12.11.2008 | 16:51
Bretar eiga ekki að fá að koma með hertæki sín inn í landið.
Það er með öllu óásættanlegt að utanríkisráðherra og meðreiðarsveinar hennar í ríkisstjórn skuli ætla að kalla herlið Breta yfir þjóðina til að stunda gagnslaust loftrýmiseftirlit á kostnað íslensku þjóðarinnar.
Bretar hafa farið gegn íslenskum hagsmunum með mjög alvarlegum hætti og sótt að okkur harðar en nokkur önnur þjóð hefur áður gert. Þeir hafa ekkert að gera hér. Mér er satt að segja ofboðið að ríkisstjórnin skuli fara sínu fram í þessu þrátt fyrir að skýr vilji þingmanna hafi komið fram gegn þessu Bretadekri á Alþingi í gær.
Það er eitt að klippa ekki á öll bönd við Breta eftir það níðhögg sem þeir greiddu okkur. En að kalla þá til að sinna vörnum landins er að leggjast flatur fyrir ofbeldinu.
Þetta var ljóta ákvörðunin Ingibjörg Sólrún
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 684
- Sl. viku: 4528
- Frá upphafi: 2467479
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 4211
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Rétt, rétt.
Skil ekki alveg þessa ákvörðun. Það má búast við látum þegar þeir bresku láta sjá sig hér. Það verður ekki skemmtilegt, og ekki kenna okkur sem engu stjórna hér á landi, um þau læti. Það geta þau átt við sig Ingibjörg og "hennar sveinar".
Marta smarta, 12.11.2008 kl. 17:21
Þetta er ótrúlegur vesaldómur hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Þar sem það ætti líka að vera hverjum manni ljóst að þessar svo kölluðu loftvarnir er hrein og klárar sýndarmennska án nokkurs tilgangs annars en að skapa flugmönnunum tilbreytingu, þá skilur maður bara ekki svona undirlægjuhátt. Þetta er í raun gróf móðgun við þjóðina eftir allt sem á undan er gengið. Ég held að það sé full ástæða á að kanna hvort læknarnir hafi tekið rangan hlut úr höfðinu á henni og skilið æxlið eftir.
Atli Hermannsson., 12.11.2008 kl. 17:33
Að sjálfsögðu hafa Bretar ekkert hingað að gera. Við þurfum ekki á vörn þeirra að halda, miklu fremur vörn GEGN þeim. Þeir hafa valdið okkur ómældu tjóni, Icesave-peningarnir eru hreinir smáaurar í samanburði við það tjón sem Bretar hafi valdið Íslandi og Íslendingum.
Gaius (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:35
Ætlar háttvirtur þingmaður að beita sér fyrir því á alþingi að afþakka komu bretana. og hversvegna hefur þingheimur ekki brugðist harðar við, notkunn hryðjuverkalaganna , með því td að slíta stjórnmálasambandinu við þá.
Karl Jónas Thorarensen, 12.11.2008 kl. 17:51
Ég er ekki sammála þessari skoðun þinni Jón. Það þarf að skoða málið í því samhengi sem það er komið úr. Við erum í NATO og þess vegna eru Bretarnir að koma hingað. Varast ætti að gera enn flóknara vandamál úr því klúðri sem í upphafi er ekki Bretum að kenna heldur okkur Íslendingum sjálfum.
Í stuttu máli er þessi þverpólitíska skoðun sem kom fram á þingi um að neita þeim að koma hingað í æfingaferð, kjánaleg og alls ekki til þess fallin að flýta fyrir því að samskipti þjóðanna verði eðlilegt á ný. Við skulum bera ábyrgð á því sem við höfum gert rangt og gera eitthvað til þess að bæta það, en varast að yfirfæra vandræðaganginn á alls óskyldan vettvang.
Það er engin pólitísk upphefð í þessum undarlegu skoðunum ykkar þingmanna um að neita Bretum um þessa æfingaheimsókn, jafnvel þó hún kosti okkur 50 milljónir.
Nökkvi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:59
Gefur Bretunum sjálfdæmi og þorir ekki að hafa skoðun!!!
Þetta er bara ögrun við þjóðina. Ingibjörg er bara að staðfesta enn frekar að við séum ennþá í hópi "hinna viljugu þjóða".
Það er eins og við séum á fimmtánda ári Halldórs Ásgrímssonar í stól utanríkisráðherra.
Þetta bara versnar.
101 (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:44
Sammála Jón. og aðrir meðmælendur. Atli gamli félagi alltaf góður
Nökkvi af hvaða plánetu kemur þú?
Það er þetta aðgerðarleysi Ríkisstjórnar, og það að þora ekki að vera leiðtogar og segja sínar skoðanir umbúðalaust, sem er að. Tæpitunga og undirlægjuháttur hefur aldrei gagnast gegn bretum, en dugur Landhelgisgæslu og fastheldni og harka stjórnvalda í fyrri deilum skilaði árangri.
Væri ekki nær að segja okkur úr NATÓ strax og nota peningana í Gæsluna og leifa Íslenskum Gæslumönnum að æfa sig, og endurnýja úreltan búnað hennar, heldur enn að borga fyrir æfingar þjóða sem breta. Sem enn á ný beita okkur ofbeldi sem bræðra þjóð í NATÓ. Og öll hersingin stendur og horfir í hina áttina. Nei takk nóg er nóg. Eru allir búnir að gleyma hversu vel Gæslan hefur staðið sig í gegnum tíðina? Hve mörgum mannslífum hún hefur bjargað. Hún er að grotna niður eftir góðærið.
Nei nú eru breyttir tímar, og okkar vera í NATÓ er bull, Þeirra þjóðir eins og bretar og Bandaríkjamenn eru of uppteknir í olíuhagsmunastríðum um allan heim. Við eigum ekki samleið lengur.
Nú er kominn tími til að við Íslendingar lýsum aftur yfir sjálfstæði og tökum upp hlutleysisstefnu og lýsum okkur sem óháðri, friðelskandi þjóð. Public relations batteríið er jú önnur stór brotalöm hjá Stjórninni.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:15
Í framhaldi kæri Jón. Væri það ekki góð fyrirspurn á okkar háa Alþingi.
Að fá á hreint heildarkostnað okkar, sundurliðaðan á síðustu árum vegna veru okkar í NATÓ. Og hversu mikið loftrýmiseftirlit hinna þjóðanna hér hefur kostað. Hvert og eitt.
Heyrst hefur alt frá 200 miljónum í hvert skipti, og nú er ISG komin niður í 25.
Kveðjur Arnór Valdimarsson.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:49
Landhelgisgæslan, lögreglan og fleiri viðbragðsaðilar á Íslandi eru að verða óstarfhæfir vegna fjárskorts um þessar mundir. Þessar stofnanir sinna raunverulegu öryggishlutverki á Íslandi, en ekki leikaraskap á fyrirfram auglýstum tímum. Það eru slæm skilaboð til þeirra sem starfa við að tryggja öryggi almennings á Íslandi að hægt sé að sólunda hundruðum milljóna í rugl. Bretum sem og öðrum þjóðum gæti ekki verið meira sama um íslenskt þjóðaröryggi - en hér er fyrirtaksaðstaða til lágflugsæfinga, sem búið er að banna víðast í Evrópu. Látum ekki breta fá samviskubit yfir því að þurfa að verja hryðjuverkamenn!
Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:39
Þvílíkur andskotans undirlægjuháttur í kerlingunni. Fyrst brosir hún bara út í annað, þegar breta helvítin lýsa yfir stríði á hendur okkur, síðan segir hún veskú, komið með öll ykkar stríðstól og drullið yfir íslenska þjóð.ÞETTA ERU LANDRÁÐ. Svo er að sjálfsögðu hlegið að okkur út um allann heim.
Kv. Kristján.
Kristjan (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:55
Ég hef áður bent á fánýti þess að vera hér með svonefnt loftrýmiseftirlit lítinn hluta af árinu úr því að landið er án þess á auglýstum tíma mestallt árið.
Ég hef líka bent á það að við sjálf gætum verið með mun betra loftrýmiseftirlit með eigin flugvélum.
Ómar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 00:25
Kerlinguna misminnti ekki neitt!!!!!
Þegar rætt var um loftrýmiseftirlit í vor eða sumar var kostnaðurinn sagður áætlaður 50 milljónir - síðan hefur krónan fallið mikið í verði og kostnaðurinn við þetta eftirlit (þess vegna) lækkað um helming! Hvað hefur þá kostnaður við varnarmálaskrifstofuna (1,5 milljarðar) lækkað mikið! Hvar eru nú stærðfræðingarnir????
Ragnar
ragnare (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:28
Sæll Jón ! Mig langar að spyrja þig, sem stuðningsmaður þinn, og kjósandi. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA TIL ÞESS AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ BRETAR KOMI HINGAÐ MEÐ SÍN HERTÓL OG SVEIMI YFIR LANDINU Í ÓÞÖKK ALLRA ÍSLENDINGA ? Ætlar þú að láta NIÐURLÆGJA okkur án þess að hreyfa legg eða lið ?
Er ekki kominn tími til þess að þið FRJÁLSLYNDIR berjið í borðið og látið í ykkur heyra, og ÖSKRIÐ á Alþingi og segið að nú sé nóg komið ?
Kv: Kristján
Ps. Ég vænti svars.
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 01:14
Ég vil endilega taka undir með Ómari Ragnarssyni, hvers vegna að vera með svokallað loftrýmiseftirlit frá öðrum þjóðum ef að við getum annast það sjálf ? Væri ekki andskotans nær að borga okkar eigin flugmönnum fyrir loftgæslu heldur en að borga okkar helsta ÓVINI fyrir sama verk ?Ég bara spyr.
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 01:43
Æti Ómar viti ekki meir um loftrýmiseftirlit en ég.
Því læt ég hann um að orða hlutina fyrir mig í þeim efnum.
En hvað varðar vesaldóminn og aumingjaskapinn hjá stjórnvöldum og þá sérstaklega utanríkisráðherra sem vissulega á að tækla kringumstæðar sem þessar. Þá á ég engin svör því mér er svo gjörsamlega misboðið.
ISG drullastu til að gera eitthvað eitt rétt á þínum ferli!!!!!
Ekki einn einasta Breta á vegum Breskra stjórnvalda hér á landi nema þá með afsökunarbeiðni.
Svo einfalt er það og búið mál.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 02:03
Já ég er öskureið......
Aumingjaskapur er þetta að segja bara ....
"þið megið ráða þessu ---en það má ekki kosta mikið --
við erum blönk..."
Maður hélt að hún hefði bein í nefinu en það virðist ekki vera ...
Vitað er að þjóðin vill ekki sjá bretana og það er hunsað ....
Ég held það ætti að setja þessa gagnslausu stjórn af .... það er niðurlægjandi fyrir þjóðina að hafa þessa bjána í stjórn....
Það er búið að eyðileggja allt sem heitir traust á íslendinum erlendis og það er alltaf talað um að Islendingar séu búnir að ræna og tapa peningum fólksins í hinum og þessum löndum ...
Það vill enginn stjórnmálamaður né auðmaður taka ábyrgð á neinu og þetta pakk er með lágmark milljón Á MÁNUÐI ekki ári eins og alltof margir.......
Þetta fólk ætti að skammast sín.....
ENGA BRETA TAKK!!!!!!!!
Berglind
Berglind Berghreinsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:47
Ég er ekki sammála þér Jón! Ég reyndar er sammála Ómari um að þetta loftrýmisbrölt erlendra aðila er óþarfi og þarf að skoða en það að leggjast sérstaklega í stríð við breta er bull á okkar tímum. Við þurfum auðvitað að komast að samkomulagi um okkar skuldir við breta og aðra sem við höfum valdið skaða, það gerir siðmenntað fólk. Vonandi getum við samið þannig að ekki verði eins mikið sem við þurfum að greiða eins og verstu spár telja.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:25
Auðvitað er þetta stopula eftirlit með "loftrými" ekki mikið meira en partur ef hinu geigvænlega stærilæti íslenskra stjórnvalda, ásamt með draumum þeirra um setu í öryggisráði SÞ og því að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi - þessi líka þjóðarpíslin.
Er ekki staðreynd málsins sú að við séum bundin af samningi um að Bretar komi hér til gæslu og fá fyrir það tiltekna greiðslu? Er þetta eitthvað öðruvísi en aðrir samningar og eigum við að geta hrokkið frá honum vegna einhverrar móðgunargirni? Eru ekki samningar bindandi að lögum landsins og alþjóðasamfélagsins?
Í því ljósi má skoða hin kjánalegu viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar. Hún veit að samningnum verður ekki rift án vandræða. Yppir því öxlum og segir Bretum að þeir geti svosem alveg komið, þeir eigi ekki að gera ráð fyrir hlýjum móttökum...og jú, okkur þætti vænt um að þurfa ekki að standa skila á öllum þessum peningum fyrir þjónustuna!
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:37
Fyrir mér eru aðgerðir breta að flokka okkur terrorista stríðsyfirlýsing!
Enda ríkir hér nú stríðsástand af stórum hluta vegna aðgerða þeirra. Þar með erum við ekki bundin neinum samningi við þá og hefðum átt að slíta við þá stjórnmálasambandi, til að aðrar þjóðir geri sér grein fyrir ástandinu og skaðanum sem hlotist hefur.
Ríkisstjórnin er ekkert að beita sér á alþjóðavettvangi gegn bretum, hvorki í fjölmiðlum, NATÓ eða annarstaðar. Og fyrst það líðst innan Nató svona skeppnuskapur. (Ég vil mynna á að þetta er ekki fyrsta skiftið sem bretar beita okkur valdi, og NATÓ gerir ekkert) Eigum við að senda skýr skilaboð að svona teklúbbur ríkari þjóða, þar sem við fáum bara að borga, er ekki fyrir okkur.
Enda ef stríð yrði hér í Evrópu kæmu hvort eð er þeir sterkustu, sem vildu. Rétt eins og bretar gerðu í seinni heimsstyrjöld að okkur forspurðum.
Nei nú er rétti tíminn til að gerast:
Óháð, sjálfstætt, hlutlaust, friðelskandi! Ísland.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:27
Sammála Jón, en þú ert ekki sammála þessari túlkun á þessu rugli. Ég tók mig til og gerði skopmynd af þeim Össuri og Ingibjörgu! tíhí!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2008 kl. 14:23
"ert þú ekki sammála" vildi ég sagt hafa!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2008 kl. 14:24
Jóin..þú verður ásamt öllum á alþingi að leggjast gegn þessu af öllum þunga. Svona niðurlægingu getum við ekki tekið þeygjandi og hljóðalaust!!! Og munum ekki gera. Bara alls ekki. Sjaldan hefur mér verið eins misboðið og við það að heyra þessar fréttir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 15:17
Það má segja að lausnin sem komin er í þetta mál sé góð að öllu leyti. Við þurftum ekki að gera okkur að enn meiri fiflum. Ef við sem þjóð ætlum að bæta ímynd okkar þá riftum við ekki samningum, ekki flóknara en það.
Upphrópendur ættu að skoða málin frá fleiri sjónarhornum en útsýninu úr þeirra eigin bakgarði.
Nökkvi (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 18:56
EKKERT SVAR !
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.