Leita í fréttum mbl.is

Flugeldar og björgunarsveitir.

flugeldarÍ útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun kom til tals hvað fólk gæti sparað. Lára Ómarsdóttir sem var með mér í þættinum dró upp kver sem að eiginmaður hennar hafði útbúið með tilvísunum í sparnaðarráð Láru. Mér fannst það gott hjá honum að taka saman sparnaðarráðin.

Í framhaldi af því nefndi ég í dæmaskyni atriði sem fólk gæti verið án. Ég nefndi flugelda og sprengiefni og ég nefndi gosdrykki. Ég stend við það að fólk getur auðveldlega látið hvorutveggja á móti sér. Ég amast hins vegar ekki við því að fólk kaupi sér flugelda og gosdrykki það er val hvers og eins.

Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sér ástæðu til að gera athugasemd við þessar ráðleggingar mínar að fólk láti á móti sér að kaupa flugelda.    Sjá nánar hér: 

Ég get vel skilið það að aðili sem hefur tekjur af því að selja flugelda skuli vera á móti því að fólki sé ráðlagt að spara við sig flugeldakaup.  Talsmenn Vífilfells hafa hins vegar ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir.

Af gefnu tilefni þá vil ég taka fram að ég tel björgunarsveitirnar og slysavarnarfélögin vinna mikið, nauðsynlegt og óeigingjarnt starf.  Ég vil líka taka það fram að mér finnst að hið opinbera hafi ekki stutt þetta nauðsynlega hjálparstarf sem skyldi. Ég er tilbúinn til að leggja mitt að mörkum til að aðstoða Kristinn Ólafsson formann Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og aðra félaga þar eftir því sem ég hef getu til af því að mér finnst þeir vinna þarft starf og allt of oft vanmetið.  Á sama tíma og ég met starf þeirra mikils þá tel ég heppilegra að aðrar fjáröflunarleiðir verði skoðaðar en flugeldasala og/eða samhliða henni.

Í dæmaskyni fyrir Kristinn og félaga hans þá bendi ég á að ég starfa innan SÁÁ og legg þeim samtökum það til sem ég get og er beðinn um.  Það geri ég af því að ég tel SÁÁ vinna lífsnauðsynlegt starf. Það breytir þó ekki því að ég get ekki samþykkt eða talið það heppilegt að SÁÁ hafi tekjur af spilafíkn. Mér finnst það óeðlilegt.  Hins vegar tek ég undir það sparnaðarráð Kristins að fólk spari við sig áfengiskaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Í stað þess að kaupa flugelda þá getur fólk líka gefið Landsbjörgu pening.  Það þarf ekki að kaupa flugelda til þess að styrkja gott málefni.

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 17:59

2 identicon

Þessi skoðun á alveg rétt á sér.

Ég tel það gott ef þú ert tilbúinn að fara með setta mál inná þing ég held að við séum eitt af fáum ef ekki eina landið í heiminum þar sem björgunar störf eru að mestu leiti unnin í sjálfboðavinnu af mönnum sem í mörgum tilfellum standa atvinnumönnum jafnfætis á sínum sviðum.

Jóla kveðja að norðan

Óli (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:03

3 identicon

Að jafna saman sölu á vörum Vífilfells og fjáröflunum Hjálparsveitanna er nokkuð langt seilst. En kemur ekkert sértaklega mikið á óvart, komandi frá þér Jón. Þú ásamt mörgum frjálshyggju  skoðanbræðrum þínum hafa lengi séð ofsjónum yfir því að einkaaðilar hafi ekki setiði að þessum fjáröflunum, sem hafa gefið vel af sér fyrir Hjálparsveitirnar - og er þa vel. 

kiddi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér finnst bara í fínu lagi að björgunarsveitirnar leiti nýrra leiða við fjátöflun, heldur en að geyma öll egginn í einni körfu.

þau gætu haldið tombólu eða basar.

ekki kaupi ég flugelda í ár, frekar en fyrri ár.

Brjánn Guðjónsson, 28.12.2008 kl. 18:30

5 identicon

Í fyrsta lagi þá ætla ég að leiðrétta þig: Kristinn Ólafsson er framkvæmdarstjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL), en ekki formaður.

Í öðru lagi vil ég benda á að samtökin SL sem slík hafa engar tekjur af innflutningi flugelda heldur eru það fjárhagslega sjálfstæðar einingar SL, björgunarsveitirnar. Þarna ná þær sér í góðan hluta ársrekstrarfés og þess ber að geta að þær leggja ekki fjármuni til reksturs heildarsamtakanna, SL.

Í þriðja lagi: það er alltaf nauðsynlegt að skoða aðrar fjáröflunarleiðir en hafa ber í huga að SL og hennar félagseiningar fara sínar eigin leiðir í að afla tekjum. Ýmis fjáröflunarverkefni eru þar á meðal, en sú fjáröflun sem hæst ber að nefna, er flugeldasala björgunarsveitanna. Hins vegar er sala á Neyðarkalli frekar nýleg, og hefur verið að koma mjög vel út að mér vitandi, en söluágóðinn skiptist til björgunarsveita og SL.

Að lokum: sparnaðarleiðir. Hver og einn þjóðarþegn verður að eiga það við sjálfan sig hvort og hversu mikið hann þarf að skera niður hjá sér að lífsþægindum. Ég viðurkenni fúslega að flugeldar eru engin lífsnauðsyn. En hitt er annað mál að flugeldar keyptir af flugeldamarkaði björgunarsveita skila sér í rekstri sjálfboðaliða sem bjarga mannslífum.

Hægt er að styrkja þessa sjálfboðaliða á marga aðra vegu en að kaupa flugelda en það sem máli skiptir er styrkurinn, hvort sem hann er stór eða smár. Kaup á flugeldum, neyðarkalli, kertum, jólatré eða öðru. Gefin þjónusta. Bein innlögn fjárhæðar á reikning. Og margt fleira.

Lifið heil.

maría (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:56

6 identicon

Það er nefnilega það Jón Magnússon. Þú finnur að flugeldasölu Flugbjörgunarsveitanna sem ert voða stoltur af sértrúarsöfnuðinum SÁÁ að selja forljóta gagnlausa "álfa".

HDN (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Rannveig H

Mér finnst nauðsynlegt að Björgunarsveitir séu með fleiri fjáröflunaraðferðir en flugeldasölu. Tildæmis er ekki fráleitt að þeir fengu sóknargjöld af þeim sem standa utan kirkju og annarra trúfélaga. HÍ eru þeir einu sem fá þau gjöld. Það mætti nefna einhverja prósentu af áfengisgjaldi. Sprengjur og tilheyrandi á áramótum er löngu gengið út í öfgar hjá okkur.En mér finnst alveg fráleitt að vera höfða til samvikubits,að ég kjósi ekki að kaupa sprengjur eða rakettur þá vilji ég ekki Björgunarsveitum vel.

Rannveig H, 28.12.2008 kl. 21:08

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvers vegna farið þið ekki á heimasíðu Landsbjargar og styrkið starfsemina á þann hátt í stað þess að kaupa flugelda?

Hvers vegna er fólk svona æst?

Þetta þarf ekki að vera barátta um að kaupa eða kaupa ekki... styrkja eða styrkja ekki.  Það er hægt að styrkja Landsbjörgu án þess að kaupa flugelda.

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 21:18

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

www.landsbjorg.is

einfalt og fljótlegt!

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 21:19

10 identicon

það er ekki nema vona að landið sé í rúst með veruleikafirta ruggludalla eins og þig á alþingi. Skammastu þín

Þórhallur Sigurvin Jónsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:25

11 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

MITT SVAR TIL ÞÍN JÓN: ER Á BLOGGINU MÍNU.

Gísli Birgir Ómarsson, 28.12.2008 kl. 21:27

12 identicon

þú ert að styrkja þína heimasveit með því að kaupa flugelda af henni Lúðvík

Þórhallur Sigurvin Jónsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:27

13 identicon

Til

Hjörtur (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:55

14 Smámynd: Heidi Strand

Nú erum við búin að fá erlendu lánin svo við getum keypt flugeldar.

Heidi Strand, 28.12.2008 kl. 21:56

15 identicon

Mæli með að björgunarsveitir taki yfir rekstur vínbúðanna, gæti komið í stað flugeldasölunnar um áramótin.

Bakkus (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:22

16 Smámynd: Lilja Björnsdóttir

Ég er farin að halda að það sé ekkert á milli eyrnanna á þér.

Ég sé að fólk um allt land sé brjálað út í þig. Á Facebook er fólk almennt sem ég þekki búið að pósta þessum ákveðna link og bölva þér í sand og ösku. Ég hefði betur sleppt þessum ummælum og látið það gott heita með jólakveðjum til þjóðarinnar í stað þess að leika Pollýönnu.

Lilja Björnsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:23

17 identicon

Jón, ætlar þú líka að leggja til að íslendingar hætti að kaupa Áfengisálfinn af SÁÁ, fyrst það árar svona illa hjá þjóðinni?

Hreggi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:42

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Er eitthvað skrítið að fólk spari við sig flugeldakaup eins og annað sem þarf að spara við sig ?

Ég er nú svo aldeilis hissa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.12.2008 kl. 23:41

19 identicon

Jón þú þekkir greinlega ekki mikið til starfs björgunarsveitanna. Það fer mikið vinna í fjáröflun og á hún sér stað allt árið.

Dæmi um fjáraflanir hjálpar- og björgunarsveita - ýmis gæsluverkefni (fótboltagæsla, bílastæði, tónleikar), neyðarkallinn, viðhald gönguleiða, keyrðar út jólagjafir, jólatrésala en lang stærsta tekjulindin er flugeldasalan. Björgunarsveitarfólk vinnur allt árið í sjálfboðavinnu að afla peninga sem þeir nota síðan í sjálfboðavinnu við leitir, björgun í slysum, óveðrum og fleira. Síðan bætast við allar þær æfingar og námskeið sem fólk sækir.

Sveitirnar fá nánast enga beina peningastyrki frá ríkinu eða sveitarfélögum. Það má segja að hið opinbera sleppa ansi vel frá þessum lífsnauðsynlegu samtökum.

Björg (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 00:25

20 Smámynd: Heidi Strand

Fólk er orðið svo æst að það þarf enga sprengjur.

Heidi Strand, 29.12.2008 kl. 00:32

21 Smámynd: Jón Magnússon

Björg ég er þér hjartanlega sammála. Það er einmitt mergurinn málsins að mér finnst það eiga að styrkja þessa starfsemi myndarlega.  Ég þekki til stafa björgunarsveita og veit að það er unnið mikið og gott starf.  Mér finnst vægast sagt sérstakt að það sé lesið út úr skrifum mínum að ég vilji björgunarveitunum eitthvað annað en gott. Það er mikill misskilningur eins og kemur fram í bloggfærslunni minni hér að ofan. 

Ég get ómögulega séð að flugeldar séu nauðsynjavara en það er nauðsynlegt að hafa björgunarsveitir og þess vegna á ekki að rugla saman flugeldasölu og afstöðu til björgunarsveita. Það er sitthvað.

Jón Magnússon, 29.12.2008 kl. 00:43

22 identicon

Þú segist vera til í að gera hvað sem er fyrir björgunarsveitir, hvernig væri þá að koma Björgunabátasjóðnum í smat lag og standa við eldri samninga? nú gæti svo farið að eingnir björgunarbátar yrðu kringum landið vegna þess að ríkið neitar að standa við samninga!! Ætlið þið þá að leygja fleiri þyrlur?

Arnór (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 01:27

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir sem vilja styrkja björgunarsveitirnar ættu að sleppa flugeldakaupum og láta andvirði þess sem þeir hefðu eytt renna til sinnar björgunarsveitar.

Það kemur sér betur fyrir björgunarsveit að fá 20 þúsund krónur í beint framlag en að keyptir séu flugeldar fyrir 20 þúsund, sem skilar sveitinni ekki nema 5-10 þúsund krónum í kassann. (Ágiskun, ég veit ekki hvað sveitirnar leggja á flugeldana.)

Theódór Norðkvist, 29.12.2008 kl. 01:51

24 Smámynd: Björn Birgisson

Þrátt fyrir Jón Magnússon!

Jón Magnússon, þingmaður frjálslyndra, lagði til að landinn hætti að kaupa flugelda. Þar með lagði hann til að fótunum yrði kippt undan björgunarsveitum landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í snúnum vandamálum að undanförnu. Flokkurinn er að farast og fjárvana björgunarsveitir eiga bara að horfa upp á það! Farvel frjálslyndi frans! Farvel Jón Magnússon!

Hér er tillaga: Jón Magnússon, segðu að þér þingmennsku og leggðu til að launin þín fari til björgunarsveitanna í landinu. Enginn þarf þig - en við þurfum björgunarsveitirnar!

Björn Birgisson, 29.12.2008 kl. 02:01

25 Smámynd: Offari

Ég met menn mikils sem viðurkenna mistök sín.   Ég er sáttur við þína útskýringu. Er sammála að betra hefði verið að framlögin væru frjáls en því miður vilja menn oft gleyma því gífurlega fjarmagni sem björgunarsveitir þurfa til að halda sé gangandi.

Offari, 29.12.2008 kl. 02:17

26 Smámynd: Hermundur Svansson

Frjálslyndi flokkurinn hefur talað fjálglega um breytingar á kvótakerfinu. Nú sé tækifærið þegar bankarnir eru orðnir ríkiseign. Ég held að þetta sé samt svolítið stórt mál en í sambandi við flugeldasöluna þá er bara smámál að setja lög um einkaleyfi fyrir landsbjörgu á sölu flugelda  það væri fullkomlega réttlætanlegt og mun skynsamlegra heldur en að segja fólki að kaupa ekki flugelda.

Hermundur Svansson, 29.12.2008 kl. 02:26

27 identicon

Þið ættuð að skammast ykkar Þingheimur þarna á Austurvelli. Setjið heldur lög sem banna öðrum en Hjálpar og Björgunarsveitum að flytja inn og selja flugelda. Engir aðrir ætta á fá til þess leyfi og málið er dautt. 

Jóhann (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 02:31

28 identicon

Þessi póstur hljómar eins og undankomur. Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að þú værir í pólitík... humm, nei.. bíddu við.

Ef það er rétt sem stendur í greininni sem þú vísaðir í, að þú hafir sagt að það að kaupa flugelda væri að henda peningum, þá finnst mér þú ættir bara að sjá heiður þinn í því að draga það einfaldlega til baka því það er klárlega ekki rétt, heldur en að reyna verja það.

Það að bera saman Ölgerðina og SL er líka kjánalegt. Þeir fyrrnefndu eru í bisness meðan hinir nota alla sína peninga (og meira til) í að veita okkur hinum nauðsynlega þjónustu. Ég efast ekki um að fólk (þ.á.m. þú sjálfur) hefði haft orð á því ef einhver hefði sagt í útvarpi að fólk ætti ekki að vera henda peningunum sínum í óþarfa eins og einhverja álfa til að líma í bílinn sinn.

Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 03:11

29 identicon

Ég sé ekki að það virki að það verði sett alfarið inn á alþingi að sjá um styrki til björgunarsveita, hvað ætluðu menn að gera við björgunarbátasjóðina á næsta ári??? hæta að veita styrk, en það var fallið frá því, en upphæðin sem hefur verið til sjóðanna undanfarin ár lækkuð töluvert, og það sem Landsbjörg á inni hjá ríkinu vegna mistakka síðustu 3gja ára verður fellt niður og ekki greit út til björgunarbátasjóðanna, skoðaðu það mál og sjáðu hvort þingið virkar.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 07:55

30 Smámynd: Jón Magnússon

Já ég skal gera það Sigurður þú getur e.t.v. upplýst mig betur um málið netfangið mitt er jonm@althingi.is 

Jón Magnússon, 29.12.2008 kl. 08:32

31 identicon

Þetta er mikið hitamál hjá mörgum... eitt af því sem ekki virðist mega ræða, sjá

Flugeldasala Alfreðs

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:05

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér finnst þú Jón, hafa skýrt mál þitt vel. Það er ekki hægt að ætlast til þess að  ábyrgir menn mælið með því að fólk hangi í spilakössum vegna þess að líknarfélög njóta ágóðans. Ekki frekar en við höldum víni að fólki  vegna þess að fjárvana ríkissjóður þénar á því. Ættu Íslendingar eins og ég sem vilja landbúnaðinum vel en eiga við þyngdarvandamál að glíma að taka upp þriðju máltíðina svokallaðan næturmat.

Þekktur hagfræðingur lagði þetta eitt sinn til að við  myndum vinna á kjötfjallinu með þessum hætti og studdi mál sitt með því að þetta væri norræn hefð:  "Nattmad"

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 10:23

33 identicon

búinn að senda þér póst á netfangið.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:47

34 Smámynd: Skaz

eh þú vilt draga úr flugeldakaupum en samt viltu að fólk styrki björgunarsveitir? Hvernig breytir það því sem þú upphaflega sagðir um það að fólk ætti að spara. Sé ekki hvernig þessi hugmynd breytir því að peningarnir koma einhverstaðar frá...

Og að jafna flugeldasölu við gróða SÁÁ af spilakössum og þar af leiðandi spilafíkn er út í hött.

Þetta voru ekki úthugsuð ummæli hjá þér og erfitt að snúa sér út úr þeim. Hefðir kannski átt að kynna þér hvernig við í björgunarsveitunum störfum. Við eyðum tíma og peningum í æfingar og kaup á persónulegum búnaði. Allar aðrar tekjur fara í rekstur og viðhald á bifreiðum og öðrum sérhæfðum björgunarbúnaði ásamt því að reka og viðhalda húsnæði undir þetta allt saman.

Það er enginn "gróði" af þessari starfssemi. Það eru engir hluthafar eða arðgreiðslur. 

Ríkisstyrkir eru allt gott og blessað nema hvað að ríkið hefur hingað til ekki staðið við þær skuldbindingar sem það hefur gert. Sbr. rekstur björgunarskipa um land allt, ríkið skuldar 36 milljónir af þeim fjármunum sem það lofaði.

Ríkið hefur bæði beinar og óbeinar tekjur af björgunarsveitum. Sveitir eru meðhöndlaðar sem einkarekin fyrirtæki nánast. Ríkið veitir sárafáar undanþágur frá sköttum og gjöldum. Og loks sparar ríkið fleiri MILLJARÐA árlega af því að þurfa ekki að reka þessa starfsemi sjálft. Ímyndið ykkur nú björgunarsveit ríkislögreglustjóra með 300 manns á launum. Eða fjársvelta Landhelgisgæzluna reka þetta. Yrði ekki ódýrara skal ég segja þér. Og ennþá verra væri nú ef að þetta yrði einkavætt og fólk þyrfti að fara að íhuga hvort það hefði efni á að láta bjarga sér úr lífsháska...

Nei núverandi fyrirkomulag er ágætt. Ekki allir eru tilbúnir að gefa endurgjaldslaust til samtaka sem þessa. Með flugeldasölunni fá allir eitthvað fyrir sitt. Þannig að inn koma meiri upphæðir en ef að reiða þyrfti sig á góðmennsku fólks eitt og sér. Afhverju heldurðu að þitt heittelskaða SÁÁ þurfi að starfrækja spilakassa? Til þess að græða? Eða er það vegna þess að ríkisstyrkir og persónuleg framlög eru enganvegin nóg til þess að halda uppi lágmarks starfsemi?

Það er ágætt að vera hugsjónarmaður en horfðu nú á svona málefni á raunsæjan hátt í þessu árferði sem nú ríkir. Niðurskurðir hjá ríkinu hefðu líkað bitnað á ríkisstyrktum björgunarsveitum. Og mun meira ef að það væru einu tekjulindir sveitanna.

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár.

Skaz, 29.12.2008 kl. 11:27

35 Smámynd: Einar Þór Strand

Jón það er kannski rétt að það þurfi að finna björgunarsveitunum aðra fjáröflun en þá væri kannski rétt að þú gerðir það áður en þú lætur svona ummæli falla.  Einnig er rétt að benda á að framlög ríkisins sem fara til sveitanna duga ekki fyrir þeim virðisaukaskatti sem sveitirnar borga.

Og svona á eftir hvernig væri það sem fjáröflunarleið að Landbjörg fengi kaupið ykkar á næsta ári óskert, ekki er hægt að segja að þið stjórnmálamennirnir eigið það skilið.

Einar Þór Strand, 29.12.2008 kl. 11:37

36 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Þarna kemur góð hugmynd frá Einari Þór.

Slysavarnafélagið Landsbjörg er undanþegið VSK.

Ég get ekki séð neitt vitlaust við það í fljótu bragði.

Gísli Birgir Ómarsson, 29.12.2008 kl. 12:06

37 Smámynd: Einar Þór Strand

Gisli það er rétt að SL er undanþegið VSK af ákveðnum hlutum en ekki af minni innkaupum, eldsneyti, og öðru þess háttar.  Einnig má benda á að tekjur ríkisins af VSK af flugeldum eru mun meir en öll framlög þess til sveitanna.

Einar Þór Strand, 29.12.2008 kl. 12:31

38 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Þetta er akkúrat sem að mig minnti. Þakka þér fyrir upprifjunina.

Gísli Birgir Ómarsson, 29.12.2008 kl. 15:16

39 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Jón

Þetta finnst mér frekar óheppileg samlíking hjá þér og auðvelt að snúa út úr henni.   Björgunarsveitirnar vinna ötult og nauðsynlegt  sjálfboða starf og það er óábyrgt að hvetja fólk til þess að spara við sig í flugeldakaupum sem eru helsta tekjulind sveitanna án þess að benda hvernig bæta má þeim tapið.

Það má víða spara og það er gott að hvetja til sparnaðar en það er því miður ekki hægt að ætlast til þess að þjóð sem lifað hefur um efni fram í jafn langan tíma og við íslendingar, lærum það á einni nóttu, sérstaklega þegar þeir sem komu okkur í þessar ógöngur virðast ekki þurfa að láta neitt á móti sér.

En annars þökk fyrir góða pistla.

kveðja

Róbert Tómasson, 29.12.2008 kl. 16:03

40 identicon

Hér leggjast flestir á eitt að túlka ummæli Jóns á sem öfgafyllstan hátt. Auðvitað er augljóst að ef fólk er í fjárhagserfiðleikum þá ætti það ekki að kaupa flugelda, gos eða áfengi. Það er fullkomlega augljóst og í raun alls ótengt því hvort björgunarsveitir vinna gott starf eða ekki (ég er sannfærður um að það starf er gott). Ef góð sala verður á þessari vöru (flugeldum) í ár þá þá er um tvennt að ræða: Annaðhvort er stór hópur að eyða um efni fram eða að það hafa margir það betra en áður var talið. Ég hallast að fyrri möguleikanum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 16:46

41 identicon

Best af öllu væri ef þú og aðrir þingmernn skiptuð ykkur bara alls ekkert af starfi og fjáröflunarleiðum Landsbjargar. Mín skoðun er sú að þið mynduð ná að hræra svoleiðis í hlutunum eins og öllu öðru að Landsbjörg myndi ekki getað verið eins stakk búinn að bjarga þér og þinni fjöldskyldu þegar á reynir.

Farðu og keyptu flugelda en láttu allt annað starf sveitarinnar algerlega eiga sig.

Lúther Gestsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:01

42 identicon

Sæll Jón

Ég vill þakka þér fyrir þessa færslu og ábendingar.

Það ætti frekar að styðja björgunarsveitirnar beint.

Kveðja,
Viðar Guðjohnsen eldri

Viðar Guðjohnsen eldri (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:25

43 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Kaupið flugelda, en stillið kaupunum í hóf, skjótið þeim upp og gleðjið þannig börnin um áramótin.

Sleppið áfengiskaupum og notkun þess um áramótin, og gleðjið þannig börnin.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 30.12.2008 kl. 13:49

44 Smámynd: Stefán Jóhann Arngrímsson

Allt er gott í hófi.

Við skulum ekki gleyma því að björgunarsveitir eru ekki einu aðilarnir á markaðnu.

Það er mjög algengt að íþróttafélög og jafnvel einkaaðilar séu að selja flugelda, enda ekkert athugavert við það. Áfengi hækkar = ég kaupi minna, bensín hækkar = ég keyri minna, matur hækkar = ég finn leiðir til að spara, flugeldar = kaupi minna.

Málið er ekki flókið, þingmaðurinn er einfaldlega að benda á við þurfum að halda utan um okkar aur. Hann er ekki sjálfgefinn í dag.

Stefán Jóhann Arngrímsson, 31.12.2008 kl. 01:01

45 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Af hverju ekki að styrkja björgunarsveitirnar með því að kaupa flugelda þar sláum við tvær flugur í einu höggi. Björgunarsveitirnar fá sitt og ungir sem aldnir hafa gaman af flugeldunum. Ekki fara að eyðileggja áramótin fyrir fólki er ekki nóg komið á þessu ári?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:41

46 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Á bara þá ekki að banna allt? Það er allt orðið svo heilsuspillandi að það hálfa væri nóg. Við erum hreinlega að kaffæra okkur í boðum og bönnum. Það má ekki orðið neitt. Það er allavega ekki það sem ég vil.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 04:01

47 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Af umræðum hér að dæma mun  Frjálslyndi Flokkurinn (sem ekki er frjálslyndur að mínu mati) ekki fá atkvæði mitt í næstu kosningum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 04:10

48 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Eitt enn það mun aldrei ganga upp að styrkja björgunarsveitirnar beint. Svo varðandi boð og bönn sjálfsagt fyrir þinn tíma Viðar þá var einhver nefnd skipuð fáeinum mönnum sem létu loka svokölluðu "Kanasjónvarpi" sem var sjónvarpað frá hermönnum í Keflavík. Þeir höfðu áhyggjur að því að þetta gæti brenglað íslenska tungu hjá börnum. Hvað er opið fyrir margar stöðvar í dag og hvernig er ástatt fyrir börnum í dag? Þetta er bara eitt dæmi um boð og bönn og ég er komin út fyrir efni þessa pistils. En samt langar mig að nefna eitt enn, fólk í fjölbýli má ekki hafa gæludýr heldur ekki fólk á elliheimilum. Allt sem er mannlegt og eðlilegt er orðið bannað og talið ja heilsuspillandi og andlega spillandi, hve langt á að ganga í boðum og bönnum? Börn í dag þekkja varla að drullumalla það sést hvergi í mold lengur. Mér datt einmitt í hug fyrir um ári síðan að það ætti einhver asni eftir að koma með þá hugmynd að banna flugelda, ég er hrædd um að það verði ekki langt í það.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 04:40

49 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sólveig mín, væri ekki betra að nota gjaldeyrinn sem er skammtaður eins og þú veist, í þarfari málefni í þjóðfélaginu en að gleðja í stutta stund.

Það væri hægt að gleðja fleiri til lengri tíma með því að nota peningana td. í menntun, í velferðarmál og í heilbrigðismál.

Það væri best að senda slysavarnafélaginu pening. (Slysavarnafélaginu á staðnum er best, eins og bent var á)

(Við skulum varast að uppnefna menn, td. að kalla menn asna.  Það væri alveg hægt að kalla fólk asna sem vilja brenna peninga í stað þess að setja þá í heilbrigðis og menntamál.  Þá endum við á því að vera öll asnar og engu ríkari í andlegum þroska og gleðinn horfin.)

Það er hin vegar rétt hjá þér að fólk verður líka að gleðjast.  Það er samt leiðinlegt að sjá að gleðin fæst oftast með sóun fjármagns í stað þess að gleðjast yfir árangri erfiðis, eða öðrum árangri. 

Lúðvík Júlíusson, 31.12.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 485
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 4989
  • Frá upphafi: 2467940

Annað

  • Innlit í dag: 442
  • Innlit sl. viku: 4632
  • Gestir í dag: 429
  • IP-tölur í dag: 424

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband