Leita í fréttum mbl.is

Öflugan víðsýnan Sjálfstæðisflokk

SjálfstæðisfálkinnÍ vikunni sem leið hætti ég að vera þingmaður utan flokka og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Ellert B. Schram vinur minn alþingismaður Samfylkingarinnar sagði  mig sérstakan kjarkmann að ganga í Sjálfstæðisflokkinn við þessar aðstæður.

Við Ellert gegndum á árum áður ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn sátum m.a. báðir á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Ellert sem kjörinn þingmaður en ég varaþingmaður  tvö kjörtímabil.  Við vorum auk þess báðir  formenn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Leiðir okkar og Sjálfstæðisflokksins skildu  en ég hef aldrei getað eða viljað fara vinstra megin við línuna eins og Ellert gerði. 

Ég er einstaklingshyggjumaður og tel fólki best borgið þeim mun minni sem ríkisafskipti eru og þeim mun minni skattheimta.  Ellert og mágur hans Jón Baldvin Hannibalsson telja það hugdirfsku við þessar aðstæður að ganga í Sjálfstæðisflokkin. Ég met það hins vegar sem heilbrigða skynsemi miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi eru í íslenskum þjóðmálum í dag. Nú skiptir máli fyrir alla þá sem vilja sem mest einstaklingsframtak og minnst ríkisafskipti að skipa sér  í Sjálfstæðisflokkinn til að mynda öfluga brjótstvörn gegn sósíalismanum, gegn skattheimtu og aukinni ríkisvæðingu.  Af þeim ástæðum geng ég í Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég vil leggja mitt að mörkum til að byggja upp víðsýnan, öflugan lýðræðisflokk. 

Það er líka aukinn hvati til að ganga í flokkinn þegar hann á erfiðleikum af því að ég vil taka þátt í að byggja hann upp að nýju eftir að flokkurinn tapaði um of tengslum við þá hugmyndafræði sem gerði Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma að langstærsta flokki þjóðarinnar.

Þegar flokkurinn á í erfiðleikum eins og nú þá tel ég líklegra að flokksmenn séu tilbúnir til að endurskoða stefnu og störf flokksins. Gaumgæfa það sem aflaga fór og leggja sig fram um að gera betur.  Af fenginni reynslu eftir setu á Alþingi þá tel ég  líklegra til árangurs fyrir áhugafólk um ákveðnar þjóðfélagsbreytingar að  skipa sér í fylkingu með starfandi öflugum stjórnmálaflokkum sem mögulegt er að taki upp þær megináherslur. Við höfum  ekki löggjöf sem heimilar bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök deilumál og við þær aðstæður verður að koma þeim í gegn um stjórnmálaflokkanna.   

Stór hluti þeirra sem mynduðu og standa að Frjálslynda flokknum er fólk sem kom úr Sjálfstæðisflokknum. Færa má að því rök að heppilegra hefði verið þegar málið er skoðað í baksýnisspeglinum að fólk hefði haldið baráttunni áfram innan  flokksins í stað þess að mynda nýjan flokk. 

Þegar ég nú geng í Sjálfstæðisflokkinn þá hefur enginn lofað mér neinu hvorki framboðssæti né stöðu. Ég hef heldur ekki farið fram á það. Afskipti mín af pólitík og pólitísk barátta hefur alltaf verið á grundvelli hugsjóna en aldrei á grundvelli loforða eða tylliboða.   Ég  hef ekki látið af neinum þeim málum, hugsjónum  eða málflutningi sem ég tel skipta mestu og ég hef barist fyrir undanfarin ár.  Þannig mun ég áfram berjast gegn gjafakvótakerfinu en nú á vettvangi Sjálfstæðisflokksins utan eða innan þings eftir atvikum.  Ég mun berjast fyrir eðlilegum lánakjörum fólksins í landinu og fyrirtækjanna í landinu.  Ég mun berjast fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp stefnu mannúðlegrar markaðhyggju svo sem ég hef barist fyrir alla tíð frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum.

Ég tel raunar að Sjálfstæðisflokkurinn geti fljótt orðið sá öflugi víðsýni þjóðarflokkur sem hann var áður takist vel til með forustuskipti í flokknum og  megináherslur í þjóðmálum.

(Birtist sem grein í Morgunblaðinu 26.febrúar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður fróðlegt að fylgjast með þér á landsfundi flokksins, Jón minn.

Ekki viss að þar ríki "víðsýni". mkv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:31

2 identicon

Ég er sannfærðum um að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir endurnýjun og fari tilbaka til "grunngilda flokksins", en undir stjórn "Bláskjá" (hroka stjórnmál) og undir handleiðslu hugmyndafræðing flokksins (Hannes Hómsteinn) þá var "frelsi & græði" leiðarstjarna flokksins - "Davíðsstjarnan" en nú lýsir hún ekki lengur veginn fram á við, sú ferð var ferð beint fram af björgum, á meðan "Hannes Hólsteinn og aðrir sjálfstæðismenn stóðu í því að grilla á kvöldin..."  Það var þjóðar ógæfa að Sjálfstæðisflokkurinn skildi fara út af sporinu!  En ef það verður góð endurnýjun, þá er ég sannfærður um að flokkurinn verður fljótur að styrkjast.  Ég samgleðst þér & flokknum að fá þig tilbaka, þú ert öflugur & málefnalegur stjórnmálamaður.  Þú & Sjálfstæðisflokkurinn eigið eftir að láta gott af ykkur leiða fyrir þjóðina.  Nýr ungur & öflugur leiðtogi mun stíga fram og leiða flokkinn til góðra verka.  Ég mun reyndar ekki kjósa flokkinn í ár, en ég vona að sá tími komi fljótlega að ég geti farið að kjósa flokkinn aftur...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Takk fyrir mig. Þú hefur ásamt Ingva Hrafni og hans kumpánum gert mig að svo gallhörðum vinstri grænum að ég er jafnvel að hugsa um að kjósa í vor.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.2.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi, mig langar að þakka þér kærlega fyrir góð kynni og samveruna í Frjálslynda flokknum. Ég ætla ekki að rifja þau upp að öðru leyti en því að þú sýndir af þér framúrskarandi dugnað, oft við erfiðar aðstæður, við að byggja upp starfið, einkum hér í höfuðborginni.  Það er enginn vafi á því að með þér eignast Sjálfstæðisflokkurinn öflugan liðsmann.  Sumir segja þig kjarkaðan aðrir ganga svo langt að segja að þú hafir stungið höfðinu í gin ljónsins. Um það ætla ég ekki að spá. Hitt er ljóst að ef flokkurinn veitir þér brautargengi eru það skilaboð um að flokkurinn vilji eflast með því að hafa breiðari skírskotun. Frelsi einstaklingsins á að ná til allra, líka litla mannsins eins og Albert orðaði það einu sinni.        Gangi þér vel á nýjum vettvangi!

Sigurður Þórðarson, 28.2.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Öflugur og víðsýnn" verður hann án vafa ef honum tekst að sannfæra kjósendur um að bankahrunið hafi verið Ólafi Ragnari að kenna.

Mér finnst þó að meiri breidd vanti í framboðsliðið. Og mig undrar að Kristinn H. skyldi ekki átta sig á að bjóða fram krafta sína til að efla þennan öfluga og víðsýna vermireit "mannúðlegrar markaðshyggju!"

Árni Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 23:39

6 identicon

Ertu ekki að grinast Jon;

Ég met það hins vegar sem heilbrigða skynsemi miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi eru ..... að mynda öfluga brjótstvörn gegn sósíalismanum, gegn skattheimtu og aukinni ríkisvæðingu.

Hvernig a að borga upp skuldir utrasarglæpona ef ekki með almannafe? Ertu með aðra lausn? Ef svo er deildu henni endilega með okkur. Viltu gefa bankana aftur? Attu þeir eitthvað oklarað?

Við höfum  ekki löggjöf sem heimilar bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur ... Ma ekki breyta löggjöf a Alþingi?

Þannig mun ég áfram berjast gegn gjafakvótakerfinu ... Velkominn a Austurvöll:  http://raddirfolksins.org/

Nei Jon, það þarf meira en forystuskipti i flokk með gjaldþrota stefnu.

Kolbrun (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 322
  • Sl. sólarhring: 595
  • Sl. viku: 4826
  • Frá upphafi: 2467777

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 4484
  • Gestir í dag: 291
  • IP-tölur í dag: 286

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband