21.3.2009 | 11:09
Afnám verðtryggingar
Ég hef barist fyrir því um árabil að verðtrygging verði afnumin og samfara því að íslenska krónan yrði tengd alþjóðlegri mynt eða tekinn upp fjölþjóðlegur gjaldmiðill. Lengst af hefur mér fundist ég vera eins og hrópandinn í eyðimörkinni því að fáir hafa tekið undir með mér. Ég hef flutt ítrekað tillögur um málið á Alþingi en þær hafa dagað uppi í viðskiptanefnd og aldrei komið til efnislegrar afgreiðslu. Þó var ljóst að fyrri viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson hafði ákveðinn áhuga á málinu.
Bjarni Benediktsson sem gefur kost á sér í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum hefur nú tekið undir þessa kröfu um afnám verðtryggingar. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Bjarni "Því tel ég að við eigum að stefna að afnámi verðtryggingarinnar" Mér þykir því líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn geri það að stefnumáli sínu að verðtrygging verði afnumin.
Færa má gild rök fyrir því að orsök efnahagshrunsins og bágrar fjárhagsstöðu margra sé vegna hrunadansins í kring um sjálfstæða mynt og verðtrygginguna.
Lífskjör á Íslandi verða að vera sambærileg við það sem gerist í löndunum í næsta nágrenni við okkur. Þess vegna verða lánakjör að vera það líka og við verðum að búa við stöðugleika í myntkerfinu.
Það er kominn tími til að breyta og afnema verðtrygginguna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 554
- Sl. sólarhring: 607
- Sl. viku: 5493
- Frá upphafi: 2426127
Annað
- Innlit í dag: 512
- Innlit sl. viku: 5066
- Gestir í dag: 495
- IP-tölur í dag: 470
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Á þeim degi urðu þeir Herodes og Pílatus vinir !
Ég held að þið Bjarni ættuð þá að gera okkur grein fyrir því hvernig verður með sparnaðinn í þjóðfélaginu.
Verður hægt að eiga pening á bók ?
Hvernig verður með íbúðalánin ?
Hvernig verður með lífeyrissjóðina ?
Fyrr en þetta liggur fyrir hjá ykkur tek ég ykkur ekki alvarlega.
Halldór Jónsson, 21.3.2009 kl. 13:33
Vil bara segja að ég gef lítið fyrir Bjarna Ben og af því þú minnist á hann þarna.
EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:27
Fyrir mér er Bjarni búinn að fremja pólitískt Harakiri með þessum yfirlýsingum í Baugstíðindum í dag.
Halldór Jónsson, 21.3.2009 kl. 20:18
Lífskjör á Íslandi verða að vera sambærileg við það sem gerist í löndunum í næsta nágrenni við okkur. Þess vegna verða lánakjör að vera það líka og við verðum að búa við stöðugleika í myntkerfinu.
Á að ná þeim markmiðum með því að brenna upp sparifé þeirra sparsömu, einu sinni enn. Eins og er þá eru innlánsvextir mjög neikvæðir í stórum hluta Evrópu. Peninganir rýrna og þeir munu rýrna miklu miklu meira þegar alþjóðleg verðbólga mun taka við sér í kjölfar risafenginna fjárútláta ríkissjóða um víða veröld.
Við þekkjum öll neikvæðu hliðarnar í verðtryggingu. En jákvæðu hliðarnar eru þó þær að sparnaður eflist, fólki er óhætt að eiga peninga og framboð af fjármagni til atvinnusköpunar er miklu miklu meira og betra.
Þeir sem trúa mér ekki ættu að reyna að selja óverðtryggð löng ríkisskuldabréf á næstunni. Þetta er núna um 1,5-2 trilljón dollara markaður á heimsvísu. Ríkissjóðir um víða veröld bjóða svona bréf, því annars gætu þær ekki selt skuldirnar sínar. Á almenningur að blæða einu sinni enn?? Eða ætlar ríkið einu sinni enn að koma almenningi á hausinn?
Það er vel hægt að fleyta stórauknu viti þá í verðbólgumarkmiðs-stefnu Seðlabanka Íslands sem byggir grunninn undir stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Það eina sem til þarf er að hugsa smávegis. Að láta erlenda verðbólgu koma að fullu inn í CPI- vísitöluna er ekki sérlega vel hugsuð stefna fyrir land sem aldrei getur orðið bara sæmilegur kandidat í optimal currenct area. Þeir sem halda annað eru haldir alvarlegri hugsanavillu. Þeir neita einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir. Þessir aðilar vilja ræna Íslandi öllum möguleikum til hagvaxtar, velmegunar og velferðar almenningi til handa um alla eilífð. Þeir hugsa ekki og ættu því að fá sér nýtt starf í gjaldþrota bönkum.
Stjórnmálamenn: hættið vinsamlegast að yfirbjóða. Það eru skattgreiðendur og sparifjáreigendur sem þurfa að bogra þetta yfirboð ykkar!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2009 kl. 20:26
Ég tel að það gagni lítið í þessu efni að tengja krónuna við ákveðna mynt. Það er vegna þess að ef gjaldeyrir fer að streyma meira úr landi en í það þá geta stjórnvöld alltaf breytt genginu í einu stökki við þessa mynt og þar með er komið gengistap og verðbólga, sem gerir krónuna verðminni. Því munu lánveitendur alltaf líta á það, sem áhættu að lána í íslenskum krónum ef ekki er meiri trygging á bakvið verðmæti krónunnar en yfirlýsing stjórnvalda um að gengi krónunnar eigi að vera fasti við ákveðna sterkari mynt.
Eina lausnin felst því í að taka upp aðra mynt en krónunna. Sterkasti leikurinn í því er að ganga í ESB og taka upp Evru. Þannig verðum við aðilar að þeim seðlabanka, sem gefur út þá mynd og þar með fáum við hlutdeild í myntsláttuhagnaðinum auk þess að viðkomandi seðlabanki er til þarutavarar fyrir okkar banka og þar með verður hættan á gjaldeyrisskorti minni en ella.
Að afnema verðtryggingu með íslensku krónunna, sem gjaldmiðil tel ég hins vegar vera óráð. Það er vegna þess að ég tel að það munu engir fagfjárfestar kaupa skuldabréfasafn með lánum til langst tíma í íslenskum krónum með föstum vöxtum. Þess vegna tel ég að ef við bönnum verðtryggingu þá fáum við í stað óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Það að fara úr verðtryggðum húsnæðislánum í óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum tel ég vera að fara úr öskunni í eldin fyrir húsnæðiskaupendur. Slík lán verða með miklu meiri sveiflum í greiðslubyrði en verðtryggð lán ef til verðbólguskots kemur.
Sigurður M Grétarsson, 21.3.2009 kl. 21:32
Halldór Jónsson tilheyrir þeim hópi þjóðfélagsþegna að hafa séð grátlega eftir sínum skuldum þegar verðbólgan kveikti í höfuðstólnum á sínum tíma. Þá komu jafnaldrar hans og samþykktu verðtrygginu á lánum og launum. En síðan ákváðu þeir hinu sömu að verðtrygging launa væru nú ekki gott og tómu það af. En vegna lífeyrissjóðanna sem þeir væru nú að fara njóta þá þyrfti að halda í verðtrygginguna.
Sem betur fer höfum við mann eins og Jón Magnússon sem hefur í langa tíð barist fyrir réttlæti og hef ég í langan tíma stutt hans tillögur! Hvers vegna?
Kæri Halldór.
Lánveitandi á íbúðarláni hefur verðtryggingu þannig að hver lánuð króna heldur sínu verðgildi. Að auki fær lánveitandinn a.m.k 4,5% aukalega vexti. Til þess að tryggja sig meira tekur hann lántakanda í sjálfskuldarábyrgð og veð í húsnæði. Hvernig í ósköpunum getur þessi lánveitandi tapað á þessari lántöku? Viðskipti er spil þar sem viss áhætta er við líði. Hvernig væri að það væri jafnvægi á milli lánveitanda og lántaka? Ef verðtrygging verður við líði á íbúðarlánum verðum við að hefja aftur verðtryggingu á launum og takmarka viðbætta vexti við 0,5-1%.
Jón....loksins eru ekki einungis einstaka menn farnir að taka upp þín baráttumál heldur einnig heilu flokkarnir.
Haraldur Haraldsson, 21.3.2009 kl. 22:03
Verðtryggingin nú seinni ár er í raun hluti vandans og það verður að færa niður verðtryggð krónulán svo þau lækki eins og aðrar krónur hafa gert í verðbólgunni. Afnám vertryggingar nú er hinsvegar afleikur því hennar er þörf á næstu misserum vegna endurfjármögnum bankana. Ég bendi á þetta blogg mitt hér til að rökstyðja það
Guðmundur Jónsson, 21.3.2009 kl. 22:44
Hvernig líst þér á það Haraldur að lífeyrissjóðurinn þinn verði lánaður út til 20 ára án verðtryggingar ? Veist þú hver verðbólgan verður 2020 ?
4.5 % -8 % vextir ofaná verðtryggingu er líklega hæstu vextir sem til eru í heiminum utan Mafíunnar. En líklega hafa markaðsaðstæður orðið til þess að valið stendur milli þeirra og verðtryggingar eða enginna lána eins og staðan var þegar ég var ungur.
Mín kynslóð hafði minni aðgang að lánsfé eðlilega vegna þes að enginn vildi lána fé á neikvæðum vöxtum. Ég hugsa að Harladur vilji það ekki heldur fyrir hönd síns lífeyrissjóðs. Það væri ágætt að hann og Jón Magnússon svari því hvort þeir vilji að allir geti fengið Íbúðalánasjóðslán á 4.9% og verðtryggingu fyrir 80 % af kaupverði íbúðar eða kannske 25 % hlutfall á neikvæðum niðurgreiddum vöxtum ?
Halldór Jónsson, 22.3.2009 kl. 12:06
Að boða niðurfellingu lánavísitölunnar er annaðhvort pólitískt yfirboð eða heimska. Allir ættu að vita hverjar afleiðingarnar yrðu í verðbólgu-samfélagi. Hins vegar ef við tökum upp sterkan innlendan gjaldmiðil, sem nýtur bakstuðnings sterkrar erlendrar myntar, nýtur jafnframt stuðnings af Stjórnarskránni og er undir stjórn Myntráðs, er lánavísitala ónauðsynleg.
Ég held að það sé þetta sem þú ert að segja Jón. Fastgengið verður að koma á undan niðurfellingu vísitölubindingarinnar, eða réttara sagt vísitalan verður ónauðsynleg.
Sigurður kynntu þér hugmyndir mínar um Myntráð. Þú finnur mikið efni á blogginu mínu. Ef þú skilur ekki eitthvað af því, þá er ég alltaf reiðubúinn að útskýra málið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 22.3.2009 kl. 15:46
Kæri Loftur. Vinsamlegast ekki bera á borð fyrir okkur myntráð.
Ef þú veist bara snefil um þær forsendur sem þurfa að vera til staðar til að land geti tekið þátt í myntbandalagi eða myntráði þá ættir þú að vita um þá grunn staðreynd að Ísland fellur ENGAN veginn inn undir skilgreininguna sem candidat/þáttakandi í optimal currency area eða myntráði eða myntbandalagi. Til þess eru hætturnar á asymmetric shocks svo geigvænlegar að þetta myndi svara til að skera fæturnar undan spretthlaupara.
ÍSLAND GETUR ALDREI TEKIÐ ÞÁTT Í MYNTBANDALAGI EÐA MYNTRÁÐI án þess að velmegunarmöguleikar Íslands séu hálshoggnir um alla framtíð. Og ég endurtek: ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ ÚT AFTUR. ENGIN!
Þið virðist ekki koma auga á hvað það var sem olli þeim óförum sem margt venjulegt ráðsett fólk á við að glíma núna. Nei, það komið þið ekki auga á. Það eru svo sannarlega EKKI hin verðtryggðu lán. Nei, það eru óverðtryggð myntlán í erlendum gjaldmiðli sem fólk fær laun sín EKKI útborguð í. Þeir sem ráðlögðu fólki að taka þessi lán eru núna gjaldþrota. Þeir eru gjaldþrota vegna þess að þeir eiga skilið að vera gjaldþrota því þeir voru lélegir kjánar. Bankanir voru bikkjur með hor í nefi og kryppu. Stjórnað af glæframönnum. Fjármálaeftirlitið var ennþá verra. Það var eins og dömubindi. Enda er búmerki Fjármálaeftirlitsins nákvæm eftirlíking af Always Ultra dömubindum. Aular með hor. Sama er að segja um bankamálaráðherrann sem var. Einnig auli með hor.
Afsakið orðbragðið, en það þýðir ekki að hengja bakara fyrir smið í það endalausa.
Komið til aftur til vits og rænu kæru stjórnmálamenn. Þið eruð vonlausir eins og er. Alveg clueless, því miður
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2009 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.