Leita í fréttum mbl.is

Ísland á mesta samleið með Norðurlöndunum.

Vonandi átta ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sig á því sem fyrst að Norðurlöndin eru þau lönd sem okkur eru skyldust og við eigum mesta samleið með.

Nú skiptir máli að fá úr því skorið hvort að Norðurlöndin vilja rétta okkur hjálparhönd þegar við þurfum virkilega á að halda. Mestu skiptir að byggja pólitískt og efnahagslegt samstarf við Noreg sem við eigum helst samleið með sem Efta og EES þjóð.

Íslenskum stjórnvöldum mátti vera ljóst að fljótandi gjaldmiðill minnsta myntkerfis í heimi, íslenska krónan gæti aldrei haft stöðugleika í för með sér. Síðan þegar krónan var orðinn að lottógjaldmiðli fjárglæfrafyrirtækja þá hefði augun heldur betur átt að opnast fyrir því að nauðsynlegt væri að haga gjaldmiðilsmálum okkar með öðrum hætti.

Nú er spurning hvort að við getum náð samstarfi við Noreg um að tengjast norsku krónunni. Það er miklu nærtækara en að tengjast Evru án þess að ganga í Evópusambandið.  Við eigum sem fyrst að láta reyna á það hvað þétt samstarf getur orðið milli okkar og Norðmanna. Báðar þjóðir hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og báðar eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni þegar kemur að flestum samningum við Evrópusambandið. Það skiptir því máli að við myndum sem sterkust tengsl við Noreg. Sér í lagi nú þegar það hefur loksins runnið af þjóðinni og hún áttar sig á því að það skiptir máli að eiga alvöru vini.

Norðurlandaráðsfundurinn nú og fundir ráðherra Norðurlandaþjóðanna hafa aldrei skipt eins miklu fyrir hagsmuni Íslands og nú.  


mbl.is Ráðherrar funda um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður nafni ég verð nú að viðurkenna að mér fannst ég ekki eiga samleið með Norðmönnum þegar að herskipið Senja sigldi fulla ferð í tiumetra fjarlægð frá togararæflinum sem að ég var á til að klippa aftan úr næsta togara. Eða þegar þeir hentu reykblysi næstum í hausin á okkur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleymdi að segja, þegar við vorum að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði kallað smugan.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:00

3 identicon

Jú jú víst höfum við "slegist" við bræður okkar Normenn eins og allir bræður hafa!

Nafnlaus (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

best væri náttúrulega ef Noðmenn gætu lánað okkur og við þyrftum ekki að vera háðir IMF, val um mynt ef til þess kæmi, persónulega mundi ég velja norsku krónuna - ekki bara krónunnar vegna heldur líka fólksins vegna - við erum mjög nákomin norðmönnum - gagnkvæm virðing og hjálpsemi hefur ríkt á milli okkar þjóða - við gætum lært mikið af Norðmönnum og þeir af okkur

Jón Snæbjörnsson, 27.10.2008 kl. 09:29

5 identicon

Ánægjulegt að sjá þessar hugmyndir þínar um að styrkja tengsl okkar við Noreg, sem eru mun raunhæfari en eldri hugmyndir þínar um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Ég hef heyrt hagfræðinga suma tala á þessum nótum og hef sjálfur haldið því fram að við ættum að binda íslensku krónuna við þá norsku, vonandi verður það gert.

Sumar raddir mættu gjarnan vera háværari sérstaklega ef það er vit í því sem þær eru að segja.

Nökkvi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Rannveig H

Þetta er leið sem Þórólfur Matthíasson hagfræðingur benti á sínum tíma og er örugglega sú leið sem Íslendingar ættu að geta sameinast um. Nú er að leita lausna sem fólkið í landinu getur verið sátt við og þessi leið er raunhæf.

Rannveig H, 27.10.2008 kl. 14:32

7 identicon

Sammála, samstarf við Norðmenn í gjaldeyrismálum ætti að vera fyrsti kostur hjá okkur.  Undir  verndarvæng norsku krónunnar yrði líklega efnahagsstöðugleiki hér um alla framtíð. 

Íslenska krónan er vonlaus í þessum heimi risagjaldmiðla, en með norskar krónur undir koddanum gætum við sofið rótt um ókomin ár. Henni verður ekki haggað næstu áratugina þar sem Norðmenn eru með miklar olíulindir, fjölbreytt atvinnulíf og risavaxna varasjóði.

ESB er í stuttu máli eins og Eurovisjón söngvakeppnin - ofvaxin, furðuleg samkunda sem löngu er hugmyndafræðilega gjaldþrota, og heyrir brátt sögunni til !

Með samstarfi við Norðmenn höldum við yfirráð yfir auðlindir okkar, til lands sem sjós, en innan ESB yrði valtað yfir okkur.

Brussel - merci non!

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:54

8 identicon

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að vandamál íslendinga kristallast í illa völdum þingmönnum og um leið stjórnvöldum.  Ég held að það sé best að byrja á því að ráðast að rót vandans, t.d. með nýrri stjórnarskrá.  Helstu breytingarnar í þá átt að kjósa framkvæmdarvaldið beinni kosningu.

Það væri heldur ekkert óskynsamlegt að reyna að losna við stjórnmálaflokka, með einhverjum aðferðum. Við Íslendingar myndum spjara okkur mun betur án þeirra.

Verð á gjaldmiðli byggir að miklu leiti á trausti og stjórnvöld á Íslandi eru rúin trausti, lang út fyrir landsteinana, langt til framtíðar.  það væri glapræði fyrir Normenn að gjaldfella sína mynt fyrir okkur með því að leyfa okkur að tengjast henni, eru að ég held draumórar.

Varðandi það að EB sé hroðaleg stofnun, þá ættu menn aðeins að hugsa til þess hvað við erum með í höndunum hér á landi.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér finnst það púkalegt af Jens Stoltenberg að vilja ekki taka afstöðu í Bretamálinu. Ég er ekki viss um að ég treysti svoleiðis fólki.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég styð þessa hugmynd með norsku krónuna heilshugar og vona að ekkert verði því til fyrirstöðu að það geti orðið að veruleika. Evrópusambandið á ekki eftir að hugsa um hag Íslendinga.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 353
  • Sl. sólarhring: 1357
  • Sl. viku: 5495
  • Frá upphafi: 2469879

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 5043
  • Gestir í dag: 334
  • IP-tölur í dag: 328

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband