Leita í fréttum mbl.is

Tími til breytinga?

Taka má undir það með Jóni Gunnarssyni að það er afar óheppilegt að ráðherrar skuli gefa yfirlýsingar eins og þær sem Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir gáfu í gær meðan stjórnarandstaðan og nokkrir stjórnarþingmenn ræddu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um heimild til lántöku frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eðlilegra hefði verið að ráðherrarnir hefðu tekið þátt í umræðum á Alþingi og fjallað þar um framtíðaráform ríkisstjórnarinnar.  Það gerðu þeir ekki og sáust ekki nema annar við lítinn hluta umræðunnar.

Fram kom í umræðunni á Alþingi í gær að verulegir brestir eru í stjórnarliðinu.  Með það í huga og þá yfirlýsingu sem þessir ráðherrar Samfylkingarinnar gáfu í gær þá er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort forsenda sé fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.

Vilji Samfylking og Sjálfstæðisflokkur halda áfram að vinna saman í ríkisstjórn þá gera flokkarnir það og þurfa ekki nýtt umboð því að umboð hafa þeir til næstu ára. Sé hins vegar ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar um leið út úr vandanum þá gerir ríkisstjórnin þjóðinni þann besta greiða að segja af sér.

Stóra spurningin er hvort ríkisstjórnin hafi þann innri styrk og samtöðu sem afsakar það að hún haldi áfram störfum.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvað munu "Frjálslyndir" gera ef stjórnin springur? Þú segir að flokkarnir hafi umboð til næstu ára. Finnst þér virkilega ekki að sú kúvending sem átt hefur sér stað kalli á nýjar kosningar?

Sigurður Hrellir, 21.11.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB.Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, býst við að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnaefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslökunum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Embættismenn í Brussel telja að Ísland geti fengið inngöngu í ESB innan fárra ára en framvinda aðildarviðræðna ráði þó miklu í því sambandi. Íslensk stjórnvöld þurfa vitanlega fyrst af öllu að leggja fram umsókn og að sögn Rehns fengi leiðtogaráð ESB þá framkvæmdastjórnina til að leggja á hana mat. Rehn segir einhverjar tilslakanir á stefnunni mögulegar en þó geti Íslendingar ekki búist við að fá meiriháttar undanþágur frá henni. Hans Martens, hjá hugveitunni European Policy Centre, býst einnig við að sjávarútvegsmál verði erfiðasta úrlausnarefnið en hann hvetur Íslendinga til að reyna að breyta stefnu ESB innan frá.

Bjarni Kjartansson, 21.11.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn ættu nú að vera frjálsir skoðanna sinna. Mun FF heimta svipað flokkslínuskoðanir innan síns flokks? Er ekki í lagi að opinbera klofning ef hann er fyrir hendi í staðinn fyrir að halda óhæri stjórn saman?

Mér skildist á Geir að hann sé harðákveðinn í að sitja út 4 árin og treysti engum til að klára þær aðgerðir, sem liggja fyrir. Þetta hljómaði ekki ósvipað einræðisherra.  Er svipað stórmennskubrjálæði að finna í þínum flokki?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Jón Magnússon

Björn þetta er einhver meiri háttar misskilningur hjá þér. Ég hef opinberlega krafist þess að gengið verði til kosninga sem allra fyrst.

Jón Magnússon, 21.11.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður ég svara þér með einföldu jái í samræmi við það sem ég hef áður sagt í málinu.

Jón Magnússon, 21.11.2008 kl. 11:54

6 Smámynd: Jón Magnússon

Bjarni ég skil ekki hvaða erindi Evrópusambandið á inn í þessa umræðu en umræða um Evrópusambandið og fiskveiðistefnu bandalagsins á vissulega rétt á sér en þá á réttum vettvangi. Ég reikna t.d. með því að hvenær svo sem kosið verður þá verði aðild að Evrópusambandinu kosningamál.

Jón Magnússon, 21.11.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Steinar það sem gerir flokk að flokk er að þar stendur flokksfólk saman um helstu áhersluatriði og stefnumál. Ég hef hins vegar alltaf talið rétt að fólk hvort heldur þingmenn eða aðrir ættu að vera frjálsir skoðana sinna og eiga rétt á því að tjá þær.  Það er hins vegar umhugsunarefni og það er tilefni bloggfærslu minnar að það eru greinilega komnir margir þverbrestir í stjórnarsamstarfið.

Þess vegna spyr ég hvort slík ríkisstjórn sé á allan veturinn setjandi.

Jón Magnússon, 21.11.2008 kl. 11:58

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Evrópudindlar skilja ekkert hvað neiklvætt um ESB á inn í umræðuna.

ÞAð er svo nu og svo mun áfram.

Hví í andsk. ferðu ekki og Samfylkir GEGN Íslandi?

og með ESB.

Bjarni Kjartansson, 21.11.2008 kl. 12:04

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón það er flokkur af rollum ef einstklingar innan hans hlýða ekki samvisku sinni. Þeir sem hafa hugrekki til þess að skilja sig frá eiga heiður skilinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:36

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón, þú mættir gjarnan svara fyrri spurningu minni líka. Telur þú að flokkurinn þinn hafi miðað við núverandi ástand umboð kjósenda til myndun nýrrar ríkisstjórnar á grundvelli kosninganna 2007?

Sigurður Hrellir, 21.11.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er það stóra spurningin hvort þau Þórunn og Björgvin sýna þá djörfung að fylgja þessum skoðunum sínum eftir þegar á reynir?

Það fá þau tækifæri til að gera við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina. Verði sú tillaga samþykkt er sjálfgefið að ríkisstjórnarflokkarnir "fá tækifæri til að endurnýja umboð sitt" eins og það er svo skemmtilega orðað á kansellímáli.

Árni Gunnarsson, 21.11.2008 kl. 17:34

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ekki virðast Geir og Ingibjörg vera hrædd um sýn störf, segir ekki einvherstaðar -

Þegar tveir menn i viðskiptum eru alltaf sammlála, er annar þeirra óþarfur

hvort af þeim ætti að sleppa takinu 

Jón Snæbjörnsson, 21.11.2008 kl. 18:42

13 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Hrellir þú biður um svar við fyrri spurningunni þinni. Ég tel einsýnt að springi stjórnin þá verði boðað til nýrra kosninga innan skamms frá þeim tíma. Hugsanlega tæki við starfsstjórn fram yfir kosningar. Annað er tæpast í spilunum. Þjóðstjórnarhugmyndum var kastað út af borðinu strax í byrjun október.

Jón Magnússon, 21.11.2008 kl. 23:38

14 Smámynd: Jón Magnússon

Bjarni minn þú átt ekki að vera svona geðvondur á föstudegi.  Svo hefur það aldrei þótt góðir mannasiðir í þinni sveit að uppnefna fólk. Ég hef talið í mörg ár að við ættum að kanna hvað væri í boði með fullri aðild en jafnan tekið það fram að ekki væri hægt að segja fyrr en það lægi fyrir hvort það væri skynsamlegt að ganga í Evrópusambandið eða ekki.  Einnig að það verður alltaf að vera ákvörðun þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort samþykkja á aðild ef tilkemur eða ekki. Þú skalt ekki gefa þér það fyrirfram Bjarni að við gætum ekki átt samleið í slíkri kosningu.

Jón Magnússon, 21.11.2008 kl. 23:41

15 identicon

Jón ég er hjartanlega sammála þér að aðild að Evrópusamb. þarf að skoða vel og meta og einungis þjóðar atkvæðagreiðsla getur gert út um það í lokin.

Hinsvegar, eftir trakteringar ISG og Geirs og öllum þeim launráðum sem hafa komið upp á yfirborðið og launfundum , með Davíð og víðar. þar sem Ráðherrum öðrum, virðist hafa verið meinuð þátttaka og upplýsingaflæði um hvað þar fór fram. Er það einungis ljósara að ISG og Geir hafa logið aftur og aftur, þjóðina fulla og sína eigin Ráðherra. 

Þau eiga að axla ábyrgð strax. Og víkja. Og geta ekki fyrir nokkurn mun reddað sér fyrir horn með að fórna nokkrum peðum, eins og Fjármálaráðherra og Viðskiptaráðherra.Eða Davíð.

Í ljósi þessara upplýsinga sýnist mér nauðsyn á Þjóðstjórn strax, og kosningar sem fyrst.  Því þetta eru landráð!! Á svo örlagaríkri stundu sem stöndum vér nú.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 02:13

16 identicon

Sæll Jón ! það er eins með mig og þig, að enginn hefur skilið blessaðann drenginn hann Bjarna , Skapvonskan í honum stafar örugglega af því að hann sér sæng síns flokks útbreidda, og veit, eins og öll þjóðin að flokkur hans á sér ekki viðreisnar von. Hann er eins og sært dýr, hann bítur frá sér meðan hann dregur andann, og þrjóskast við að drepast.

Kv. Kristján. 

Kristjan (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 02:17

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það var sannarlega tímabært að leggja fram vantraust á ríkisstjórn landsins, eftir ummæli ráðherra um kosningar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.11.2008 kl. 02:28

18 identicon

Æ Jón,  hver tekur mark á þér lengur ?

Helga (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband