Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðarhópur Vinstri grænna í baráttu fyrir ólöglega innflytjendur.

Aðgerðarhópur Vinstri grænna hefur gert þá kröfu að ólöglegum innflytjendum sé haldið í landinu sem lengst á kostnað íslenskra skattgreiðenda.  Á sunnudaginn fóru félagar í aðgerðarhópnum ásamt nokkrum félögum úr Borgarahreyfingunni að heimili dómsmálaráðherra til að knýja á um að ekki yrði farið að þeim reglum sem Ísland hefur í gildi varðandi ólöglega innflytjendur.  Að sjálfsögðu voru ríkisfjölmiðlarnir og aðrir fjölmiðlar með í för en þeir láta sig aldrei vanta þegar aðgerðarhópur Vinstri grænna grípur til aðgerða óháð því hversu smekklegar eða smekklausar þær eru.

Aðgerðarhópur  Vinstri grænna hefur allt of oft farið yfir eðlileg mörk. För hópsins að heimili dómsmálaráðherra á sunnudaginn er þessu fólki til skammar. Til hvers var farið? Til að knýja á um að dómsmálaráðherra tæki ákvörðun andstætt fjölþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Til að knýja á um að ólöglegir innflytjendur og hælisleitendur yrðu sem lengst á Íslandi á kostnað íslenskra skattborgara.

Mér er ljóst að Vinstri grænir vilja ekki hafa neinar hömlur á för fólks milli landa. Þeir geta haft þá skoðun en meiri hluti þjóðarinnar hefur aðra skoðun og hefur þess vegna sett sér ákveðnar lagareglur í samræmi við bandalagsþjóðir sínar í Evrópu. Vilja Vinstri grænir að við hættum í því samstarfi og lýsum yfir opnum landamærum.  Vill aðgerðarhópurinn það?

Þeir sem láta sér detta í hug að kjósa Vinstri græna í næstu Alþingiskosningum ættu að skoða vel stefnu þessa flokks og aðgerðir. Samræmast upphlaup aðgerðarhóps Vinstri grænna um opin landamæri fyrir alla innflytjendur t.d.  þínum skoðunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Þér finnst sem sagt að senda eigi alla til baka, sama hvað bíður þeirra? Jafnvel þótt líf manna sé í hættu?

Svona málflutningur er þér vart sæmandi, er það?

Opin landamæri og frjáls innflutningur erlendra borgara er ekki það sem þetta mál snýst um og þú veist það vel.

En það er nú alltaf svo skrítið með suma Íslendinga, að þeir vilja fá að fara um allt, flytja þangað sem þeir vilja, en harðneita svo að það eigi að gilda um aðra. Skrítið!

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 1.4.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Einar Axel Helgason

Ég vil einfaldlega leiðrétta þá dellu að Vinstri grænir eða nokkur annar stjórnmálaflokkur sé miðpunktur þeirrar aðgerðarhreyfingar sem tekið hefur sér fótfestu á landinu. Stór hluti þeirra eru til dæmis anarkistar, sem margir hverjir eru almennt andvígir hvers konar kerfi stjórnmálaflokka eins og það birtist okkur í dag.

Ég held reyndar að greinarhöfundur hafi, þrátt fyrir allt, næga greind til þess að gera sér nokkurn veginn grein fyrir þessu. Ég túlka þetta því þannig að hann, líkt og margir flokksbræður hans, séu einfaldlega vísvitandi að dreifa rógi.

Það má líka benda á að hér ræðir ekki um ólöglega innflytjendur, ekki einu sinni í lagalegum skilningi – þetta ætti höfundur að vita sem lögfræðingur – heldur hælisleitendur. Það er skýr og breiður greinarmunur þar á.

Einar Axel Helgason, 1.4.2009 kl. 12:14

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Jón

Ég hef eindregið tekið undir með þeim sem reynt hafa að styðja við hælisleitendur sem hingað hrekjast (þeir eru ekki ólöglegir innflytjendur), og hef þó aldrei verið kenndur við Visntri-græna.

Ég lít þannig á að allir jarðarbúar og ekki síður við Íslendingar en aðrir gætu einn dag orðið hælisleitendur - þurft að flýja heimslóðir og leita á náðir annarra þjóða og ríkja. Það gæti hvort heldur gerst vegna náttúrhamfara, stríðsátaka eða blöndu af mannlegum og óviðráðanlegum orsökum.

Ég hef hitt fólk sem dvelur á Fitjum og mér blandast enginn hugur um að það fólk vill ekkert fremur en að geta séð um sig sjálft, fá að vinna fyrir sér og koma að notum, bæði sér og öðrum.

Ef við tökum mark á Kristi, þeim sem reis upp á þriðja degi, ættum við að elska náunga okkar eins og sjálf okkur og breyta gagnvart honum eins og við myndum vilja að breytt yrði gangvart okkur - er það ekki?

- Hin harðbýl eldfjallaeyja Ísland fremur öðrum vestrænum löndum gæti hrakið íbúa sína á flótta vegna náttúruhamfara. Það gætu orðið við, börnin okkar eða seinni afkomendur sem yrðu fyrir því. Hversvegna skyldum við ekki virða annað fólk á hrakhólum sem til okkar leitar þess að gera það sem í okkar valdi stendur til að skoða mál þeirra eins og Sameinuðu þjóðirnar mælast til og veita þeim sem við getum tækifæri til að hefja nýtt líf og sjá um sig sjálfa?

Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2009 kl. 14:44

4 identicon

Sammála þér.  Þau fóru algjörlega yfir strikið með þessu og fjölmiðlar éta þetta hrátt og birta..

Valdimar Agnar

Valdimar A Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:53

5 identicon

Spurt er: Samræmast upphlaup aðgerðarhóps Vinstri grænna um opin landamæri fyrir alla innflytjendur t.d. þínum skoðunum?

Svarað er: Já.

Annars getum við rætt þetta betur yfir matnum sem þú svíkur sífellt.

Halli

Haraldur Ingi Þorleifsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:23

6 Smámynd: Jón Magnússon

Halli það eru engin svik ef þú fylgist með þinginu þá áttar þú þig á að það er ekkert svigrúm því miður.  Þinginu lýkur vonandi fljótlega og þá ræðum við málin í matnum sem ég mun ekki svíkja kæri vinur.

Jón Magnússon, 1.4.2009 kl. 22:53

7 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Hæ, nú voru skip að farast við afríku og mikill mannskaði,það biðu bæði melludólgar og aðilar í mannsali eftir þessum hóp í öllum löndum, að geta tekið af öllum um 50% af launum er ekki svo lítið,þessir menn hafa með sér fólk sem búið er að múta, og sömu aðilar geta kallað alla fyrir rasista sem sjá í gegnum þennan laik

Bernharð Hjaltalín, 2.4.2009 kl. 03:33

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki við öðru að búast af þessu liði.

En sé einhver í lífshættu, ber að sjálfsögðu að taka tillits til þess.

Jón Valur Jensson, 2.4.2009 kl. 06:47

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þessi flóttamannamál eru orðinn ansi vandræðaleg fyrir Ísland. Þetta fyrirkomulag getur ekki gengið til lengdar. Það er gjörsamlega óásættanleg að velt fólki hérna í kerfinu í mörg ár. Ungur drengur sem kom hingað 17 ára er 24 ára í dag og veit ekki enn hvorn fótinn á að stíga í. 7 af einhverjum bestu árum hans eru farinn í þetta rugl.

Ég sá einhvern tímann heimildarmynd um flóttamenn sem komu til stórra Evrópulanda, minnir að það hafi verið Spánn og Bretland sem hafa tekið upp einhverskonar löggjöf um að svar beri að gefa flóttamönnum 48 klukkustundum eftir að þeir óska eftir hæli, ef svarið er játandi þá fá þeir hæli, annars verða þeir að fara á brott. Það er ekkert hægt að leyna því að fæstir fá hæli, en það er sama upp á teningnum hérna á landi, og mér þykir þetta mun mannúðlegra en að halda fólkinu hérna í mörg ár, stundum áratugi á milli vonar og ótta og síðan er það sent heim eftir allan þennan tíma. Þetta gengur ekki lengur upp.

Jón Gunnar Bjarkan, 2.4.2009 kl. 07:27

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þekkjandi mikið af þessu liði sem er þarna í fremstu línu get ég tekið undir með Einari Axel, þetta hefur ekkert með VG að gera og margir af þeim fremstu þarna fíla VG alveg jafn lítið og XD...

...sem minnir mig eimmitt á það.

XD er flokkur hvítliðana sem börðu á almúganum þegar sjálfsákvörðunarréttur þjóðar vorrar var seldur, 5 árum eftir sjálfstæði, í heldur árásarbandalags NATO...

...tilviljun að þú skulir taka upp þetta hjal nú þegar þú ert kominn aftur í XD?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.4.2009 kl. 10:52

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Göngum úr Schengen tafarlaust og tökum upop vegabréfaskyldu. Stöðvum innflutning erlends vinnuafls meðan svona erfitt er hérna. EES er hvort sem er aftengt um þessar mundir. 

Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 13:31

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hananú !

Við bjuggum ekki til vandamálin sem þetta lið er að flýja. Af hverju ber okkur skylda til að leysa þau með okkar landi, þjóðerni og menningu ?

Halldór Jónsson, 4.4.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 490
  • Sl. viku: 4060
  • Frá upphafi: 2426904

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3770
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband