Leita í fréttum mbl.is

Hvaða ábyrgð ber Ingibjörg sem Jóhanna ber ekki?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að sækjast áfram eftir formennsku í Samfylkingunni. Þær Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún virðast nú hafa gengið í stórveldabandalag innan Samfylkingarinnar gegn hugsanlegu framboði Jóns Baldvins Hannibalssonar.

 Jón Baldvin Hannibalsson heldur því fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja þar sem að hún þurfi að axla ábyrgð á efnahagshruninu. Á sama tíma segist Jón Baldvin styðja Jóhönnu Sigurðardóttur.

Spurning hlítur að vakna vegna þessara ummæla Jóns Baldvins hvaða ábyrgð þarf Ingibjörg Sólrún að axla sem að Jóhanna Sigurðardóttir þarf ekki að axla.  Sátu þær ekki saman í fráfarandi ríkisstjórn? Sátu þær ekki í ríkisstjórn þegar efnahagshrunið varð? Í hverju er ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar fólgin?  Hvers vegna telur Jón Baldvin að Jóhanna Sigurðardóttir sé ábyrgðarlaus þó að hún sæti í þeirri sömu ríkisstjórn og Ingibjörg Sólrún? 

Er það ekki svo að beri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ábyrgð á efnahagshruninu vegna setu í síðustu ríkisstjórn, þá ber Jóhanna Sigurðardóttir það líka?


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér í þetta sinn.  Rökhugsun Jóns er eithvað á skjön. skrýtið ef hann veit það ekki sjálfur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.2.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þessi þversögn liggur í augum uppi. Karlgreyið er bara að verða elliær.

Sigurður Sveinsson, 28.2.2009 kl. 13:04

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Samfylkingarpólitík er víst ekki alltaf nógu rökræn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála þér Jón.  Ég hef aldrei skilið þennan jóker sem Jóka hefur á hendi meðal landsmanna.  Alveg sama hvað hún gerir; hún er ávallt heilög Jóhanna...

Sigurjón, 28.2.2009 kl. 23:31

5 identicon

Sigurjon, Johanna er vinnusöm og sjalfri ser samkvæm, annað en hægt er að segja um forsætisraðherrann fyrrverandi.

Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 376
  • Sl. sólarhring: 1348
  • Sl. viku: 5518
  • Frá upphafi: 2469902

Annað

  • Innlit í dag: 358
  • Innlit sl. viku: 5066
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 350

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband