Leita í fréttum mbl.is

Kjördagur

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Flestir spá Barack Obama sigri en John McCain er búinn að sýna ótrúlega hörku í kosningabaráttunni.  Ég get ekki annað en dáðst að því hvað John McCain hefur staðið sig vel í kosningabaráttunni þó að hann eigi svo sannarlega á brattann að sækja. Hann hefur óstjórn Bush á bakinu. Efnahagsvandinn er skrifaður að stórum hluta á kostnað Repúblikana og John McCain má heldur betur taka á sig áföll þess vegna.                                                

john-mccainÞrátt fyrir það að ég telji John McCain vera einn allra besta stjórnmálamanninn í Bandaríkjunum þá tel ég að tími Repúblikana eigi að vera liðinn í bili. Bush forseti hefur gert þvílík mistök að Bandaríkin þurfa nú á að halda forseta sem gefur allt aðra ímynd en nótar forsetans. Mér finnst Barack Obama líklegri til að græða þau sár sem stjórn Bush skilur eftir sig gagnvart mörgum þjóðum sem stjórn hans hefur fjandskapast við.

 

 

ObamaObama er athygliverður stjórnmálamaður frá því að ég tók eftir honum fyrst þá hefur mér fundist hann mjög athygliverður sem stjórnmálamaður og líklegur til að boða breytingar til hins betra í Bandarísku samfélagi. 

Áður en fyrstu forkosningarnar voru í byrjun ársins þá lýsti ég því yfir hér á blogginu að ég vildi sjá þá Obama og McCain í baráttunni og að Obama væri líklegri til að geta gert betri hluti og því vonaðist ég til að hann sigraði.

 

Ég hef ekki skipt um skoðun og nú er að spyrja að leikslokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Sammála Jón.

Bergur Thorberg, 3.11.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Skattborgari

Það er svo mikið af mönnum í Bandaríkjunum sem hata svertingja að það eru miklar líkur á að Obama verði myrtur ef hann verður forseti.

Ég held að Obama verði mun betri forseti en Mcain þegar allt er tekið með í reikninginn.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.11.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 900
  • Sl. viku: 3707
  • Frá upphafi: 2449191

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 3482
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband