Leita í fréttum mbl.is

Af hverju á músikhúsið að hafa forgang

Músikhúsið við höfnina er dæmi um  furðulega hugaróra sem allt of margir voru haldnir allt of lengi. Talið var eðlilegt og sjálfsagt að leggja út í margra tugamilljarða framkvæmd. Ljóst var að framkvæmdin mundi þegar músikhúsið væri fullbyggt leggja mikinn kostnað á ríki og Reykjavíkurborg. Samt var haldið áfram á þeim tíma þegar þjóðin taldi sig vera eina ríkustu þjóð heims. Jafnvel á þeim tíma þá var bruðlið og óráðssían við þessa framkvæmd óafsakanleg.

Það var þarft af Pétri Blöndal að vekja athygli á þessu máli með þeirri gagnrýni sem hann hafði uppi í dag. Ég hef frá upphafi talið mörg önnur verkefni í þjóðfélaginu mun brýnni en byggingu músikhússins. Nú þegar fyrir liggur að spurning getur verið um það hvort við getum haldið uppi eðlilegu félagslegu öryggisneti og sparað er og skornar niður framkvæmdir og aðgerðir á heilbrigðissviðinu og á vettvangi félagsmála þá finnst ríkisstjórninni eðlilegt að halda áfram eyðslunni við músikhúsið

Er það rétt að uppkomið muni músikhúsið kosta ríkissjóð og Reykjavíkurborg samtals um 3 milljónir á dag alla daga ársins? Sé svo er það þá ekki öldungis merkilegt að ríkisstjórnin skuli setja músikhúsið í forgang


mbl.is Glundroði í málum tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvar hefur þú verið Jón ? þessi kostnaður allur hefur legið upp á borðinu í marga mánuði svo Pétur þessi er ekki að koma með neitt nýtt nema þá til þín Herra Jón Sjáfstæðismaður ;)

Ég er alfarið á móti þessari byggingu nú - sjáum til seinna þegar betur árar, en núna skulum við fara hægt í allar kostnaðarsamar framkvæmdir frekar að halda því gangandi sem þarf að lagfæra eða er gangfært, við höfum nóg að gera við peningana

Verst að þessi ansk er búinn að eyðileggja höfnina og öll útgerð farinn sem og sportveiðimennska - þar er stórt kennileiti farið fyrir "mikið"

Jón Snæbjörnsson, 6.3.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: TARA

Ég hafði aldrei neitt á móti byggingu tónlistarhallar, en taldi okkur svo sem ekkert þurfa neitt sérstaklega á slíkri höll að halda..en allt hefur sinn tíma og svo er einnig um þetta hús núna.

Gott mál að það skapi vinnu fyrir marga, en að mínu mati mætti bíða með að halda þessum framkvæmdum áfram, eins og sakir standa. Ég hefði talið að þessum fjármunum væri betur varið í heilbrigðismálin á þessum tímapunkti...eða til að aðstoða verst settu heimilin í landinu.

TARA, 6.3.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég var alltaf frekar skeptískur á þessa framkvæmd og það vegna þess hversu gríðarlegur byggingarmassi þetta er. Þá gat ég ómögulega séð þörfina fyrir öllu þessu manvirki hér í fámenninu. Ætli það hafi annars verið gerð viðskipta- eða rekstraráætlun? Eðlilega hreyfst maður með stórhuga mönnum enda ætluðu einkaaðilar að sjá um reksturinn -  og þrífa glerverkið með rússneskum rúbluúða.

Án gríns, þá hlýtur að þurfa að gera heildar úttekt á framkvæmdinni í ljósi breyttra aðstæðna og hvað þessi "flottræfilsháttur" muni kosta okkur þegar upp er staðið; byggingarkostnaður, vextir og ekki síst rekstrarkostnaður næstu tuttugu árin eða svo.

Ég er ekki frá því að út úr dæminu kæmi að réttast væri að sprengja bygginguna niður...búmm og reisa síðan minnismerki á staðnum sem nýst gæti einnig sem innsiglingaljós.     

Atli Hermannsson., 7.3.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég var frá upphafi andvígur byggingu þessa snobbhúss og hélt því fram að framkvæmdir við það myndu fara langt fram úr áætlun.  Fyrir þessar skoðanir hlaut ég bágt fyrir á blogginu.  Var uppnefndur Jens Tuð og sakaður músarholusjónarmið.  Sem ég lét mér í léttu rúmi liggja.  Eins og endranær.

  Fyrst ég er að "kommenta" á blogg þitt vil ég í leiðinni þakka þér virkilega góð samskipti á meðan þú starfaðir með okkur í FF.  Ég hef ítrekað nefnt það á mínu bloggi og á öðrum bloggum að þú hefur einungis vaxið í mínum augum af öllum kynnum.  Þær yfirlýsingar mínar standa þó þú hafir yfirgefið FF.  Ég hef jafnframt upplýst að ég skil vel hvers vegna þú stimplaðir þig úr FF.  Bestu þakkir fyrir góð kynni. 

Jens Guð, 7.3.2009 kl. 02:34

5 identicon

Sæll Jón. Hafi mistök verið gerð þá var það í upphafi þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdirnar. Nú er ekkert annað að gera að mínu mati en klára þetta. Verður dýrt en skapar mikla vinnu og ekki hægt að hafa þessa byggingu ókláraða í miðborg Reykjavíkur árum eða áratugum saman. Bestu kveðjur

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:45

6 identicon

Já, þetta get ég tekið undir.  Að eyða ofurfjárhæðum núna í tónlistarhús virðist vitfirring.  Að mínum dómi ætti heldur að nota ofurfjárhæðir í heimili fyrir eldri borgara. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:38

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

''Ég hef frá upphafi talið mörg önnur verkefni í þjóðfélaginu mun brýnni en byggingu músikhússins.''

Við áttum að fá raunhæft músikhús, sem fyrst og fremst var sniðið að hefði verið að þörfum tónlistarinnar, en ekki þetta tildurhús. Músikhús út af fyrir sig er gott má og slíkt hús hefur alltaf vantað. En það er sárara en tárum taki að sú viðleitni að bæta úr því skuli hafa teki á sig mynd mikilmennskuóra með útrásarbrag. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2009 kl. 12:15

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þeim sem tala um að við hefðum átt að fá raunhæft músikhús sem sniðið væri að þörfum tónlistarinnar en ekki tildurhús eins og Sigurður Þór Guðjónsson segir svo vel.

Ég hef verið á móti þessari framkvæmd frá upphafi eins og þeir Jens Guð. og Atli. Þetta voru mistök en spurning er að láta ekki mistökin verða enn verri eins og mér sýnist stefna í núna

Jón Magnússon, 7.3.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 482
  • Sl. sólarhring: 882
  • Sl. viku: 3763
  • Frá upphafi: 2448730

Annað

  • Innlit í dag: 460
  • Innlit sl. viku: 3512
  • Gestir í dag: 447
  • IP-tölur í dag: 431

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband