Leita í fréttum mbl.is

Sérkennilegur veruleikaheimur fjármálaráðherra

Sama dag og Vinnumálastofnun tilkynnti um að 283 hefði verið sagt upp í hópuppsögnum um síðustu mánaðarmót, sagði fjármálaráðherra á blaðamannafundi að það væri ánægjuefni að atvinnuleysi hefði ekki aukist og mundi samkvæmt spám ekki ná 10%.

Atvinnuleysi karla á höfuðborgarsvæðinu er samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar nú um 11%. En höfuðborgarsvæðið er ekki í kjördæmi fjármálaráðherra svo sem flestir vita.

Atvinnuleysi er nú með því mesta sem verið hefur í landinu. Einu ánægjulegu tíðindin hvað atvinnuleysið varðar er að það dragi úr því og það verulega.

Forsætisráðherra segir að ekkert liggi á að mynda ríkisstjórn og fjármálaráðherra segir það ánægjuefni að atvinnuleysi skuli ekki aukast. Var það þetta sem fólkið vildi sem kaus V og S?

Eitt er víst að tími Jóhönnu varir ekki að eilífu og með sama áframhaldi verður hann liðinn áður en varir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Tíminn sem það tekur að mynda ríkisstjórn er allt of langur að mínu viti, ekki hvað síst undir þeim kringumstæðum sem uppi eru.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það JÁKVÆÐASTA við VINSTRI menn er þeirra flotti HÚMOR....  Með & á móti stjórnin fær mig alltaf til að brosa breitt - fyrst var það "Skjaldborg" - ekki fengu við "tjaldborg" - svo var það "Velferðabrú" - en það skortir BARA fjármagn til að reisa hana, svo var það "Vinna & velferð" - sú vinna felst nú aðallega í því að maður gengur um & mælir göturnar í sjálfboðavinnu....  Ég vona svo innilega að Kolbrún verði AFTUR umhverfisráðherra svo hægt sé að FRIÐA Drekasvæðið, svo Drekinn í skjaldmerki okkar fái að vera í friði á "Drekasvæðinu...!"  Alveg óborganlegt lið, í víðasta skilningi þess orðs!  "Can yOu believe it - they are not going to pay..?"  Íslendingar eru fyndinn þjóð...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 6.5.2009 kl. 03:33

3 identicon

Þetta er svo sannarlega afkáralegt ástand Jón, menn eru blindir.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 319
  • Sl. sólarhring: 594
  • Sl. viku: 4823
  • Frá upphafi: 2467774

Annað

  • Innlit í dag: 291
  • Innlit sl. viku: 4481
  • Gestir í dag: 289
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband