Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarkreppa og gengi krónunnar hækkar.

stjornarsattmalinnÞegar ríkisstjórn segir af sér og stjórnarkreppa er í landi þá hefur það venjulega í för með sér að gengi gjaldmiðils landsins fellur. En ekki hér.  Þingvallastjórn Geirs og Ingibjargar féll og frá þeim tíma hefur krónan verið að styrkjast.

Var gengi og traust á Þingvallastjórninni ef til vill svo rýrt að markaðurinn telji stjórnarkreppu betri  en Þingvallastjórnina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, óneitanlega hefur það flogið upp.  Vefst fyrir manni.

EE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:10

2 identicon

En ef við erum alveg heiðarleg var það pínulítð farið að styrkjast um 21.

EE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Baldvin Jón Sigurðsson

Gengið kemur til með að styrkjast eftir að ný stjórn tekur við. Fólk gleymir oft hvernig gengið spilast mikið eftir tilfinningalífi umheimsins. Þegar umheimurinn sér að spillingarvöldin verði látin víkja þá kviknar von á okkur aftur. Og það að fá Jóhönnu sem forsettsráðherra er jafn mikið happ fyrir okkur og fyrir Bandaríkjamenn að fá Barack O'bama sem sinn forseta. Við erum formlega á botninum núna en byrjuð að færast upp. Þá er líka komið að því að búa til heilbrigt regluverk og hreins til í stjórnsýslunni.

Baldvin Jón Sigurðsson, 28.1.2009 kl. 17:54

4 identicon

Jón,

Ég  held að menn vera að gera sér grein fyrir því að það er engin gengismyndum á Íslandi þar sem að markaðurinn er handstýrður nú um mundir. Fyrir þá sem eiga gjaldeyri þá er best að kaupa krónur í útlandinu.

Kannski hefði verið best að þau hefðu aldrei kysst hvort annað þá væri allt annað gengi?

 Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:25

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Jón

Var krónan ekki of lágt skráð?

Segðu mér eitt. Hvað gerið þið frjálslyndir í þessari "minni-hluta" stjórn?

Jónas Egilsson, 28.1.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Það er eins og þú hafir verið að pistil frá mér síðan í fyrrakvöld. En þetta er staðreynd, peningavaldið eða markaðurinn virðist líta bjartari tíma, nú þegar fulltrúar frjáshyggjunnar eru settir til hliðar.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.1.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Jón Magnússon

Jónas. Við bíðum eftir niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðna og tökum afstöðu til málsins þegar þar að kemur

Jón Magnússon, 28.1.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður þetta hefur sennilega átt að vera hjá þér: að lesa pistil frá mér síðan í fyrrakvöld. 

Það var ég raunar ekki að gera en einhvern tímann var sagt að miklir andans menn hugsuðu iðulega með líkum hætti. Ég veit ekki hvort það á við okkur þ.e. hvað varðar andans mennina um það verða aðrir að dæma.

Kveðja, og takk

Jón Magnússon, 29.1.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Ætli ástæðan geti ekki alveg eins verið að forstjóri Fjármálaeftirlitsins var loksins látinn fjúka!

Eyþór H. Ólafsson, 29.1.2009 kl. 10:10

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kanski 

vel unnin störf fyrri ríkistjórnar ? eða tilraun vinstrivængsins að komast í stjórn ?

ég veðja á jákvæðan jöfnuð í viðskiptum og síðast en ekki síst útflutningur / sala á sávarfangi (síld) í november og desember 2008, gjaldeyrir sem nú er að detta inn

Jón Snæbjörnsson, 29.1.2009 kl. 10:45

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér varð það nú á að brosa þegar ég sá þessa skondnu ályktun hans Guðmundar um kossinn! Og þá kom mér í hug vísa sem góðvinur minn leyfði mér að heyra fyrir allnokru síðan. Vísan er ort að tilefni sem ég nenni ekki að skýra og er í gamansömun stíl um þjóðkunnan mann sem ég hirði ekki að nefna. Höfundinn man ég ekki en eins og sjá má er þetta ort í anda Passíusálmanna. Nú reynir á hvort ég man þetta rétt:

Glaður hélt Pálus gildi frá,

góðvini hafði kyssta.

Hrekklaus féll þá í hendur á

"hómósexúalista."

Ó! þú Guðs lambið Odda frá,

ill var þín gangan fyrsta.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 566
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 5816
  • Frá upphafi: 2463517

Annað

  • Innlit í dag: 540
  • Innlit sl. viku: 5289
  • Gestir í dag: 526
  • IP-tölur í dag: 506

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband