Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur sigur Obama

Sigur Obama er sigur þeirra sem vonast eftir breytingum í bandarísku samfélagi og viðmóti Bandaríkjanna og framkomu við aðrar þjóðir.  Vonandi stendur Obama undir þeim væntingum sem við hann eru bundnar og nær að kalla herinn heim frá Írak og síðan Afghanistan. Vonandi tekst honum lika að knýja á um breytingar til að tryggja eðlileg og hindrunarminni heimsviðskipti.

Efnahagskreppan verður erfiðasta viðfangsefni hans og hann þarf að taka til og hreinsa út eftir óstjórn George W. Bush. Það verður erfitt verk.

John McCain sá merki stjórnmálamaður líður fyrir arfleifð George W.Bush. Það var hans ógæfa en hann barðist firna vel og er nú tvímælalaust langsterkasti maðurinn sem Repúblikanar eiga svipað og forveri hans sem öldungardeildarþingmaur Arisona var á sinni tíð, Barry Goldwater.

Ég óska Barack Obama allra heilla sem forseta það skiptir máli ekki bara fyrir Bandaríkin að honum gangi vel og taki réttar ákvarðanir það skiptir okkur öll máli.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki dytti mérí hug, að sækjast eftir embætti sem krefst þess fyrstu tvö árin að taka til eftir skussa ! Nema þá kannski að mér væri borgað sem bankastjóra sem þyrfti að taka "ábyrgð" 

Júrí (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

John McCain, leit vel út en hann leið fyrir aulahjörðina í kring um Búss. Reyndar sór hann þetta auma lið ekki af sér fyrr en líða tók á kosningabaráttuna en þá var skaðinn skeður.

Stofnun Gunatanamo búðanna og sá þáttur sem bússsttjórnin átti sannanlega í pyntingum í Írak skaðaði orðspor Bandaríkanna erlendis´

Sigurður Þórðarson, 5.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef Osama verður maður til þess að stöðva hluti eins og þá hryllilegu glæpi sem lýst er í ÞESSARI margverðlaunuðu mynd fær hann prik hjá mér, ekki fyrr...en líklega yrði hann þá tekinn af lífa af CIA eins og Kennedy sem gaf fyrirheit um það í frægri ræðu að hann ætlaði að fletta ofan af samsærinu viku áður en honum var komið fyrir.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 861
  • Sl. viku: 4658
  • Frá upphafi: 2468323

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4297
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband