Leita í fréttum mbl.is

Sérstæðasta stjórnarmyndun sögunnar.

Óneitanlega er stjórnarmyndun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hún ætlar að gera forsetanum grein fyrir í dag ein sú sérstæðasta ef ekki sú allra sérstæðasta í sögunni.

Í fyrsta lagi tók Ingibjörg mjög takmarkaðan þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Í annan stað þá myndar Ingibjörg Sólrún sem tók ekki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum nema að litlum hluta ríkisstjórn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur

Í þriðja lagi þá var örlagavaldur verðandi ríkisstjórnar ekki flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina heldur Framsóknarflokkurinn sem situr á hliðarlínunni og lofar engum stuðningi öðrum en að verja ríkisstjórnina falli.

Í fjórða lagi þá var helsti talsmaður stjórnarmyndunarinnar hvorki Ingibjörg Sólrún né verðandi forsætisráðherra heldur Steingrímur J. Sigfússon formaður VG

Í fimmta lagi þá leggur verðandi ríkisstjórn ofurkapp á að starfa sem allra styst og lýsir þar með vantrausti á getu sjálfrar sín til að leysa brýnustu vandamál samfélagsins.

Í sjötta lagi þá lýsti örlagavaldur ríkisstjórnarmyndunarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því yfir  á laugardaginn að  hluta Þingmanna Samfylkingarinnar væri ekki treystandi. Þrátt fyrir það ætlar hann  að leiða þá sem hann treystir ekki í minnihlutasamstarf í ríkisstjórn.

Fróðlegt verður að sjá hvort vegferð ríkisstjórnarinnar nýju verður jafn sérstæð og stjórnarmyndunin.


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin ætlar að hafa kosningar eins fljótt og auðið er út af því að verkefnin sem eru fyrir höndum eru erfið og óvinsæl. Það er aldrei vinsælt að skera niður....eða hvað þá að hækka skatta....og VG vill ekki afla sér óvinsælda þegar þeir eru að koma svona vel út í könnunum....

Pétur (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 368
  • Sl. sólarhring: 765
  • Sl. viku: 5618
  • Frá upphafi: 2463319

Annað

  • Innlit í dag: 349
  • Innlit sl. viku: 5098
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 333

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband