Leita í fréttum mbl.is

Lánastofnun litla kapítalistans líður undir lok.

Kaupmenn við Laugaveginn stóðu fyrir stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á sínum tíma. Markmiðið var að sparisjóðurinn þeirra gæti verið lánveitandi og bakhjarl smáatvinnurekenda og einyrkja í atvinnurekstri.  Í tímans rás gleymdu stjórnendur SPRON þessu markmiði og breyttu sér í fjárfestingabanka sem veðjaði á lottómarkaðnum.

Hefðu stjórnendur SPRON gætt þess að vinna í samræmi við upphafleg markmið væri SPRON öflugasta bankastofnunin í dag.

Á sínum tíma vildu framsýnir menn steypa lánasjóðum atvinnuveganna saman í einn banka til að greiða fyrir útlánum og fjárhagslegum stuðningi við atvinnufyrirtæki í landinu og sprotafyrirtæki. Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður mynduðu Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Sá fjárfestingabanki átti að vera öflugur bakhjarl til eflingar íslenskra atvinnufyrirtækja. Því miður varð sá banki fyrstur til að fara út á lottómarkaðinn og það áður en bankarnir voru einkavæddir.  Einkavæðingin olli því ekki þeim straumhvörfum sem urðu í bankamálum þjóðarinnar öfugt því sem að Steingrímur J og félagar halda fram. FBA rann inn í Íslandsbanka og saman urðu þeir að Glitni og fjármunir lánasjóða atvinnulífsins urðu að engu.

Þessi einföldu dæmi sýna hvað það var mikið óráð að hverfa frá markaðshyggju smákaupmannsins og halda að markaðshyggja Wall Street gæti verið þjóðinni lyftistöng.

Er ekki kominn tími til að endurreisa gömlu gildin í lánamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Halli pípugleypir og það lið stal af þeim fyrirtækjum  Iðnlánasjóði sem höfðu byggt hann upp til að stofna FBA.   Þau fengu ekkert nema skít og skæting frá honum.

Halla var mútað með loforði um  frítt kostoglogi fyrir félag sitt á kostnað FBA. Svo kom i Bjarni Ármannsson og notaði bankann til að búa til Baug, braskaði svo duglega fyrir eigin reikning með peningum bankans og varð milljarðer sjálfur. Renndi honum svo inní Íslandsbanka og  úr varð Glitnir.

Svo stal Jón Ásgeir þeim banka öllum og setti hrossatað frá sjálfum sér í stað peninganna. Nú á enginn neitt eftir nema Jón Ásgeir. Og allir búnir að gleyma að Jón Magnússon var einu sinni formaður Iðnlánasjóðs.

  Sic transit gloria mundi.

Halldór Jónsson, 23.3.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og já, ekki gelyma að Jón Ásgeir er núna búinn að kála bæði BYR og SPÐRON til viðbótar Glitni. Hann er merkasti og lánssamasti bankamaður Íslandssögunnar að mínu viti.

Halldór Jónsson, 23.3.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Jón. Þarna var einkaframtakinu rétt lýst það þótti ekki við hæfi að hafa fé án hirðis svo komu fjárhirðarnir og hirtu alt féð. græðgin er aldrei góð.

Það er þetta dæmalausu sérhagsmunir það er ekki verið að vinna fyrir samfélagið heldur á samfélagið að vinna fyrir einstaklinginn.

Þið verðið að fara að spyrja ykkur hvað get ég gert fyrir samfélagið okkar en ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, af því ég er svo góður og klár

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.3.2009 kl. 22:24

4 identicon

Mætti vera nákvæmara hjá þér.Það voru iðnaðarmenn sem stofnuðu SPRON m.a. afþví þeir höfðu engan lögbundin rétt til lána eins og t.d.

bændur.

Hann var því í upphafi n.k. smálánabanki en að vísu öll lán tryggð með

belti og axlaböndum.

Stofnfjáreigendur- í andstöðu við lög-  stálu  eiginfénu og varasjóðnum og því var hann varnarlaus og viðbættist taprekstur á

hefðbundinni lánastarfsemi: vaxtagjöld dugðu ekki fyrir rekstrarkostnaði. 

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heyr, heyr

Haraldur Haraldsson, 24.3.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Það endurreisir engin gömul gildi í lánamálum á galtómri buddu sem þjófarnir eru búnir að stela öllu úr.

Halldór Jónsson, 24.3.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband