði rétt í því að gera hlé á kosningabaráttu sinni fyrir að verða forseti Bandaríkjanna og heimsækja ömmu sína á sjúkrabeð. Amma hans ól hann upp að verulegu leyti og hann bjó metan hluta barnæsku sinnar og unglingsár hjá afa sínum og ömmu. Þegar upp er staðið þá er það ekki hið ytra sem skiptir máli heldur litli heimur hvers og eins, fjölskylda, ættingjar og vinir.

Nokkru áður en Obama flaug til Hawai til að heimsækja ömmu sína réðist hann á skattatillögur andstæðings síns John Mc Cain sem boðar m.a. frekari skattalækkanir í fyrirtæki. Talsmenn Repúblikanaflokksins og sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins hér hafa haldið því fram að með því að lækka skatta á fyrirtæki þá muni skatttekjurnar aukast. Máli sínu til stuðnings hafa þessir aðilar bent á auknar skatttekjur undanfarin ár af fyrirtækjum þrátt fyrir að skattar á þau hafi verið lækkaðir. Hætt er við nú þegar efnahagsbólan er sprungin að minni skatttekjur verði af fyrirtækjunum en nokkru sínni fyrr þannig að kenningin gekk ekki upp nem í útblásnu gervigóðæri.

En meðal annarra orða. Hverjir eru það svo sem borga ofurskattana til að standa undir óreiðunni? Það er venjulegt launafólk í landinu. Ekki pabbírsbarónar, kvótagreifar eða útrásarfurstar.

hannes_smarasonTalsmenn eftirlitslausu Frjálshyggjunar töluðu gegn þjóðfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, töluðu gegn siðlegu aðhaldi að gróðaöflunum og töluðu fyrir því að skattbyrðinni yrði misskipt þannig að launþegar bæru meginhluta skattbyrðarinnar.  Það var einu sinni sagt að það versta við rónana væri það að þeir kæmu óorði á brennivínið.  Það sama á við með talsmenn eftirlitslausu Frjálshyggjunar er að þeir og lærisveinar þeirra í hópi fyrirtækjarekenda koma óorði á markaðshagkerfið.


mbl.is Obama heimsækir Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Nú eru skattar Íslendinga almennt minni er tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Óreiðu hverra eru þá skandinavarnir almennt að greiða?

Gústaf Níelsson, 24.10.2008 kl. 22:59

2 identicon

Ákvörðun OB lýsir tilfinningaríkri ákvörðun er ekki samrýmist verðandi forseta USA. Persónan sem slík er tilfinningarvera, en um leið og hún gefur sig á vald aldræðinu þarf hún að hugsa um heildina. Þar fara ekki saman tilfinningar gagnvart einstaklingum og hagsmunir fjöldans. Svona er bara pólitíkin í dag.

r (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Calvín

Auðvitað er þetta ekkert annað en snjallt áróðursbragð hjá Obama.

Calvín, 24.10.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfstæðismenn þenja út ríkisútgjöldin því þeir telja sig eiga nokkuð í land að  ná Norðurlöndunum ef marka má Gústa. Nú hefur þjóðarhag verið rústað undir styrkri stjórn flokksins og þá munu jafnvel sauðtryggir  fylgismenn átta sig á því að ríkissjóður nærðist á þenslu sem var fjármögnuð með jöklabréfum.

Sigurður Þórðarson, 25.10.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Jón Magnússon

Gústaf skattar á fyrirtæki og fjármagnsskattar eru hærri á Norðurlöndum en hér. Virðisaukaskattur er mismunandi vegna mismunandi skattþrepa. Álögur á einstaklinga eru ekki ólíkar á Norðurlöndum miðað við það sem hér er. Það sem e.t.v. sýnir best þróunina er að meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völd hafa opinber útgjöld vaxið úr um 38% af þjóðarframleiðslu í tæp 50%. Það er allnokkur árangur í því að þenja út báknið. Ekki í samræmi við stefnu okkar sem börðumst saman innan raða ungra Sjálfstæðismanna á sínum tíma Gústaf.

Jón Magnússon, 25.10.2008 kl. 10:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér að þetta sé snjallt áróðursbragð. Í fyrsta lagi þá er mjög kært á milli Obama og ömmu hans, hún er í raunar sú eina af þeirri fjölskyldu sem hann umgenkkts í uppvextinum sem er enn á lífi.  Það er svo annað mál að það kann vel að vera gott fyrir frambjóðandann að fara út úr streitunni og í annað umhverfi áður en lokabaráttan hefst. Það eru jú 10 dagar þangað til kjörfundur hefst í forsetakosningunum þar vestra.

Jón Magnússon, 25.10.2008 kl. 10:50

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrst Sjálfstæðisflokknum tókst í góðærinu að koma ríkisútgjöldunum upp í 50% af þjóðarframleiðslunni og það  í miðri jöklabréfaútgáfunni, þá leikur mér forvitni á að vita hvað flokkurinn setur markið hátt eftir að hafa þurrausið  alla almenna lánamöguleika og segja landið til sveitar hjá alþjóðlegum hjálparstofnunum?

Sigurður Þórðarson, 25.10.2008 kl. 11:05

8 identicon

Litli heimurinn er mikilvægastur það hef ég alltaf sagt, en það hefur nú gleymst oft og iðulega, ekki satt?

Ætli Obama hafi ekki gert það sem tilfinningar hans til ömmu hans kröfðust af honum frekar enn eitthvað sem áróðursmeistararnir töldu vera rétt. Svo má náttúrulega gefa sér það að áróðursmeistararnir hafi séð að ekki skemmdi fyrir að sýna tilfinningaríkan frambjóðanda....... en það er nú önnur saga.

Nökkvi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband