Leita í fréttum mbl.is

Hvað tefur nýjan stjórnarsáttmála?

Jóhönnu Sigurðardóttur liggur greinilega ekki á að ljúka stjórnarmyndunarviðræðum og birta þjóðinni stefnuskrá ríkisstjórnarinnar sem kemur fram í stjórnarsáttmála stjórnarflokanna.

Hvað skyldi valda því að stjórnarsáttmálinn er ekki enn tilbúinn þrátt fyrir það að forsætisráðherra segi það ítrekað að engin vandamál séu uppi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Varla er textahönnuðum VG og Samfylkingarinnar mikill vandi á höndum við að koma hugsunum sínum og samkomulagi á blað. Nóg eiga þeir af íslenskufræðingunum til að gera það vitrænt málfræðilega og setningarfræðilega þó annars sé ekki krafist.

Miðað við síðustu yfirlýsingu forsætisráðherra þá er greinilegt að það er einhver snuðra á þræðinum hjá Jóhönnu og Steingrími og ekki verður annað séð en að samkomulag liggi ekki fyrir að öllu leyti. Forsætisráðherra segir að þau hafi nógan tíma og ekkert liggi á en er það svo:

Er ekki brýnt að bregðast strax við vanda skuldsettra heimila og einstaklinga

Er ekki brýnt að koma virkri bankastarfsemi í gang í landinu

Er ekki brýnt að  gera ráðstafanir til að draga úr atvinnuleysi

Þarf ekki þegar í stað að gera ráðstafanir í gjaldmiðilsmálum eða er meiningin að hafa áfram gjaldeyrishöft.

Hér er bent á nokkur atriði sem voru vandamál þegar samstjórn VG og Samfylkingarinnar var mynduð í boði Framsóknar. Á þeim tíma hefur krónan fallið, gjaldeyrishöft verið hert og atvinnuleysi aukist.

Jóhanna hvenær lýkur þínum tíma? Hversu slæmt þarf ástandið að verða til þess? Staðreyndin er sú að það ber brýna nauðsyn til að starfhæf ríkisstjórn taki til starfa sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti fyrrv. alþingismaður. Mikið rétt hjá þér. Auðvitað þarf þjóðin alvöru ríkisstjórn.  Af fréttum virðist sú stjórn um það bil að komast á koppinn.  Í þessu þjóðfélagi okkar er allt sem fellur  og þar er sjálfstæðisflokkurinn ekki undanskilin, sem mér og fleiri vel hugsandi landsmönnum þykir hvað ánægjulegast.  Skil ekkert í þér Jón minn, að hafa tekið pokann þinn á síðustu dögum þingsins og fært þig um skiprúm yfir á hripleka skútu íhaldsins.  En kannski er skýringin sú, að römm er sú, sem rekkann dregur, eða þannig.  

Þorkell Sigurjónsson, 4.5.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvað tók  það Sjálfstæðisflokkinn langan tíma að mynda þær ríkisstjórnir, sem hann sat í á  síðastliðnum 18 árum?  12 til 20 daga?  Hverslags óþol er þetta, Jón?

Auðun Gíslason, 4.5.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Lilja Mósesdóttir véfrétt VG hefur gefið í skin að IMF sé til trafala.  Svo voru flokkarnir með enga nákvæma stefnu fyrir kosningar.  Vinna sem átti að fara fram fyrir kosningar er verið að vinna núna.  Merkilegt hvað margir kjósendur finnst þetta bara fín vinnubrögð.  Það eru ekki gerðar miklar kröfur til íslenskra stjórnmálamanna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 479
  • Sl. sólarhring: 659
  • Sl. viku: 4983
  • Frá upphafi: 2467934

Annað

  • Innlit í dag: 437
  • Innlit sl. viku: 4627
  • Gestir í dag: 425
  • IP-tölur í dag: 420

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband