Leita í fréttum mbl.is

Pappírsbarónarnir geta ekki gert hvað sem er.

Ég óska Vilhjálmi Bjarnasyni til hamingju með að hafa unnið málið gegn Glitni banka. Vonandi verður þessi niðurstaða staðfest í Hæstarétti.  Vilhjálmur á miklar þakkir skildar fyrir að gæta hagsmuna litla hluthafans. Þetta er áfangasigur og vonandi vinnur Vilhjálmur fullnaðarsigur í Hæstarétti.

Ég er  þeirrar skoðunnar að pappírsbarónarnir sem véluðu um hagsmunina hvort heldur þeir Bjarni Ármannsson eða Ólafur Ólafsson o.fl. hafi farið of frjálslega fram svo vægt sé til orða tekið. 

Hvað gera yfirvöld nú.


mbl.is Vilhjálmi dæmdar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta tek ég undir. Ég er líka þeirrar skoðunar að það hafi vegið þungt í þessari niðurstöðu að þetta mál reisti einsaklingur sem bjó að afar traustri þekkingu á því lagaumhverfi sem bankarnir starfa í hvað þessa þætti áhrærir. Má ekki telja það heldur líklegt að fleiri fylgi þarna í kjölfarið?

Mál Ólafs og hans förunauta er kafli sem mun líklega reyna á um það efni hvort regluverk bankanna sé beinlínis hannað fyrir lögvarin rán.

Árni Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Örn H

Til hamingju Vilhjálmur. Það er gott að einhver gætir hagsmuna þjóðarinnar. Ekki er það gert af þeim sem kosnir eru til þess á Alþingi.

Örn H, 23.1.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Skv. neyðarlögum er bannað að fara í mál gegn bankanna en hann fór í mál við bankastjóranna, tær snilld!!

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200804033&Domur=2&type=1&Serial=1&Words

Lifi byltingin!!

Alfreð Símonarson, 23.1.2009 kl. 16:42

4 identicon

Mikilvægt að muna nöfnin.  Í bankastjórn sátu:

Þorsteinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Sigurjón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 19:39

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er dómur yfir "fráverandi" hugsunarhátt...vonandi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þú getur kannski komið þessu áleiðis innan sjávarútvegsins og í fjölskylduboðum?

Bjarni G. P. Hjarðar, 23.1.2009 kl. 23:09

7 identicon

Hvað með "baróna" sem eru á móti nokkrum tugum flóttamanna frá Palestínu til Íslands? Þeir skora ekki hátt hjá mér heldur!

Júlíus Stígur Stephensen (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 103
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4607
  • Frá upphafi: 2467558

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 4281
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband