Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlar í hafti?

Gömlu flokksblöðin höfðu þann kost að lesendur þeirra gátu áttað sig á hvaða hagsmuni blaðið hafði og hvaða fréttum væri varlegt að treysta.  Síðar þegar flokksfjölmiðlarnir gáfust upp og í stað þeirra komu svonefndir "frjálsir fjölmiðlar" áttaði fólk sig síður á þeim hagsmunatengslum sem girtu stundum fyrir eðlilega umfjöllun.

Í Morgunblaðinu í dag, sem kemur út seinni part laugardags er úttekt Agnesar Bragadóttur á vægast sagt vafasömum og óeðlilegum lánveitingum Glitnis banka til fyrirtækja tengdum bankanum.  Svo bregður við að þrátt fyrir að sumir eigi erfitt með að fá greinar sínar birtar þá njóta eigendur annars hagræðis. Í Fréttablaðinu í morgun birtist svar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við umfjöllun Agnesar við hlið leiðara blaðsins. Snögg viðbrögð það.

Annars er þetta svar Jóns Ásgeirs og umfjöllun hans í fréttum merkilegt fyrir það að þeim atriðum sem Agnes veltir upp er ekki svarað til hlítar og eftir situr óneitanlega rökstuddur grunur um verulega misnotkun eigenda bankans og félaga þeim tengdum svo og æðstu stjórnenda bankans á gamla Glitni. Það mál verður að rannsaka til hlítar þegar í stað.  Hér er um svo grafalvarlegt mál að ræða.  Sé það rétt sem Jón Ásgeir vill halda fram að grein Agnesar Bragadóttir sé í helstu efnisatriðum röng, þá hlítur hann og Hannes Smárason að hafa af því verulega hagsmuni að hið sanna verði leitt í ljós.

Annars á Agnes sögu sem áreiðanlegur innanbúðarmaður í bankakerfinu frá þeim tíma að Sverrir Hermannsson var bankastjóri í Landsbankanum og Agnes gerði ákveðna úttekt á stöðu ákveðins viðskiptavinar þar.  Miðað við reynslu af úttektum Agnesar þá og síðar þá verður þeim ekki vippað út af borðinu með orðagjálfri einu.

Þessir atburðir vekja óneitanlega upp þá spurningu hvort það sé samræmanlegt lýðræðislegri umfjöllun um mikilvægustu mál samtímans að Jón Ásgeir Jóhannesson og aðilar honum tengdir eigi alla aðra fjölmiðla en ríkisfjölmiðlana að Útvarpi Sögu einni undanskilinni.

Um nokrra hríð hefur verið ljóst að mönnum, flokkum og málefnum hefur verið mismunað og hinir svonefndu frjálsu fjölmiðlar hafa iðulega útilokað  þá sem hafa ekki verið þóknanlegir hagsmunum  eigendanna.

Þannig höfum við í Frjálslynda flokknum iðulega mátt finna fyrir því hvað útgerðarhagsmunirnir vega þungt hjá fjölmiðlunum. Kvótagreifarnir og bankaveldið sem byggði skýjaborgirnar á kvótakerfinu hafa reynt að útiloka andstæðinga kvótakerfisins sem mest frá almennri stjórnmálaumræðu. Þá staðreynd höfum við mátt kynnast.


mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll Jón

Það er alveg merkilegt hvað hann nafni þinn hefur greiðan aðgang að frjálsa fjölmiðlinum sem hann á í dag.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.11.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þetta er sorglega satt og mjög mikilvægt að koma böndum á þessa mafíu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Þetta ástand hefur því miður varað of lengi og stór hluti af þeim vandamálum og andvaraleysi sem nú er komið á daginn hefur heilmikið með vald fjölmiðlanna að gera.

Ég hef stundum sagt að hefði umræða um hið stórkostlega réttlætismál þjóðarinnar umbreytingar á kvótakerfinu, fengist rætt í hinum " frjálsu fjölmiðlum " frá jafn mörgum sjónarhornum og hlutabréfavísitölur, þá væri Frjálslyndi flokkurinn nærri því að vera annar stærsti flokkur landsins í dag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.11.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Ágæt hugleiðing. Takk.

Jóhann G. Frímann, 24.11.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Maður á ekki orð yfir sumt af því sem gengur á í fjölmiðlum landsins.

Það segir sína sögu að Björn Ingi Hrafnsson sé helsti rannsóknarblaðamaðurinn.

Sigurjón Þórðarson, 24.11.2008 kl. 10:15

6 identicon

Vona að ég trufli ekki þó ég skjóti mér hér inn í JÁ kór Frjálslyndra. Verð fyrir minn smekk að segja að Agnes er ekki beinlínis í Guðatölu hjá mér, henni hefur um of orðið á til þess. Ætla samt ekki að leggja mat á þessa umfjöllun hennar, hef ekki lesið hana, les aldrei aftur hjá fólki sem hefur sett fram grófar villur og talið það í lagi.

Tek líka eftir að Jón Magnússon segir nafna sinn eiga alla fjölmiðla aðra en ruv og Sögu, þetta er fjarstæða. Í raun er þetta lygi því Jón veit betur en fer hér stíg Agnesar að lyfin sé í lagi og fyndið að sjá JÁ kórinn sem kemur á eftir og hrópar heyr, heyr.

Það er nettur drullusokksbragur á þessu hjá ykkur.

Kær kveðja,

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 412
  • Sl. sólarhring: 477
  • Sl. viku: 2661
  • Frá upphafi: 2412762

Annað

  • Innlit í dag: 400
  • Innlit sl. viku: 2400
  • Gestir í dag: 397
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband