Leita í fréttum mbl.is

Rödd skynseminnar í Sjálfstæðisflokknum.

Athyglivert að loksins skuli vera farið að rofa til í heilabúi nokkurra forustumanna Sjálfstæðisflokksins varðandi Ísland og Evrópusambandið.  Friðrik Sóphusson hefur oft verið helsta rödd skynseminnar innan Sjálfstæðisflokksins og er það greinilega ennþá

friðriksophussonFriðrik Sóphusson fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í meir en áratug segir það skyldu Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir því að fólk geti kosið á milli tveggja kosta í Evrópumálum  og flokkurinn verði að fallast á að aðildarviðræður fari fram. 

Ég tel nokkuð ljóst að fyrst Friðrik Sóphusson velur það að gefa þessa yfirlýsingu núna þá sé sterk hreyfing í Sjálfstæðisflokknum fyrir því að farið verði í aðildarviðræður. Það verður spennandi að sjá hvort sú verður niðurstaðan að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki það á Landsfundi sínum í janúar að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. 

Satt að segja hef ég aldrei skilið hvað getur verið hættulegt við að fara í aðildarviðræður. Spurning er alltaf í milliríkjaviðskiptum hvað er í boði með hvaða kostum og ókostum. Það er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu fyrr en það liggur fyrir.  

Mikið er ég ánægður með að minn gamli vinur og baráttubróðir Friðrik Sóphusson skuli hafa komið auga á þessi sannindi.

En skyldi Davíð vita af þessu?


mbl.is Þjóðin fái að kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðlaugur, er þessi vernd er þú vísar í álík þeirri er Írar njóta um þessar mundir?

Kristján (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Við verðum að treysta á okkur sjálf

Ég mæli lika  með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Skyldi  þetta vera framtýðarsýnin sem lýst er í viðtalinu hjá ESB sinnum á Íslandi

Jón hvað segurðu um það?

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 29.11.2008 kl. 18:48

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þér mælist alltaf sérlega vel Jón. Þess vegna þegar maður er sammála þér er maður innilega sammála og svo aftur á hinn veginn ef maður hefur sannfæringu á öndverðum meiði svíður undan beittri rökfærslu þinni og umbúðarlausum orðum og maður finnur sig af öllu hjarta ósammála.

Um þetta mál er ég innilega sammála þér eins og margt fleira.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.11.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikill er fögnuður þinn yfir einum "réttlátum", Jón Magnússon. En mikil er líka vanþekking þín á reglum Evrópubandalagsins og stífum lagaramma þess, ef þú hyggur eitthvað ásættanlegt geta komið út úr "aðildarviðræðum" við það, rétt eins og þá loks komi í ljós, hvað það vill. Sorgleg og raunar vítaverð vanþekking eða keyrsla á aðild vitandi samt að hún ætti eftir að koma sem bylmingshögg á undirstöðuatvinnugrein hér: sjávarútveginn (auk annarra kárína og réttindasviptingar af völdum þessa risabandalags) – annaðhvort þessa býr að baki þínum furðulegu skrifum um þetta mál.

Jón Valur Jensson, 29.11.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Depill

Ég fagna því nú að Jón vilji allavega aðildarviðræður og leyfa þjóðinni að kjósa. Þetta er ekki bara spurning um að vera með eða á móti ESB ( Jón getur vel verið á móti ESB ), hins vegar er það bara í lýðræðisrýki að það ætti að taka upp aðildarviðræður við ESB og svo þjóðaratkvæða greiðsla. Meirihlutinn ræður.

 Lýðræði, yndislegt ekki satt ?

Depill, 29.11.2008 kl. 21:22

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Jón Magnússon. Í hvers uppboði lýsir þú ánægju þinni yfir
aðildarviðræðum við ESB sem FORMAÐUR ÞINGFLOKKS Frjálslyndra?
Hefur flokkurinn skipt um skoðun í Evrópumálum ÁÐUR en hann hefur
komið því í gegn að frjálst framsal á kvóta verði afnumið? En meðan
þetta frjálsa framsal er færist það sjáfkrafa á uppboðsmarkað ESB
göngum við þangað inn t.d .Er formaður þingflokks Frjálslyndra kannski einnig búin að hafa endaskipti á stefnu flokksins í kvótamálum?  Vísa annars til bloggs míns um þetta makalausa hrós þitt Jón við yfirlýsingu Friðriks Sophs...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.11.2008 kl. 21:41

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Davíð Fannar, ef kannabis- og kókaínmenn færu hamförum í fjölmiðlum með kröfur um, að aflétt yrði banni við neyzlu þeirra efna, og æ fleiri létu smitast og tækju undir með þeim, hýperaktífir skemmtikraftar og ljósvakamenn, en næðu ekki meirihluta á þingi, myndirðu þá taka undir kröfuna um "lýðræðislegar kosningar" um það mál, svo að "meirihlutinn fái að ráða"?

Innlimun í Evrópubandalagið væri í sjálfri sér atlaga að fullveldi okkar og yfirráðum yfir okkar eigin málum. Skammsýnir kjánar eru þeir, sem telja okkur myndu græða á því, og þar að auki á ekki að láta peningamenn stjórna okkar för, þeir hafa gert nægan óskunda nú þegar.

Jón Valur Jensson, 29.11.2008 kl. 22:47

8 identicon

Já þeir koma núna einn af öðrum í samræmi við minkandi völd Davíðs, því hræðslan við þann mann var svo mikil að menn í þessum svo kallaða Sjálfstæðisflokki eru ekki með sjálfstæðs skoðun, heldur er þorri flokksmanna mataðaur af stjórnmálaskoðunum af örfáum einstaklingum innan flokksins. En hvað er þessi hræðsla og tíminn sem búin er að fara í þetta hjá þeim, búið að kosta landið? í mínum huga eru þetta landráðamenn og ekkert annað, þeir hafa komið í veg fyrir það að þjóðin fengi að segja hvað hún vill þí málefnum ESB og það sjá allir hvert það hefur leitt okkur.

Valsól (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:51

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég sem hélt að þetta tvennt færi ekki saman: Skynsemi og Sjálfstæðisflokkurinn.

Stóðst ekki freistinguna.

Marinó G. Njálsson, 30.11.2008 kl. 01:32

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Geir Haarde sagði það síðast um Evrópumálin að það væri ekki tímabært að ræða þau. Nú kemur einn þekktur sjálfstæðismaður og telur að þjóðin „eigi að fá að kjósa“ um málið. Það hriktir í rá og reiða flokksins. En þetta eru seinþroska menn, það er löngu tímabært að kanna í aðildarviðræðum hvað innganga í ESB hefur í för með sér. Þjóðin veit það ekki enn. Jón Valur og félagar eru ekki með nein alvöru svör fyrir þá sem spyrja um ESB. JV talar um „innlimun“ og atlögu að fullveldi. Ég kaupi ekki svona upphrópanir fyrr en aðildarviðræður hafa sýnt að svona muni fara. Þá „á að leyfa þjóðinni að kjósa“ eins og Friðrik Z segir það svo pent. Spurningin er: hver ætlar að gerast svo göfugur að „leyfa“ kosningar? Er það ekki skýlaus réttur okkar?

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.11.2008 kl. 10:44

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Leiðrétting: Geir Haarde svara spurningum Mbl.um ESBaðild í dag. Það segir m.a. að það byggist „á hagsmunamati“ og að útkoman úr matinu hafi hingað til verið neikvæð. Nú „í kjölfar hinna miklu hremminga“ verður að endurskoða matið. Þá hlýtur að koma upp sú spurning hvers vegna það þurfti hrun og hremmingar til að koma flokknum í endurmat? ESB hefur ekki breyst og hagsmunir Íslendinga hafa ekki breyst. Þessi orð Geirs eru með öðrum orðum volg viðurkenning á því að vegferð þjóðarinnar undir leiðsögn Flokksins hefur verið í vitlausa átt. Einföld skýring: göngum þangað - þar mun okkur vegna vel..æ nei, hér er bara fúafen! Snúum við - hin leiðin var betri!

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.11.2008 kl. 10:54

12 Smámynd: Depill

Jón Valur, þótt mér finnst merkilegt að þú viljir bera saman fíkniefni og ESB sem segir mest um þinn karakter ( og já ég hef lesið skrif þin og þú virðist vera frekar vafasamur karakter ).

 Enn svarið er já, við búum í lýðræðissamfélagi og öllum lögum getum verið breytt. Ef við getum snúið þessu við Jón, segjum það að Alþingi fari með frumvarp á næstunni sem leyfi kókaín og kannabis( mjög ómerkilegt b.t.w af þér að taka þessi fíkniefni saman þar sem þau er ekki sambærileg ) á Íslandi. Myndir þú ekki vilja fá að kjósa um lögleiðingu þess ?

Jón, ég skil ekki ennþá hvað þið ESB-antistar eru svona hræddir við að leyfa þjóðinni að kjósa um þetta. Það tekur örugglega ár+ að undirbúa umsókn og klára aðildarviðræður, þannig að þeir sem eru með fá ár til að hefja áróður og þeir sem eru á móti fá allavega ár til að hefja áróður.

Ég skil ekki málið.... Ég held að þú ættir bara flytja til Kúbu eða svipaðs lands þar sem að fólk fær ekki að taka ákvarðanir, þær eru teknar fyrir þær....

Depill, 30.11.2008 kl. 11:28

13 identicon

Góður pistill, Jón, góður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:17

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mjög vel skrifað auðvitað eins og alltaf. En ég lýsi mig himinhrópandi andvíga öllu daðri við ESB. Ég er einlægur aðdáandi þín sem vænnar manneskju og sammála flestu sem þú segir en þetta ESB fetish hjá þér er eitthvað sem við hljótum að geta lagað.

Guð veri þér náðugur og Drottinn blessi heimilið!

PS. You´ve got mail.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.11.2008 kl. 20:46

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

aðdáandi þinn... átti þetta víst að vera svo rétt sé nú rétt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.11.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 352
  • Sl. sólarhring: 1358
  • Sl. viku: 5494
  • Frá upphafi: 2469878

Annað

  • Innlit í dag: 334
  • Innlit sl. viku: 5042
  • Gestir í dag: 333
  • IP-tölur í dag: 327

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband