Leita í fréttum mbl.is

Skattpíningin verður algjör hjá Rauðgrænu ríkisstjóninni.

Það er athyglivert að talsmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna reyna sem mest þeir geta að tala sem minnst um hvað ríkisstjórnin ætlar að gera eftir kosningar.  Af hverju skyldi það nú vera? Vegna þess að þeir viti ekki hvað þeir ætla að gera? Eða vegna þess að þeir viti það vel að besta leiðin til að reita fylgið af Vinstri Grænum og Samfylkingunni er að gera kjósendum grein fyrir því núna hvað þeirra ríkisstjórn ætlar að gera eftir kosningar.

Mér er nær að halda að Rauðgræna ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar muni beita svipuðum aðferðum og flokksbræður þeirra í Bretlandi. Gordon Brown og Alstair Darling sem beittu Ísland hryðjuverkalögum í október s.l.  Flokksbræðurnir í Bretlandi hafa nú kynnt stefnu sína í ríkisfjármálum og þar kemur fram að stefnt er að stórkostlegum skattahækkunum. Lagður verður á hátekjuskattur. Álögur á áfengi verða hækkaðar.  Skattar á bensín verður hækkað Auk þessa er stefnt að margvíslegum öðrum skattahækkunum. Lántökur  breska ríkisins verða auknar gríðarlega og þjóðarframleiðslan mun dragast saman um 3.5% samkvæmt eigin spá sósíalistanna í Bretlandi.

Ætla má að það sama verði upp á teningnum hjá sósíalistunum í Rauðgrænu ríkisstjórninni hér að ríkisstjórn Samfylkingarinar og VG muni hækka skatta gríðarlega og reyna að skattleggja þjóðina út úr vandanum. Því miður er ég hræddur um að minna fari fyrir sparnaðinum. Hvað skyldi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segja um að leggja niður sendiráð og fækka sendiráðum og afnema aðstoðarmannakerfi sumra þingmanna?  Hún hefur ekki tjáð sig um það. Hennar stefna er að skattleggja þjóðina út úr vandanum og það mun bíða þjóðarinnar fari kosningarnar eins og skoðanakannanir gefa til kynna.

Þjóðin ætti að minnast þess nú af hverju það var vígorð eftir síðustu vinstri stjórn. Aldrei aftur vinstri stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkistjórn Sjálfstæðisflokksins lækkaði aldrei skatta á venjulegt launafólk, ekki heldur í "góðærinu". Ríkistjórn Sjálfstæðisflokksinstók skar burt niðurgreiðslur Tryggingarstofnunar á tannlækningar fyrir börn svo eitt dæmi sé tekið af grimmd og mannvonsku. Loksins hátekjuskattur, húrra!

Rósa (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Það er athyglivert að talsmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna reyna sem mest þeir geta að tala sem minnst um hvað ríkisstjórnin ætlar að gera eftir kosningar - Það sama á við um flokkinn sem þú straukst yfir í rétt fyrir kosningar!

Skattahækkanir. Það er alveg ljóst að auka þarf tekjur ríkisins, ein leiðin er að sjálfsögðu að sækja peninga til þeirra sem á því hafa efni, t.d. þeir sem hafa yfir eina milljón á mánuði. Einnig þeirra sem raka inn peningum á fjármagni. Auðvitað á að hækka skatta hjá þessu fólki. Sjallar verða að hætta að hugsa eingöngu um rassinn á sjálfum sér og taka til við að hjálpa þeim sem minna mega sín!

Eysteinn Þór Kristinsson, 23.4.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta vinur minn Jón. Það verður sjónarsviptir að þér á þingi. En þú þarft þá ekki að hlusta á bullið í þeim nýju kommum sem þar munu þenja gúla sem mest á næsta þingi. Þú kemur bara næst.

Sannarlega  vildi ég óska að sem flestir kjósendur myndu lesa þessi skrif þín fyrir laugardaginn. Þá væri enn stund til að iðrast fyrir andlátið. Mig hryllir við þeirri framtíð sem þú lýsir enda munum við báðir tímana tvenna og þrenna.

Gleðilegt sumar og þökk fyrir margar góðar árstíðir í samneyti við þig.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir með þér, þetta er ráðalaust fólk sem vill ekki segja annað en það sem dregur að atkvæði og þegir svo um annað.

Þá er þessi brella þeirra að leika góða löggu vonda löggu skondin, VG segjast á móti ESB og Samfylkingin segist með ESB þannig að atkvæði fara á sitt hvorn vinstri flokkinn en allir enda samt sem stuðningsmenn aðildar að ESB fyrir rest er ný ríkisstjórn þeirra afhjúpast.

Þetta virðist nefnilega vera nánast einn og sami flokkurinn er upp er staðið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.4.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég sé ekki hvað er svona skelfilegt við skattahækkunartillögur VG, sýnist þetta frekar hóflegt.

Það mætti spyrja hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að segja upp mörgum opinberum starfsmönnum í fjöldauppsögnum.

Matthías Ásgeirsson, 24.4.2009 kl. 08:37

6 identicon

Allt sem Gordon er að fara að gera gerðuð þið í fyrra ertu ekki á Íslandi maður, vín hækkaði í fyrra bensínið lækkaði loksins hjá okkur þegar gengið lagaðist þá hækkuðuð þið það.

Ég bjó einu sinni í Danmörku og þar er til máltæki sem þið ættuð nú að læra.

Maður kemst á heimsenda á lyginni en þú kemst aldrei til baka aftur.

Kaus þig í síðustu kosningum her í reykjavík suður.

Jónas Finnbogason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:53

7 identicon

Hvar ætlar sjálfstæðisflokkurinn að spara? Hvar á að finna þessa 120 milljarða sem uppá vanntar til að ríkissjóður sé rekinn á núlli?

Geir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:12

8 identicon

Sæll Jón.

Ég er ekki í minnsta vafa um að þetta er allt rétt hjá þér. Þetta lið mun þurrka út millistéttina á Íslandi. Það hefur lengi verið draumur sósíalista sem hatast við borgarastéttina og gildismat hennar.

En hverju og hverjum er um að kenna? Ríkisfjármálin eru ónýt. Landið er bókstaflega á hausnum. Ábyrgðin er margra en hún er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins.

Andvaraleysi Geirs Haarde fyrir hrunið var nánast glæpsamlegt. Frammistaða hans eftir hrunið hrein hörmung. Það er búið að eyðileggja þetta samfélag til marga ára.

Þar ber Sjálfstæðisflokkurinn þyngsta ábyrgð. Mér er ekki ljúft að segja þetta því ég hef oftast kosið flokkinn á síðustu áratugum.

Það geri ég ekki núna. Það þarf hugmyndafræðilega nýsköpun í flokknum. Ný forustua mun ekki gera það, kosningabarátta flokksins var ömurleg og þetta mun fara illa.

Sennilega þarf flokkurinn að klofna. Sósíalistarnir og einangrunarsinnarnir í flokknum eiga að mynda einn hóp og hinir frjálslyndu annan. Ég spái því að það gerist.

Ég get því miður ekki kosið flokkinn að þessu sinni. Mér þykir ábyrgð hans fyrir hrunið hrikaleg. Og frammistaðan eftir hrunið alveg skelfileg. Allar ákvarðanir Geirs reyndust rangar og það var eins og hann og fleiri gerðu sér bara enga grein fyrir ástandinu. Þetta er hörmulegt en satt.

Nú tekur við eyðimerkurganga flokksins. Vonandi tekst að endurnýja hann bæði hvað varðar pólitík og fólk. Þar þarf að fara fram allsherjar hreinsun.

Frjálslynt fólk þarf að eiga einhvern valkost í pólitíkinni hér eins og annars staðar.  Til þess þarf endurnýjun og sennilega klofning.

Vonandi gerist það sem fyrst.

Kveðja, KK, Reykjavík.

Karl (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:53

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Bráðfyndið að lesa þessi skrif í ljósi þess að í tíð hægri manna safnaðist auður á hendur örfárra

Heiða B. Heiðars, 24.4.2009 kl. 10:10

10 identicon

Þetta er slappasta ræðan á endaspretti sem ég hef séð frá þér, Jón. Það er engin launung að það verður að hækka skatta á þá sem eiga aflögu. Margir af samherjum þínum tala nú í málefnakróknum um "hækkun neysluskatta". Einu tillögu Sjálfstæðisflokksins sem ég hef séð um björgun heimila er ein af 18 hugmyndum Samfylkingar.

50% lægri greiðslur af húsnæðislánum sem Sjálfstæðisflokkurinn lofar nú í heilsíðuauglýsingum er í raun greiðslujöfnunin, ein af 18 aðgerðum í þeirri velferðarbrú sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur reist til að koma heimilunum yfir erfiðasta tímabilið. Lögin um greiðslujöfnun voru fyrst sett 1985 og svo breytt í nóvember 2008 að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins sem aðrir hafa löngu uppfyllt hlýtur að falla í flokk hinna allra hógværustu.

Þú veist auðvitað að það er verið að selja sendiráð í öllum heimsáfum. En út úr því koma 2-4 miljarðar, nettó. Það er lítið stopp í stórt gat. Meir að segja Frjálslyndir voru þó með athyglisverða hugmynd sem Borgarahryefingin tók upp: 5% leiðin-frysting höfuðstóls. 

Segðu mér og lesendum þínum nú á síðustu metrunum: Ef ekki á að hækka skatta, hvernig á að stoppa í 500 - 700 miljarða gat, nb. á tveimur árum?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 2219
  • Frá upphafi: 2454567

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2052
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband