Leita í fréttum mbl.is

Afturhvarf til fortíðar.

Í nótt voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um víðtæk gjaldeyrishöft.  Það er afturhvarf um 50 ár aftur í tímann.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sagði í málefnasamningi sínum að hún væri frjálslynd umbótastjórn. Hvílíkt öfugmæli.  Ríkisstjórnin er hafta og skömmtunarstjórn.

Verst er þó að verða þess betur og betur áskynja að ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn. Engin framtíðarstefna eða skammtímastefna er mótuð. Það er látið nægja að stjórna frá degi til dags.

Nú þegar genginu er handstýrt þá má lækka stýrivexti niður undir 0. Það er það sem fólk og fyrirtæki þurfa á að halda. Síðan verður að 0 stilla verðbótavísitöluna og gefa upp á nýtt án verðtryggingar.  Fólk og fyrirtæki verða að búa við svipuð kjör á lánamarkaði og gerist annars staðar í okkar heimshluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Allt gengur í hringi. 

1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherra heitir Geir og er sjálfstæðismaður
6. Fjármálaráðherra heitir Mathiesen og er sjálfstæðismaður
7. Seðlabankastjóri heitir Davíð.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.11.2008 kl. 20:16

2 identicon

Við þetta má bæta að við erum búnir að eiga í milliríkjadeilum við Breta og Norðmenn hafa boðist til að hafa milligöngu um sættir!

Þar með er það ljóst að það er 1977 núna (ekki koma með fatatískuna líka)

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:33

3 identicon

Hvað ertu að meina Jón,

Það er allt rjúkandi rúst í fjármálakerfi heimsins.  Paribas sá franski kanski sá eini af stóru bönkum í Evrópu ( ekki betra í USA) sem ekki er farinn á hausinn...öllum hinum hefur verið bjargað með peninga innspýtingu eða öryggisneti.  Veist þú ekki hvað hefur verið að gerast undanfarna 24 mánuði.  Það veitir manni óhugnanlega óöryggistilfinningu að fylgjast með pólitíkusum Íslands, nú á dögum,  hvar í flokki sem þeir standa að lesa hugrenningar ykkar.

itg (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Tökum upp dollarann sem mynt.

Höfum ívið hærri vexti í landinu en annarsstaðar. Þá ætti að koma innstreymi í stað útstreymis. En verðbólgan færi niður og vextirnir okkar líka. Gerum þetta í samvinnu við USA þar sem þetta væri smámál fyrir þá. En pólitískt risastórt. Við erum týnd ef við höldum áfram þessu sjálfsmorðsferli sem við erum núna í með krónunni.

Það verða að koma peningar inní kerfið með ríkisskuldabréfum. Hliðstætt við "War Bonds" í heimstyrjöldinni. Það er nefnilega komið stríð hér á Íslandi og ekki blessað núna, því að við erum ekki hlutlausir í þetta sinn.

Jón minn, gerðu eitthvað í þessu !

Halldór Jónsson, 29.11.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Já þetta eru víðtæk lög en ég vona að menn hafi vit á því að taka verðtrygginguna úr sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er engu líkara Jón en þú hafir ekki tekið eftir því að um þessar mundir eru harla óvenjulegar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.11.2008 kl. 11:43

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Calling Elvis......  Hvar eruð þið alþingismenn?  Greinilega ekki að vinna á laugardögum

Björn Finnbogason, 29.11.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 437
  • Sl. sólarhring: 880
  • Sl. viku: 3718
  • Frá upphafi: 2448685

Annað

  • Innlit í dag: 417
  • Innlit sl. viku: 3469
  • Gestir í dag: 409
  • IP-tölur í dag: 395

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband