Leita í fréttum mbl.is

Hvað vissu Geir og Gordon hvenær?

GhhFréttin á Channel 4 um að forsætisráðherra hafi aðvarað Gordon Brown í apríl á þessu ári um aðsteðjandi vanda íslensku bankanna og íslensks fjármálalífs er með ólíkindum.  Sé þessi frétt Channel 4 rétt þá verður ekki annað séð en forsætisráðherra hafi í fyrsta lagi sagt Alþingi ósatt í umræðum um efnahagsmál.  Í öðru lagi þá er það með ólíkindum að ekki hefði verið gripið til aðgerða strax í apríl vegna aðsteðjandi vanda sem vitað var um samkvæmt fréttinni. Í þriðja lagi þá voru íslenskir ráðamenn á auglýsingaferðum fyrir íslenskt fjármálalíf á þessum tíma og töluðu opinberlega um styrk þess.

Það er nánast útilokað að þessi frétt á Channel 4 geti verið rétt. Væri hún rétt þá hefði það í fyrsta lagi verið ábyrgðarleysi að nýta ekki lánsheimild ríkissjóðs sem veitt var á Alþingi í maí upp á 500 milljarða. Þá væri það með ólíkindum að ráðamenn hefðu farið í sumarfrí og klappstýruferðir til Kína eða utanríkisráðherrann að endasendast út um lönd og álfur til að fá einræðisherra til að styðja framboð Íslands til öryggisráðsins. 

Mér finnst líklegt að fréttin sé tilhæfulaus. Væri hún rétt þá kæmi ekki annað til greina en afsögn ríkisstjórnarinnar þegar í stað.

british-prime-minister-gordon-brown


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru stórar spurningar og þarfnast svara. Vonandi fær þjóðin þessi svör, svo að við vitum hverjum við getum treyst í framhaldi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála því að þessi frétt hlytur að vera tilhæfulaus og bæti því við að hún verður að vera það. Komi það hinsvegar í ljós að Geir forsætisráðherra hafi komið auga á hættuástandið, rætt það við erlendan stjórnmálamann en afneitað öllum vanda frammi fyrir eigin þjóð þá þarf að skoða ástand mannsins áður en hann er ásakaður meira en orðið er.

Árni Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geir er ekki allur þar sem hann er séður – virðist hafa gengið um skrökvandi samkvæmt langri upptalningu byggðri á ummælum hans sem heyra mátti á útvarpsstöð í gær, og ekki hefur Björgvin G. Sig. heldur hafa sagt allt satt, t.d. um það hvernig farið yrði með bankamenn. Hvernig getum við lagt traust okkar á eitt orð frá þeim framar? – eða frá Davíð!

Jón Valur Jensson, 1.11.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er því miður hrædd um að þessi frétt sé rétt. Geir hefur marg sýnt það og sannað að hann munar ekkert um að segja ósatt. Það sem er öllu verra er að hann virðist hvorki hafa kunnáttu né getu til að koma okkur úr þessum vanda. Þess vegna ætti hann að segja af sér strax.

Þóra Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekki vil ég trúa að þetta sé rétt, er samt ekki sjálfstæðiskerling. En þetta er svo ótrúlegt að ég trúi því ekki nema eitthvað sanni þetta.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 01:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það ekki í apríl sem Seðlabankinn lét beyðni út ganga um heiminn um risalán? Og fengu allstaðar neitun. Stemmir það ekki við efni fundar Geirs og Brown?

Hvað Hvítbókina varðar, sáum við 1.bindið af henni í Spaugstofunni í gær.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2008 kl. 12:56

7 Smámynd: Skattborgari

Ég veit að það er erfitt að trúa því að þetta sé satt en þegar ég tek mið af alir lyginni sem hann er búinn að koma með. Neyðarnæturfundir sagðir vera eðlilegir eins og fólk hittist um miðja nótt til að ræða smámál trúlegt.

Þegar aðili er búinn að segja ósatt marg oft eins og Geir þá tekur maður ekki mikið mark á því sem hann segir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.11.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 3940
  • Frá upphafi: 2420158

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 3600
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband