Leita í fréttum mbl.is

Vörumst vinstri stjórn.

Svandís Svavarsdóttir segir í kjölfar kosningasigurs síns í forvali VG að stærsta verkefnið séð að tryggja vinstri stjórn eftir kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn fái hvíld.  Svandís nefnir hins vegar ekki af hverju þetta er lífsnauðsyn.

Skyldi borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir vera svona hrifin af því sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur áorkað s.l. mánuð að hún vilji endilega að þetta stjórnarsamstarf haldi. 

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki komið með heilstæða áætlun um það með hvaða hætti á að standa að endurreisn efnahagslífsins. Atvinnulausum fjölgar og fleiri og fleiri fyrirtæki fara í þrot.  Hver skyldi vera framtíðarsýn borgarfulltrúa sem talar með þeim hætti að það sé nauðsynlegt að tryggja að vinstri stjórn verði eftir kosningar þegar ekkert liggur fyrir um hvað hún getur eða ætlar sér að gera.

Landsmenn geta hins vegar gert sér grein fyrir því hvað vinstri stjórn hefur í för með sér. Skattar munu hækka verulega. Halli á fjárlögum mun hækka verulega.  Verði stefna Vinstri grænna að veruleika þá verða ekki til mörg arðberandi ný störf í landinu. Atvinnuleysi mun því aukast nema hvað varðar framhald boðaðrar stefnu um atvinnubótavinnu verði að veruleika. Er það þetta framtíðarland sem borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir sér fyrir sér í hillingum. Einhvern veginn finnst mér enduróma úr þessum hugleiðingum Svandísar um vinstri stjórn það sem næsta kynslóð vinstri manna á Íslandi á undan Svandísi kyrjuðu jafnan. "Sovét Íslands óskalandið hvenær kemur þú" 

Til þessu eru vítin til að varast og vinstri stjórn er vissulega víti til að varast.

 


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að grínast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd öll þessi ár og þú hlýtur að sjá, eins og allir aðrir Íslendingar, hvert sú stjórn hefur leitt okkur. Ætlar þú í alvöru að halda því fram að það væri betra að vera með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Þú horfir svo á hvað ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa áorkar á einum mánuði. Þú ert ekki svo skini skroppinn að sjá að það er ekki mikið sem hægt er að gera á einum mánuði...hvað þá miðað við að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft 18 ár í að koma hlutunum í það horf sem það er núna. Þú ert bæði alþingismaður og lögmaður og mætti því ætla að þú sjáir hlutina eins og þeir eru að einhverju leiti, en miðað við þessi orð þín þá er ég ekki alveg að skilja þig. Búum við á sama landinu?

Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Kjartan Heiðberg

Sæll JM.

Þú segir engar nýjar fréttir í pistli þínum.  Fjárlagahalli mun aukast, atvinnuleysi mun aukast og stattar á hátekjur eiga að hækka.  Allt er þetta afleiðing af stefnu sjálfstæðisflokksins. En fyrst þú telur ráð vinstriflokkanna slæm ættir þú að benda á betri lausnir.  Hvernig ætla sjálfstæðismenn að leysa vandamál þjóðarinnar án þess að fjárlagahalli aukist og atvinnuleysi minnki?

Kjartan Heiðberg, 8.3.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Ég er hrædd um að svona gangi nú ekki í fólk lengur ég held að fólk sé mikið hræddara við einkavinavæðingu þíns flokks og framsóknar sem er búin að rýra lífskjör okkar og næstu kynslóða  enginn veit hvessu mikið fólk er hræddara við frjálshyggjuna en eitthvað sem þú kallar vinstri flokka og talandi um að fylgja erlendum stefnum þá hefur þinn flokkur oft gengið ansi langt í að fylgja Bandaríkjamönnum að málum í styrjöldum þeirra oftast gegn saklausu fólki til að viðhalda áhrifum auðhringa maður líttu þér nær liggur steinn í götu þinni!

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:17

4 identicon

Málið er að skattar hækkuðu gríðarlega á lág- og millitekjufólk á valdatíma Sjálfstæðisflokksins, á tímum hins meinta góðæris. Það hefur Stefán Ólafsson sýnt fram á og OECD staðfest.

Árni Mathiesen, Hannes Hólmsteinn og liðið í kringum þá hafa þrætt fyrir þetta, en þeir standa nú frammi fyrir þjóðinni sem ósannindamenn.

Fyrir utan að vextir eru hvergi í heiminum hærri en hér og hvað er vaxtaokrið annað en dulin skattheimta?

Margar fjölskyldur eru að borga þriðjung ráðstöfunartekna sinna í vexti og í raun að borga samtals 50-60% skatt, séu vextir og skattar teknir saman.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Við Sjálfstæðimenn getum nú lítið hrósað okkur eins og staðan er í dag í íslensku þjóðfélagi, við vorum jú að stórum hluta við stýrið ekki satt ?  Má ekki sleppa þessu vinstri hægri sí og æ og einblína á vinnuna sem þarf að gera - flest okkar þekkja muninn á röngu og réttu svo það ætti ekki að flækjast fyrir okkur flestum, láta verkin tala

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 472
  • Sl. sólarhring: 654
  • Sl. viku: 4976
  • Frá upphafi: 2467927

Annað

  • Innlit í dag: 431
  • Innlit sl. viku: 4621
  • Gestir í dag: 420
  • IP-tölur í dag: 415

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband