Leita í fréttum mbl.is

Gæfuspor stigið með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu.

Í dag eru 60 ár liðin frá því að Alþingi samþykkti aðild að Atlantshafsbandalaginu. Með því skipuðum við okkur í hóp vestrænna lýðræðisþjóða og tókum afstöðu gegn ógnarstjórnum kommúnista sem þá ógnuðu frelsi og öryggi fólks og þjóða í Evrópu.  Fáir fjölþjóðasamningar hafa haft jafn mikilvæg og jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og aðildin að NATO.

Fyrir 60 árum þegar Alþingi ræddi aðild að NATO efndu kommúnistar til óspekta á Austurvelli og aðfarar að lýðræðislega kjörnum fulltrúum í því skyni að reyna að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti aðild að NATO sem betur fer mistókst sú aðför. Hefði hún tekist er hætt við að staða Íslands hefði orðið önnur og verri.

Á 60 ára afmæli aðildar að Atlantshafsbandalaginu þá ætti að minnast þess sérstaklega þegar Ísland tók afstöðu með frelsi gegn helsi. Með frjálsum þjóðum gegn einræðinu. Með mannréttindum gegn ógnarstjórnum.

Það er óneitanlega sérkennilegt að forseti Alþingis skuli ekki sjá neina ástæðu til að minnast þessara merku tímamóta en hópur kommúnista skuli ítreka andstöðu sína gegn NATO með mótmælafundi á Austurvelli. Fólkið sem hefur sannanlega haft rangt fyrir sér í utanríkismálum í 60 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Þór Tryggvason

,,Á 60 ára afmæli aðildar að Atlantshafsbandalaginu þá ætti að minnast þess sérstaklega þegar Ísland tók afstöðu með frelsi gegn helsi. Með frjálsum þjóðum gegn einræðinu. Með mannréttindum gegn ógnarstjórnum."

Gæti ekki verið meira sammála. Flottur pistill Jón.

Erlingur Þór Tryggvason, 31.3.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 4062
  • Frá upphafi: 2426906

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3772
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband