26.12.2008 | 17:08
Ísland er áhrifalaus útkjálki.
Það er athyglivert að fylgjast með deilum í Sjálfstæðisflokknum um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Sá merki fjölmiðlamaður Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins er mikið á móti því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og segir í grein um fyrstu drög utanríkis- og varnarmálahóps Sjálfstæðisflokksins að Ísland yrði áhrifalaus útkjálki ef til aðildar kæmi.
Heimsýn fólks er mismunandi og eðlilegt að fólk smíði sér rök í samræmi við hana. Staðreyndin er sú að því miður þá er Ísland í dag áhrifalaus útkjálki. Sennilega hefur Ísland aldrei frá lýðveldisstofnun árið 1944 verið eins áhrifalaus útkjálki og landið er í dag. Á árum áður höfðum við mun meira vægi innan NATO en við höfum í dag. Við höfum svipaða stöðu í Norðurlandaráði og hjá Sameinuðu þjóðunum og áður en við erum utangátta í Evrópu af því að við erum EES þjóð en ekki í Evrópusambandinu. Við erum þjóð sem tekur við stórum hluta af löggjöf sinni í bögglapósti frá Brussel af því að við erum í EES og höfum ekkert með lagasetningu Evrópusambandsins að gera.
Hefur það nokkru sinni verið þannig að lítilmagninn tapi frekar áhrifum á því að vera í félagi heldur en standa einn? Hvað með smáríki Evrópu eru þau áhrifalaus. Hvað með lönd eins og t.d. Luxembourg og Írland. Eru þau áhrifalaus. Luxembourg verður seint útkjálki staðsett í miðri Evrópu en landið hefur verið eitt áhrifamesta land Evrópusambandsins þrátt fyrir smæð sína. Af hverju? Af því að þeir hafa verið með og virkir í Evrópusambandinu frá upphafi. Misstu þeir fullveldið við það. Nei svo var ekki.
Hvað með okkar stoltu frændþjóð Íra. Hafa þeir verið áhrifalaus útkjálki í Evrópusambandinu. Ég hygg að fáir Írar mundu samþykkja að svo hafi verið. Voru það ekki þeir sem stöðvuðu samþykkt Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Litli "áhrifalausi" útkjálkinn sem var búin að missa fullveldi sitt samkvæmt kokkabókum Evrópuandstæðinga.
Þessi heimsýn Styrmis Gunnarssonar stenst ekki rökræna skoðun. Hitt er annað mál að það kann að henta okkur af ýmsum öðrum ástæðum að standa utan Evrópusambandsins en áhrifalausari verðum við ekki innan þess en við erum og verðum utan þess.
Ísland áhrifalaus útkjálki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 96
- Sl. sólarhring: 907
- Sl. viku: 3377
- Frá upphafi: 2448344
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 3147
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
1. Getur þú nefnt tíu dæmi um mál þar sem Lúxemborg hefur haft afgerandi áhrif innan ESB og forvera þess?
2. Eru Írar búnir að stöðva Lissabon-sáttmálann? Hvenær var ákveðið að blása af atkvæðagreiðslu númer tvö?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:25
Mjög mjög athyglisvert hvernig Jón Magnússon FORMAÐUR ÞINGFLOKKS FRJÁLSLYNDRA talar um Evrópumál. Hvað segja aðrir
Frjálsindir við svona viðhorfum þingflokksformannsins? Samrýmast
þau stefnu flokksins í Evrópumálum?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.12.2008 kl. 17:40
ESB stjórnin kemur sínu í gegn á einn eða annan hátt. Það verður hlegið að Íslendingum sem þykjast ætla að leggja eitthvað til málana um leið og opnað verður fyrir aðrar þjóðir á veiðar úr fiskistofnum okkar.
Jón Magnússyni hefur greinilega alveg yfirsést að meðan við stöndum utan við ESB ráðum við í það minnsta yfir okkur sjálf og höfum fullkomin völd yfir okkar auðlindum. Hvaða auðlindir opnast okkur í ESB?? Einhver skitin Evra sem evrópski seðlabankinn stýrir algerlega eftir höfði stórríkjanna. Það skiptir engu máli hvort það sé kreppa á íslandi hvernig evrunni er stýrt.
Jóhann (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:49
Gott hjá þér Jón, mér lízt vel á þig. Þú ert alltaf að koma meira og meira út úr skápnum sem harður Evrópusambandssinni. Hvenær muntu hafa þor til þess að stíga skrefið til fulls og hætta að þykjast bara vera að skoða málin?
Stofnanir Evrópusambandsins hafa gríðarleg völd yfir málefnum aðildarríkja sambandsins. Þessar stofnanir eru flestar lögum samkvæmt sjálfstæðar gagnvart aðildarríkjunum. Ef aðildarríkin væru í reynd fullvalda gefur auga leið að þessar stofnanir væru í reynd valdalausar. Það eru þær þó svo sannarlega ekki. Síðan má færa gild rök fyrir því að aðildarríkin séu sum hver enn minna fullvalda en önnur, því fámennari sem ríkin eru því minna fullvalda séu þau enda er það grunnreglan innan Evrópusambandsins að vægi hvers aðildarríkis innan stofnana sambandsins, og þar með allir möguleikar þess á áhrifum, eru fyrst og síðast miðaðir við það hversu fjölmennt það er. M.ö.o. má færa gild rök fyrir því að ef Ísland yrði einhvern tímann innlimað í Evrópusambandið yrði ekkert aðildarríki eins ófullvalda nema þá helzt Malta.
Hjörtur J. Guðmundsson, 26.12.2008 kl. 18:01
Hvað varð um fleygu orð Jóns ekki fyrir löngu? ,,Ísland fyrir Íslendinga.''
Hvar stendur Jón þegar kemur að kvótabraskkerfinu?
Hvar sterndur Jón þegar kemur að ástandinu á Íslandi?
Kæru kjósendur hafið augun opin!
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:19
Frjálslyndiflokkurinn setur sig gegn aðild að Evrópusambandinu.
Athyglisvert að sjá að Jón Magnússon hefur ákveðið að fara gegn stefnu flokksins og tala með ESB, nú þegar flokkurinn mælist varla í skoðannakönnunum.
Á að ganga af flokkinum dauðum... eða hvað er í gangi þarna?
Einar Einarsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:38
Sæll Einar
Þarna hittir þú naglan á höfuðið
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:49
ótrúlegt hvað ESB anstæðingar eru orðnir áberandi á blogginu. Sjálfum finnst mér þetta prýðileg hugleiðing hjá þér Jón. Andstæðingar ESB telja sig vera að vernda eitthvað, en það sem þeir telja sig vera að vernda stenst bara ekki nánari skoðun.
Einar Solheim, 26.12.2008 kl. 22:16
Velkominn á fætur Jón
Jón Snæbjörnsson, 26.12.2008 kl. 22:58
Innan ESB er aldrei gengið gegn grundvallarhagmunum aðildarríkja og sagan sýnir að litlu ríkin hafa mikil áhrif á þá málaflokka sem þau einbeita sér að. Í okkar tilviki væru það sjávarútvegsmál og örfá önnur mál.
ESB aðild eykur fullveldi Íslands.
Punktur og basta.
E
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.12.2008 kl. 23:14
Auðvitað erum við áhrifalaus útkjálki eins og aldrei fyrr... er ekki allur heimurinn hlæjandi að okkur í dag, ísland sem ætlaði að gleypa allan heiminn fyrir skemmstu, íslandi sem dreymdi um að vera í öryggisráðinu, að ota sínum total á sem flesta staði þó svo að við séum bara eins og sveitaþorp á erlendan mælikvarða.
Það má alveg horfa á þetta sem dæmi um að fullveldi henti okkur einfaldlega ekki :)
Disclaimer: Ég sagði ekkert um hvort við ættum að sameinast eða vera í baráttu um persónuleg yfirráðasvæði ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:50
Sæll Jón. Sýn Styrmis á heimsmálin og stöðu Íslands hefur að mínu mati alltaf verið dálítið á skjön við lífið í landinu... svona svipuð og Björns Bjarnasonar fyrrverandi samherja hans á Mogganum sem vann sér það helst til frægðar að leggja “fröken Rússagrýlu” helst til oft í einelti er hann starfaði þar. Ég get sagt fyrir mína parta að hið svokallaða fullveldi er gróflega ofmetið hugtak og í meiralagi vafasamt að vera að tönglast á því líkt og andstæðingar ESB aðildar gera. Þér að segja geri ég í raun sáralítið með það hugtak - ef þá nokkuð.
Allavega gæti mér ekki verið meira sama en þó við rækjum enga sérstaka utanríkispólitík. Það var hið minnsta dálítið snúið á sínum tíma fyrir lítinn strák norðan á Akureyri að átta sig á utanríkisstefnu þjóðarinnar. Allavega þeirri sem rekin var á síðum Morgunblaðsins á Kaldastríðsárunum þegar hann upp við hliðina á ÚA sem frysti á Rússamarkað og Sambandsverksmiðjunum sálugu. Maður man vel eftir því hversu mikið var í húfi þegar verið var að ganga frá árlegum viðskiptasamningum við Rússa. Þessir samningar snertu afkomu hvers heimilis í bænum.Við höfðum Heklu, Gefjun og Iðunn sem algerlega voru uppá þessi viðskipti komin auk Sjafnar sem blandaði rauða málninguna, Flóru og Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar sem sauð gaffalbita og rækju á Rússland í skiptum fyrir olíu úr Svartahafinu.
Því má alveg orða það svo að Rússar hafi verið langstærstu vinnuveitendurnir á Akureyri á löngu árabili auk þess að hafa útvegað olíuna á fíringuna. Því hljómaði hið minnsta utanríkisstefna MBL dálítið einkennilega á þá sem áttu allt sitt undir þessum viðskiptum - við Sovétríkin sálugu sem að sögn Morgunblaðsins var óvinur þjóðarinnar númer eitt.
Síðan þá hefur mér alltaf fundist ég ekki þurfa á ráðum manna að halda sem sjá heiminn út í gegnum “tvöfalt” glerið í Valhöll.
Atli Hermannsson., 27.12.2008 kl. 00:12
Sæll Jón.
Ég er alveg sammála Styrmi varðandi það atriði að Ísland verði áhrifalaus útkjálki ef til Evrópusambandsaðildar kemur.
Varðandi það atriði að Ísland sé áhrifalaus útkjálki, þá er ég einfaldlega ósammála í því efni, en hins vegar fer það vissulega eftir því hvaða ráð og dáð, menn hafa í farteskinu við stjórnvölinn.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2008 kl. 00:20
Meiriháttar gott innlegg frá Guðrúnu í Frjálslyndaflokknum sem alltaf
er sönn við sín þjóðlegu viðhorf. En hvað með ykkur alla hina úr
Frjálslyndaflokknum? Hvað t.d með Sigurjón Þórðarson, Magnús Þór
Hafsteinsson, já og Viðari Helga formanni ungra Frjálslyndra? Hvað
segið þið um þessi ESB-viðhorf þingflokksformanns ykkar? Sammála
honum? Er þetta ekki einmitt ástæða um lítið fylgi Frjálslyndra?
Misvisandi skilaboð og ótrúverðugleiki! Sem sýnir VIRKILEGA þörfina
á nýjum borgaralegum flokki á ÞJÐÓÐLEGUM GRUNNI!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 01:10
Vek svo athygli á að Jón Magnússon þingsformaður Frjálslyndra þýkir
sérsök ástæða og þá ánægja að flagga ESB-fánanum við gerð
þessa bloggs. Sem sýnir 100% hvet hjarta þingformanns Frjálslyndra
slær!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 02:05
Ísland er og verður alltaf útkjálki hvort það er innan eða utan ESB og hvað er af því. Hefur bæði kosti og galla. Aðild að ESB snýst um peninga hjá öllum sem ganga þar inn eða ætla að ganga þar inn. Held að við ættum að byrja að taka til hér á landi áður enn við förum að hugsa um ESB. Nú þegar viðurkennt er að eftirlit með fjármálageiranum, í þeirri alþjóða markaðsvæðingu sem skollið hefur yfir heiminn, er óframkæmanlegt. Hlýtur að vera ástæða til að staldra við og sjá hverju framvindur í efnahagsmálum.
itg (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 03:32
Þorvaldur Gylfason telur það nú vera grafalvarlegt vandamál hvernig íslensk stjórnvöld hunsa og sýna þeim aðilum sem starfa hjá IMF hroka og ógestrisni, að menn hafa aldrei séð annað eins. Oflæti og hroki er það sem hefur komið þjóðinni á kjölinn svo ef menn vilja ekki fara inn í ESB, ég get ekki séð að kvótinn sé neitt verr settur þar en í höndum kvótakóngana, það myndi að minnsta kosti lækka hér matarverð og annað ?
Það sem er mun alvarlegra mál og er eitthvað sem að fólk ætti verulega að fara að hugsa út í er að ef ráðamenn hér á landi er þegar farnir í slag við IMF og þá félaga sem staddir eru hér á landi!
Það er meir en illa statt fyrir íslensku þjóðinni sem getur hæglega tapað öllum sínum auðlindum, ekki bara kvótanum, heldur öllum auðlindum sínum og sjálfstæði í hendurnar á sjóðnum, ef þessir ráðamenn okkar fá nokkra mánuði í viðbót til að fela slóðina á eftir sér, hafa menn eitthvað hugsað út í það?
Það er því sjálfsagt að taka ógnir danska IMF mannsins alvarlega sem sagði okkur að við hefðum aðeins 6 mánuði til að leita uppi miljarðaþýfið sem skotið hefur verið undan í skattaparadísum á Jómfrúeyjum, miljarðaþýfi í sk. skattaparadísum en þar leynist mikið fé úr innherjasvikum, skattsvikum sem styðjast öll við tilvist leyndrar fjársýslu í spilltum fríríkjum
Guðrún (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 10:36
Viðar. En er það ekki grafalvarlegt þegar sjálfur þingflokksformaðurinn
fer svona algjörlega á skjön við grundvallarstefnu flokksins í stærsta
pólitíska hitamáli lýðveldisins? Þetta gerðist í Framsókn að þingmenn og jafnvel forystumenn fóru að tala þvert á opinbera stefnu flokksins í Evrópumálum. Og afleðingin. Flokksleg sundrung enda fylgið við þann flokk algjörlega hrunið í dag. Allan trúverðugleika skortir og
ímynd flokksins stórskemmd. Er það ekki sama sem er að gerast hjá
Frjálslyndum? Alla vega eitthvað míkið að skv. skopanakönnunum.
Er það því ekki eina von okkar Viðar að í náinni framtíð komi fram
heilsteyptur þjóðlegasinnaður og borgaralegur flokkur sem við
þessir þjóðlega sinnuðu getum 100% treyst í því að standa vörð um
sjálfstæði Íslands, þjóðmenningu og tungu, og allar okkar íslenzku
auðlindir. Flokkur sem væri óhræddur að ráðast gegn hverskyns
spillingu eins og þeirri sem rústað hefur íslenzkum efnahag í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 11:59
Jón Magnússon:
Algjörlega sammála þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.12.2008 kl. 13:05
Það eru 27 ríki núna aðilar að Evrópusambandinu. Rómarsáttmálinn er og hefur verið ígildi stjórnarskrá ESB allt frá stofnun sambandsins. Nú er unnið leynt og ljóst í Brussel að koma á nýrri stjórnarskrá þar sem vægi ríkja í atkvæðagreiðlum fer eftir fjölda íbúa í hverju ESB-landi í stað þess eins og það var að hvert ríki hafði neitunarvald eins og frægt var þegar danir höfnuðu Maastrich-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðlu 1992.
Þessi úrslit í Danmörku setti allt ESB samstarfið í uppnám vegna ákvæða í Rómarsáttmálanum þar kemur fram að ESB reglurnar skulli yfir alla ganga á jafnréttisgrundvelli þó með þeirri undantekningu að hægt er að fá undanþágu tímabundið meðan ný þjóð er að ná áttum að hún hafi ekki það vald sem hún hafði. Skotar fengu undanþágu fyrir sjávarútveginn sinn í 15 ár á sínum tíma sá tími er nú úti og þeir eru ekki hressir með stöðu mála í dag. Skotarnir hafa ekki meiri rétt en Spánverjar sem dæmi að veiða fisk í fyrrverandi fiskveiðalögsögu Skotlands frekar en þeirr.
Það að tala um aðilarviðræður er blekking ein því reglurnar eru klárar hjá Evrópusambandinu hvað er í boði fyrir þær þjóðir sem hafa áhuga á að gerast aðilar að ESB. Ísland getur hafið viðræður við ESB um það hvort við afsölum okkur fiskimiðunum eftir 5 ár,10ár eða 15 ár sem dæmi. Það er ekki hægt að semja um aðra reglu fyrir Ísland sem ekki eru í gildi hjá ESB-löndunum til framtíðar það er stóra málið!!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:12
Vil bara að það komi fram, að ekkert, zero, viðvíkjandi esb segir að aðildarlönd eigi að afsala sér fiskimiðum sínum. Ekkert.
Mætti halda að það væri ekki í lagi með fólk eða það væri gjörsamlega ófært um að afla sér einföldustu upplýsinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 13:23
Það kemur mér iðulega á óvart hvað athugasemdir við bloggfærslu eru oft gjörsamlega úr eðlilegu samhengi við þá bloggfærslu sem um er að ræða. Slíka furðuumræðu má sjá víða í athugasemdum að ofan. Ég elti ekki ólar við slíka ómálefnalega umræðu finnst hún lítt til sóma þeim sem hana ástunda.
Bloggfærslan mín var hugleiðing um það hvort frekari líkur væru á því að Ísland yrði útkjálki utan Evrópusambandsins eða innan. Það hefur ekkert með vilja til að ganga í Evrópusambandið að gera.
Að loknum þeim hugleiðingum þá bendi ég einfaldlega á það að það kunni að henta okkur af ýmsum ástæðum að standa utan Evrópusambandsins.
Þetta eru efnisatriðin.
Athugasemdir þeirra Guðmundar Jónasar Kristjánssonar og Hjartar Guðmundssonar og Baldvins Nielsen eru gjörsamlega úr öllu eðlilegu samhengi við bloggfærslu mína. Það er annars merkilegt hvað ákveðnir andstæðingar Frjálslynda flokksins eins og þeir Guðmundur, Hjörtur og Baldvin skuli telja sig hafa bestu þekkingu af því hvað sé til fylgisaukningar þeim flokki. Af hverju fóru þeir Hjörtur og Baldvin úr Frjálslynda flokknum? Það var áður en ég kom í flokkinn einhverjar ástæður hafa þeir haft fyrir brotthvarfi sínu.
Mín stefna í Evrópumálum hefur alltaf verið ljós. Frá því að EES samningurinn var gerður sem ég taldi á sínum tíma og tel vera að mörgu leyti gallaðan þá hef ég haldið því fram að við ættum að láta reyna á hvaða kostir væru í boði og ákveða á þeim grundvelli hvort það hentar okkur að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Ég er enn sömu skoðunnar og er hvorki tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við inngöngu í Evrópusambandið né andstöðu fyrr en kostir og gallar liggja fyrir.
Þið verðið að fyrirgefa sem skipið trúarbragðahópinn gegn Evrópusambandsaðild, hvað svo sem er í boði að mér finnst þessi afstaða mín vera í samræmi við brýna hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Af hverju má ekki skoða kosti og ókosti og leyfa lýðræðinu síðan að ráða, meirihlutavilja fólksins í landinu hvaða gera skuli.
Þið Evrópuandstæðingar treystið þið ekki fólkinu í landinu til að taka skynsamlega afstöðu í þessu máli í samræmi við hagsmuni íslensku þjóðarinnar í bráð og lengd?
Jón Magnússon, 27.12.2008 kl. 13:34
Sammála þér Jón!
Signý (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:46
Mér finnst óþolandi Viðar þegar menn taka heilu efnisbálkana og peista inn í athugasemdir
- þetta gera menn greinilega til þess eins að kæfa alla umræðu!
Signý (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:51
Jón. Við-ESB-andstæðingar teljum okkur vita NÁKVÆMLEGA út á hvað
Evrópusamnadið gengur. Höfum kynnt okkar allar stofnsamþykktir
þess til dagsins í dag, allt regluverkið, og hvaða SMÁVEGILEGAR og
TÍMABUNDNAR undanþágur ný aðildarríki hafa fengið. Í ljósi þess að
það yrði Ísland sem sækti um aðild að ESB en EKKI öfugt teljum við
okkur vita nákvæmlega sem MÁLI SKIPTIR hvað út úr slíkum viðræðum
koma. Bara það að við myndum ALDREI fá undanþágu um að banna
erlenda meirihlutaeign í íslenzkum útgerðum er nægilegt að ekki komi
til greina að sækja um aðild að ESB.
Að sækja um aðild að ESB til að vita út úr því kemur er ekkert annað
en blekking. Vilja ekki viðurkenna ESB-áhuga sinn. Maður sækir
ekki um hluti sem maður er alfarið á móti. Er það? Því er aðildarviðræðusinni eins og þú Jón EKKERT annað en sambandsinni.
Sá sem vill sækja um ESB-aðild, hvort sem viðkomandi er persóna
eða flokkur, er Evrópusinnaður í húð og ár. - Það er ekki flóknara
en það Jón! En þá skulu líka menn viðurkenna það og gangast við
því! - Það er virðingarvert og heiðarlegt Jón!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 14:05
Sæll Jón
Þessi umræða ykkar um ESB er örvænting vegna ástandsins í landinu sem er vegna verka og aðgerðarleysis margra íslenskra stjórnmálamanna eða allt síðan Jón Baldvin skrifaði undir EES samninginn í den. Eftir þann gjörning sagði sá snillingur Jón Baldvin ,,Við fengum allt fyrir ekkert.'' Ég óttast það þar sem EES samningurinn setti okkur á hausin árið 2008 þannig að tekið var eftir um víða veröld og takið eftir það á sama tíma og við trúðum því að við ættum möguleika að fá sæti í öryggisráðinu hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég óttast það að ef skrifað verður undir aðild Íslands að ESB munu andstæðingar samningsins segja,,Við fengum ekkert fyrir allt.'' og það sem vera er að þeir munu hafa rétt fyrir sér verði það niðurstaðan að Ísland gangi alla leið inn í Evrópusambandið.
Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:32
Það er með ólikindum hvernig stjórnmálamenn forðast að ræða raunverulega stöðu mála nú sem endranær. Innganga í ESB eða ekki er tæplega tímabær þegar haft er í huga að ESB stendur á tímamótum sem og nánast allar þjóðir veraldar. Allir eru að fá sinn Icesave reikning með einu eða öðru móti. Jón er virkilega ekki annað sem knýr dyra hjá okkur?. Nú er ég ekki neinn and ESB sinni en ekki get ég sagt að stefna og reglur ESB sé neitt óljós ( ekki hefur mér fundist þetta vera neitt leynifélag ). Förum í okkar mál og leysum þau og hættum þessari draumsýn um ímynduð áhrif okkar á veröldina og búum okkur huggulegt líf.
itg (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:42
Jón Magnússon:
Þú talar um að m.a. athugasemd mín sé algerlega úr samhengi við skrif þín á sama tíma og þú sakar mig um að telja mig vita hvað sé Frjálslynda flokknum fyrir beztu þegar kemur að fylgisaukningu. Má ég spyrja hvar nákvæmlega ég hélt því fram? Það er nefnilega skemmst frá því að segja að ég minntist ekki einu orði á Frjálslynda flokkinn eða fylgi hans. Margur heldur greinilega mig sig.
Kostir og gallar innlimunar Íslands í Evrópusambandið liggja þegar að langmestu leyti fyrir (eins og t.d. Össur Skarphéðinsson hefur ítrekað viðurkennt) og feiki nóg ef heft er fyrir því að kynna sér málið almennilega. Það hafa því miður sennilega fæstir gert. Á sama tíma kalla margir í þeim sama hópi eftir því að sótt verði um innlimun í sambandið til þess að fá fram þessa sömu kosti og galla. Slíkur málflutningur er einfaldlega í hæsta máta ótrúverðugur. Svo eru það hinir, Evrópusambandssinnarnir, sem hafa kynnt sér málin, eru vel meðvitaðir um kostir og galla innlimunar að langmestu leyti og vilja samt inn en skáka í því skjóli að þeir viti ekkert nema sótt verði um innlimun fyrst. Sá málflutningur er ekki aðeins ótrúverðugur heldur beinlínis fyrirlitlegur.
Ég sagði annars skilið við Frjálslynda flokkinn á sínum tíma fyrst og fremst vegna þess að mér þótti lítill munur á honum og Samfylkingunni þegar á reyndi. Mér þótti hann þannig halla talsvert mun meira til vinstri en nokkurn tímann til hægri. Þetta er sízt eitthvert leyndarmál enda kunngerði ég bæði Magnúsi Þór og Margréti Sverrisdóttur þessar ástæður mínar áður og eftir að ég yfirgaf flokkinn.
Í dag er ég því vissulega andstæðingur Frjálslynda flokksins að því leyti að ég er meðlimur í öðrum stjórnmálaflokki. En í þessu tiltekna máli er ég samherji flokksins sé miðað við stefnu hans gagnvart því. Ég er a.m.k. nær því en þú.
Hjörtur J. Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 14:46
Þess utan vil ég taka undir með itg hér að ofan. Kreppan er rétt að byrja hjá Evrópusambandinu og enginn veit hvernig hún mun leika sambandið. Margir hafa sett fram dökka spá í þeim efnum, sumir jafnvel spáð því að evrusvæðið muni koma sérstaklega illa út úr því, hugsanlega muni kvarnast úr því eða það jafnvel liðast í sundur.
Jafnvel í tilfelli þeirra sem vilja svo gjarnan í Evrópusambandið vegna þess að þeir ímynda sér að þar fáist eitthvað skjól (sem kostar sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, lýðræði hennar og yfirráðin yfir auðlindum hennar) ætti skynsemin að segja að rétt sé að hinkra a.m.k. og sjá hvernig hlutirnir muni þróast næstu tvö árin eða jafnvel bara næstu mánuðina.
Sú staða gæti hæglega verið komin upp þá að hið ímyndaða skjól (sem í raun er ekkert skjól þegar á reynir eins og aðildarríki Evrópusambandsins hafa verið að reka sig á að undanförnu og muna að öllum líkindum reka sig á í auknum mæli á næstu mánuðum) verður ekki ekki svipur hjá sjón innan ekki ekki svo langs tíma og jafnvel hreinlega ekki til staðar lengur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 14:55
"Slíka furðuumræðu má sjá víða í athugasemdum að ofan. Ég elti ekki ólar við slíka ómálefnalega umræðu finnst hún lítt til sóma þeim sem hana ástunda."
Jón þetta gengur ekki. Olli Rehn er búinn að segja margoft að ekki sé um neinar varanlegar undanþágur að ræða. Stjórn fiskveiða yrði undir stjórn Evrópusambandsins.
Ég vil sjá alflaheimildir bundnar við byggðirnar. En nú eru menn hér sem eru tilbúnir að gefast upp í þeirri barráttu og láta þau mál úr landi. Hvurslags verkefnefnastjórnun og forgangsröðun er það?
Væri ekki nær að hysja upp um sig buxurnar og koma okkar málum í lag og gera það sjálfir?
Varðandi orð Atla Hermannssonar hér að ofan;
"Ég get sagt fyrir mína parta að hið svokallaða fullveldi er gróflega ofmetið hugtak og í meiralagi vafasamt að vera að tönglast á því líkt og andstæðingar ESB aðildar gera. Þér að segja geri ég í raun sáralítið með það hugtak - ef þá nokkuð."
Þá þykir mér þetta einfaldlega ákaflega ljótur talsmáti sem hefur verið að færast í vöxt. Við svona hugsun og tali verður að sporna eins og hægt er.
Ég held að Íslendingar séu of góðu vanir hafandi búið í sjálfstæðu ríki í yfir 60 ár. Vissulega hafa ýmis önnur ríki hér ítök með eignarhaldi og atvinnurekstri en það er eðlilegt. Ekkert ríki er laust við slíkt þótt það sé reyndar mín skoðun að ítök erlendra aðila séu orðin allt of mikil hér.
Þá breytir það ekki því að stjórnarskráin er okkar og við setjum sjálf lög þessa lands. Hér starfar enginn sem við viljum ekki.
Samningsferlið við ESB mun kosta okkur tugi milljarða og nú var sem dæmi verið að leggja niður einu barna og unglinga geðlæknisstöðuna á Norðurlandi í niðurskurði.
Þegar að beðið er um skýringar þá er vísað í þar til skipaða aðila innan úr alþingi. Ekki þykir ástæða til þess að svara frekar. Mun Evrópusambandsaðild laga þessi vinnubrögð? nei.
Mun Evrópusambandið gera þá kröfu til Íslendinga að hér verði sett upp almennileg skattalöggjöf? nei.
Mun Evrópusambandið gera þá kröfu til Íslendinga að hér verði komið á öflugu fjármálaeftirliti? nei.
Þetta er því allt saman yfirklór alþingismanna sem eru að reyna að halda sig þeim megin í lauginni sem þeir halda að atkvæðin synda.
sandkassi (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:56
Fyrirkomulag þessara blessuðu fiskveiða svona þegar Ísland verður loksins kimið inní ESB (það mun líklega gerast fljótlega eftir að Albanía verður komið inn. Íslenski stíllinn, húka alltaf aftast á merinni og helst hanga í taglinu)
"Ákvörðun um heildarafla á Íslandsmiðum yrði tekin í ráðherraráðinu þar sem byggt yrði á ráðleggingum fremstu vísindamanna.
Engin ástæða er til að ætla að önnur sjónarmið en Íslendinga yrðu ráðandi við þá ákvarðanatöku þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni.
Eftir sem áður myndi sjávarútvegsráðherra Íslands móta tillögur um hámarksafla á Íslandsmiðum. Formleg ákvörðun færi síðan fram á vettvangi ráðherraráðsins.
Íslendingar gætu svo úthlutað aflanum eftir því kerfi sem þeim hugnaðist best og sett strangari reglur en ESB um veiðar og þannig haldið í raun uppi íslenskri fiskveiðistefnu innan fiskveiðistefnu ESB.
Þetta er sá veruleiki sem blasir við án þess að nokkuð yrði sérstaklega að gert til að formfesta sérhagsmuni Íslands í aðildarsamningi.
http://www.evropa.jonastryggvi.com/2006/11/24/hvalreki-e%C3%B0a-skipbrot/
Við þurfum enga undanþágu ! Feis it Neiarar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 15:18
Ómar Bjarki:
Úlfar Hauksson er fyrrum formaður Evrópusamtakanna og gallharður Evrópusambandssinni. Er hann heimild þín? Úlfar er ekki hlutlaus í þessum efnum frekar en ég eða þú.
Heldur þú að ráðherraráð Evrópusambandsins sé einhver stimpilpúði fyrir íslenzkar ákvarðanir? Og hvaða tryggingu hefðum við fyrir því að tekið yrði tillit til okkar sjónarmiða eða jafnvel farið algerlega eftir þeim eins og þú talar um? Enga, alls enga. Enda engar líkur á að það yrði gert.
Yfirráðin yfir auðlindinni í kringum Ísland færu einfaldlega til stofnana Evrópusambandsins yrði af innlimun Íslands í sambandið. Um það er ekki deilt. Um Svo hef ég margoft bent þér á að reglan um hlutfallslega stöðugleika (sem tryggja á að sögn Evrópusambandssinna að við fáum allan kvótann á Íslandsmiðum) er aðeins hugsuð til bráðabirgða og er hægt að breyta á einfaldan hátt í ráðherraráðinu án þátttöku okkar Íslendinga þó við værum í Evrópusambandinu. Og ég hef líka bent þér á að samkvæmt Grænbók framkvæmdastjórnar sambandsins er allt opið á að afnema þessa reglu þegar aðstæður verða réttar.
Þessu hefur þú ekki getað svarað sem von er.
Hjörtur J. Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 15:37
Smellið ykkur bara í Íslenska Þjóðarflokkinn elskurnar enginn að rífast þar enda flokkamellum hennt út!
En Mogginn hennti út bloggsíðunni okkar eftir einungis 3. klukkutíma :) enda ekki allir sem mega tjá sig þar!
Við ætlum ekki að borga alþjóðagjaldeyrissjóðnum!
og Við ætlum ekki að fara í EU!
Við sendum útlendinga heim í stað þess að þeir sendi peningana heim!
Við tækjum yfir kirkjur landsins fyrir flokksfundi og til að dansa vikivaka, munið heiðnu hofunum var stolið af útlendu afli (kristni) til að stjórna lýðnum.
Verum sjálfstæð og sjálfbær :)
SS
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 15:38
Fullveldi er hugtak sem ávallt hefur verið mistúlkað. Þú verður jú að búa með nágrönnum þínum. En á sama máta verður þú að kunna þér forráð á öllum sviðum lífsins. Við verðum að horfast í augu við það að fjármálakerfi heimsins er hrunið og við riðum sem hetjur um héruð og tókum lán langt umfram eðlilega greiðslugetu okkar. Það er ekkert sem lagar okkar aðstæður nema ráðdeild og hugkvæmni við núverandi aðstæður. Við leysum engin mál með snarlausnum sem velta okkar skuldum á aðra. Það eru engvir sem eiga neitt aflögu. Snúum okkur að lausnum núverandi stundar og eftirlátum framtíðina framtíðinni. USA/ESB eru í sömu stöðu.
itg (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 16:26
Jón Magnússon kemur mér sífellt á óvart. Ég er bara með þetta einfalt. Ég vissi ekki að hann væri með svona tegund af þankagangi.
Las Stjórnarskránna mörgum sinnum, enda ekki mikil lesning. Er það leyfilegt samkv. Stjórnarskrá Íslands að láta völd Íslands í hendur útlendinga? Svar: Nei!
Samkv. Stjórnarskránni eru ALLIR landráðamenn sem reyna bara að koma Íslandi inn í ESB, ALLIR! Púnktur.
Seljiði landið til Japana eða eitthvað! Ábyggilega miklu betri kjör enn hjá ESB. Þeir gerðu flott tilboð í Færeyjar á sínum tíma, enn því var hafnað.
Danir borguðu bankahrunið þeirra og Japanir ætluðu bara að koma á góðum viðskiptum með fisk. Og borga fyrir hann fullu verði.
Inn með alla á næsta hæli sem vilja aðild að ESB. Þannig er hægt að sortera vitleysingana úr þessu þjóðfélagi...
Tek undir með Sigríði Bryndísi. Hallgrímskirkja yrði æðislegt spilavíti, bara fyrir útlendinga! Þjóðkirkjan fengi ekki krónu, yrði að sjá um sig sjálf. Og margt fleira sem hægt er að gera...
Ef Jón Magnússon væri skipstjóri á "þjóðarskútunni" myndi hann byrja á því að hífa ballestina í skútunni upp í mastur! Hann talar þannig alla vega...meira bullið þetta ESB kjaftæði...
Óskar Arnórsson, 27.12.2008 kl. 16:30
Aldrei fæ ég fullþakkað Halldóri Laxness að koma okkur Bjarti í Sumarhúsum inn í merkilega bók. Íslenska þjóðin er búin að skopast lengi að okkur félögunum en nú loks erum við farnir að sjá merki þess að þjóðin er að snúast til liðs við okkur í nokkuð áberandi fjöldahreyfingu. Við Bjartur höfum lengi verið sammála um það að auðlegð Íslands er fólgin í fólkinu sem lifði af harðindaskeið, drepsóttir og náttúruhamfarir. Og við erum sammála um að þær kynslóðir sum uxu upp af því fólki eigi rétt á að njóta auðlegða landsins sem fóstraði þetta fólk. Að þetta gjöfula land sé sjóðurinn sem geri byggjendum þess kleift að verða gefandi en ekki þiggjandi meðal þjóða. Og við Bjartur erum sammála um að láta ekki plata okkur til afhenda þetta land einhverju óljósu þjóðabandalagi og nýta síðan auðævi þess í stöðu einhverra samninga á hverjum tíma. Við erum enn þeirrar skoðunar við Bjartur að maður sem ekki er sjálfs sín í öllu tilliti sé eins og hundlaus maður og lengra kunnum við ekki að ganga í sneypunni. Ég er í hópi þeirra sem telja að Frjálslyndi flokkurinn sé nú að syngja sinn svanasöng þrátt fyrir að þar sé margt góðra manna og kvenna. Ég vona að við Jón Magnússon getum verið góðir vinir um ókomna tíð þó öll heimsins höf og þar með himinn skilji okkur að í afstöðunni til inngöngu í ESB. Ég er nefnilega hatramur andstæðingur þess að ganga einhverja samningaleið um nýtingu auðlinda okkar. Við eigum auðvitað versta óvininn heima fyrir og sá óvinur nefnist Sjálfstæðisflokkur. Takist okkur að ýta honum út í yztu svarthol og byggja upp nýjan flokk ósýktan af kennisetningum græðgi og ójöfnuðar þá byggjum við nýtt samfélag þar sem við ræktum manngildi í sátt við auðlindir okkar og umhverfi. Og þá verðum við öfundsverð þjóð í auðugu og fögru landi.
Áfram með nýtt Ísland, Viðar Helgi Guðjohnsen!
Árni Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 16:41
ESB er ekkert vitlaus hugmynd. Enda ekki ný af nálinni. Spurningin er bara sú hvernig þjóðfélag viltu búa í?. Viltu hafa þokkalegt rými til framkvæmda og á sama tíma taka ábyrgð á gjörðum þínum eða viltu vera í umvefjandi bómull reglugerðar hvorum megin atlandsála sem það er. Og á endanum þurfa að borga hvort sem er?. Hverig væri að við Íslendingar tækjum á okkur okkar mistök ( sem eru jú síst meiri en annarra þjóða í nú verndai ástandi ) og tækujum á okkur rögg og leystum okkar mál. Við höfum meðvind hvar sem er, enda höfum við ekki gert neinum neitt miðað við aðra,. Allt sem þarf er röggsemi.
itg (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 16:46
Hjörtur, heldurðu kannski að Úlfar sé að skálda þetta upp ? Það sem hann segir vita allir sem kynna sér sjávarútvegsstefnu ESB. Það er ekki eins og þetta sé leyndarmál. Þetta er almenn vitneskja út í Evrópu !
Málið er bara að Ísl. almenningur hefur verið blekktur. "Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB" hefur verið notuð sem svipa á íslenskan almenning af meir að segja háttvirtum stjórnmálamönnum ! Sumir hafa greinilega alveg kokgleypt áróðurinn og vilja einfaldlega ekki feisa það að þeir voru blekktir.
Dæmi: Sjáðu blekkinguna í eftirfarandi sem er eiginlega umræðan undanfarin ár í hnotskurn. Hún náði ekkert lengra:
"Fyrr eða síðar yrði íslensk fiskveiðistjórnun að heyra undir sameiginleg sjávarútvegsmál ESB. Þessir ráðamenn hafa þó flestir viljað að Ísland gerðist aðili að sambandinu, og því síst verið að mála myndina of dökkum litum. Gætum vel að þessu grundvallaratriði og höldum ekki misskilningnum að fólki. Evrópusambandið er ekki mötuneyti með mörgum matseðlum. Það er bara einn matseðill fyrir alla, en menn geta fengið nokkurn frest til að kyngja því þeim þykir ólystugast." (Ræða Davíðs Forsætisráðherra 2000)
Sjáu nú blekkinguna í þessu. Eins og þetta er sett fram er hann nánast að ljúga.
Hann sleppir nefnilega aðalatriðinu. Sjávarútvegsstefna ESB breytir nánast engu fyrir Ísland jafnvel þó engar undanþágur eða sérákvæði væru í gangi. Smá formbreyting. Allt og sumt. Öll ósköpin.
Með Grænbókina, þá ertu líka rammvilltur þar. Það sem hún segir er, að ef hægt er að finna upp annað fyirkomulag sem tryggir á sama hátt þau atriði sem núverandi kerfi gerir - þá sé í sjálfu sér ekki hægt að útiloka það. Og það er viturleg afstaða náttúrulega.
Og jú, að breyta núverandi kerfi er stórmál vegna nefnilega þeirra atriða sem núverandi kerfi tryggir.
Því miður ertu á mjög miklum villigötum í málflutningi þínum og sýnist mér að vilji þinn til halda áfram á þeim götum sé mjög einbeittur. Mér sýnist það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 17:38
Ómar, er ekki kominn tími fyrir þig að átta þig á því hvað ESB er raunverulega?. Lestu grænubók og bleiku bók og hvítu bók. Það er ekkert sem tryggir eitt né neitt. hvorki utan né innann ESB. Við erum öll háð hvort öðru hér á jörð. Bara spurning um hvort við undirgöngust að borga brúsan fyrir aðra og aðrir fyrir okkur. Semsagt hver er akkurinn fyrir okkur í hverju máli fyrir sig. Þetta er þegar upp er staðið alda gömul spurning. Þú vilt alsnægtir lífsins en vilt tyggingu fyrir tilveru þinni og engin getur hana veitt....
itg (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 18:02
Það eru svik við kjósendur Frjálslyndaflokksins sem kusu flokkinn m.a vegna afstöðu FF við ESB að skipta um skoðun á miðju tímabili.
Og hver sem meiningin var með þessari færslu að þá hefurðu skrifað færslur um ágæti ESB og mætt í útvarpsþætti og dásamað ESB. Hélt að þetta hefði verið Jón Baldvin í útvarpinu, en það var víst þú.
Kristinn H. Gunnarsson var hrakinn úr þingflokksformannsstólnum vegna þess að hann m.a talaði gegn stefnu flokksins. Þú tókst við og nú ert þú að gera nákvæmlega það sama.
Er þetta eitthvað sem fylgir þessu embætti ... eða hvað er málið eiginlega!
ThoR-E, 27.12.2008 kl. 21:34
svona í hnotskurn. Innan ESB erum við ennþá áhrifalaus á málefni ESB og heiminn í heild en við inngöngu missum við í raun sjálfræði í eiginmálum.
Við erum smáþjóð og þurfum að gæta okkar. Við verðum að halda okkur frá stórþjóðunum og stórveldunum því í gegnum söguna þá hafa stórveldi sem ná undirtökunum yfir smáþjóðum, alltaf gleypt þær inn í sig.
inn í ESB munum við verða gleypt með úð og hári.
í gegnum aldirnar hafa stórveldi Evrópu, sem eru í raun örsnauð af hráefnum og auðlindum, alltaf leitað að eftir þeim annað. með okkar 2 milljónir tonna af fiskmeti, gríðarlegar orku auðlindir og möguleika á olíu og gasi, alla vega orðið miðsvæðið í allri orku og skipafluttningum á norðuhveli jarðar.
við erum nýlenda í augum evrópu. við erum nýlenda 21. aldarinnar sem evrópa vill mergsjúga.
Fannar frá Rifi, 27.12.2008 kl. 23:33
Ég vil þakka þér fyrir skemmtilega færslu Árni. Þú kemur hlutunum alltaf bráðskemmtilega frá þér. Ég vona eins og þú að við getum notið þess að vera vinir þó okkur greini á um eitthvað. Þannig er það raunar í lífinu að í flestum tilvikum lenda þess vegna vinir og samstarfsfólk í því oftar en einu sinni að vera ósammála um eitthvað. Ég hef litið þannig á að nauðsyn væri til að brjótast út úr stirðnaðri umræðu um Evrópusambandið og fá það á hreint hvaða kostir eru í stöðunni. Þegar það liggur fyrir þá getum við tekið afstöðu til þess hvort við viljum ganga í sambandið eða ekki.
Það er hins vegar argasta bull sem kemur fram í einni athugasemdinni að þeir sem vilji kanna hvað sé í boði séu stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar. Þannig er það ekki með mig. Þó ég voni innilega að samstarf Evrópuríkjanna gangi sem best þá eru það fyrst og fremst mat á hagsmunum íslensku þjóðarinnar sem koma til skoðunar um það hvort við getum átt samleið eða ekki.
Jón Magnússon, 28.12.2008 kl. 01:04
"hvaða kostir eru í stöðunni" þú ættir að vita það og ef þú veist það ekki ættiru að kynna þér það hið snarasta (sérstaklega í ljósi þess að þú ert fulltrúi á almennings á Alþingi) hvernig ESB og samningar við ESB virka.
það er bara eitt boð og tvennir möguleikar. standa í lappirnar sjálf eða ganga ESB á hönd með húð og hári. þetta er ekki eitthvað margrétta hlaðborð þar sem þú velur þér hvað þú vilt og getur skilið vonda bitana eftir. Við fáum ekkert sem við vitum ekki í dag í aðildarviðræðum. ef þú heldur öðru fram þá veistu ekki betur og hefur ekki kynnt þér málið eða að þú ert beint að ljúga að þeim sem lesa og hlusta á þig.
þetta er ríkja bandalag. öll ríki þurfa að gangast undir stofnsáttmála og lög sambandsins. við munum ekki fá undanþágur frá stofnsáttmálum ESB. þú getur ekki vísvitandi og með fulluviti haldið því fram. er það nokkuð? að halda því fram að við fáum undanþágu frá öllu því sem allir aðrir þurfa að gangast undir?
Við fáum ekkert í viðræðum við ESB nema eyðslu á tíma og peningum sem betur væri varið í að byggja upp þetta land. en svo virðist sem menn hafi ekki áhuga á því. betra að spreða peningum í einhverjar stórveldisfantasíur. er ekki tíma okkar betur varið en að eyða næstu tveimur til þremur árum í uppbyggingu heldur en samninga viðræður? hefurðu ekkert betra að gera á þingi?
Fannar frá Rifi, 28.12.2008 kl. 01:46
Jón: Hvað með orð þín í útvarpsþætti á dögunum?
”Ég er þeirrar skoðunar að við eigum þegar í stað að sækja um aðild að Evrópusambandinu og stefna að fullu myntsamstarfi og taka upp Evru í fyllingu tímans.”
Og nú segir þú:
Það er hins vegar argasta bull sem kemur fram í einni athugasemdinni að þeir sem vilji kanna hvað sé í boði séu stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar. Þannig er það ekki með mig.
Viltu ekki reyna að gera upp við þig hvað það sé sem þú vilt í evrópumálunum. Ég sem kjósandi Frjálslyndaflokksins heimta að vita hvort þú sért að fara gegn stefnu flokksins og tala með ESB aðild í nafni FF.
Ég er bara orðlaus.
Þvílík vonbrigði.
Kannski maður kjósi bara Samfylkinguna næst... eða Vinstri Græna..
ThoR-E, 28.12.2008 kl. 12:21
Ace það er engin þversögn í þessu. Ég vil kanna alla kosti. Ég vil kanna hvort það er grundvöllur að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Ég vil kanna hvort einhliða upptaka fjölþjóðlegs gjaldmiðils kemur til greina eða ekki. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar þar sem sérstaklega er vikið að því að við könnum hvort til greina kemur að eiga náið samband við Noreg sér í lagi myntsamstarf. Ég hef talið að Ísland og Noregur eigi að hafa meiri samvinnu varðandi viðskipti við Evrópusambandið.
Það sem máli skiptir fyrir okkur er að einangrast ekki heldur vera í gefandi samstarfi. Af hverju vil ég kanna hvort samstarf við Noreg gengur. Vegna þess að ég tel það hagsmuni þjóðarinnar að til slíks samstarfs geti komið.
Svo held ég ágæti Ace hver svo sem þú ert að þú eigir ekki samleið með Vinstri grænum miðað við skrif þín.
Jón Magnússon, 28.12.2008 kl. 16:57
Jón: Nei ég á ekki samleið með VG.
Ég hef talið mig og tel mig eiga samleið með Frjálslyndaflokknum og mundi aldrei kjósa neinn flokk annan.
Mér líst vel á þá þingmenn sem við höfum á þingi, nema kannski Kristinn H. Gunnarsson.
En kæri Jón, mér hefur ekki litist á tal þitt um ESB að undanförnu en þessi athugasemd þín útskýrir eflaust margt.
Ég rakst á skrif um þig á blekpennar.com ... það voru ljót skrif þar. En hafðu ekki áhyggjur... hver tekur mark á þeirri sorasíðu.
Auðvitað er í lagi að skoða galla og kosti einhvers,(eins og þú ert að gera) en ég held bara að ESB mundi aldrei samþykkja að veiðimiðin yrðu undir einhverri undanþágu ... bara dæmi.
Held að þú ættir að leggja meira upp úr innflytjendamálunum t.d og öðrum góðum málefnum... Frjálslyndiflokkurinn mælist með arfaslakt fylgi í könnunum og ég persónulega hræðist kosningar í vor, ef þær verða.
Það þarf að gera eitthvað til að ná fylginu upp.. eitthvað róttækt.. ef FF á að vera á þingi eftir næstu kosningar. Ég tel að umræða um ESB sé ekki sniðug... í ljósi þess.
Það eru margir af kjósendum FF sem kusu flokkinn vegna afstöðu hans til ESB, ásamt auðvitað innflytjendastefnu ofl ofl ... flokkurinn má ekki við að missa þá kjósendur.
Vona að þú takir ábendingum mínum vel.
Með vinsemd og virðingu
ThoR-E, 28.12.2008 kl. 18:30
Þakka þér fyrir Ace að sjálfsögðu tek ég ábendingum þínum vel.
Jón Magnússon, 28.12.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.