Leita í fréttum mbl.is

Matseðill frá Lýðheilsustofnun?

Nú ætlar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra að leggja á sykurskatt til verndar tannheilsu barna. Í sjálfu sér ekki óeðlilegt að ráðherra forræðishyggjunnar skuli leggja slíkt til. Síðan er spurning hvort það eru margir sammála honum um að þetta sé besta leiðin eða hvort eðlilegra sé að einstaklingarnir ráði því sjálfir hvað þeir borða.

Á undanförnum árum hafa komið fram ótal tillögur á Alþingi um bann við ákveðnum matvælum og/eða skattheimtu. Stundum dettur mér í hug að ákveðinn hópur stjórnmálamanna telji heppilegast að borgararnir fái sendan matseðilinn fyrir vikuna frá Lýðheilsustofnun að viðlögðum sektum ef ekki er borðað í samræmi við það.

En hvar er þá persónu- og einstaklingsfrelsið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kaffi hættulegt heilsu? Er ekki feitt kjöt hættulegt heilsu? Eru ekki hertar fitur hættulegar heilsu? Finnast þær ekki í bakkelsi og kexi? Hvenær mun Ögmundur skattleggja þetta?

Palli (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:04

2 identicon

Neyslustýring er ekki heppileg. Hins vegar er full ástæða til að skoða hvað hægt er að gera til að bæta tannheilsu barna á Íslandi. Það er ekki ásættanlegt að Ísland sé þar í botnsæti. Ef hækkun á sælgæti skilar árangri í þeirri viðleitni er þessi skattur réttlætanlegur, rétt eins og að skattur á áfengi hemur eitthvað neyslu þess. Það er líka hægt að stilla þessu þannig upp að verið sé að leggja á skatt til að hafa eitthvað upp í þann kostnað sem samfélagið hefur af ofneyslu sykurs (tannskemmdir, offita o.fl.).  Ég vil líka leggja á sérstakan kolefnisskatt/umhverfisskatt í landinu en lækka skatta á launatekjur manna, einkum þeirra sem minnst bera úr bítum. Í þessari pólitík felst engin forræðishyggja, heldur viðurkennd hagfræðileg rök. En alfrjálshyggjan með froðuviðskiptin er komin á haugana eða til Tortila-eyja. Farið hefur fé betra.

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 05:37

3 identicon

Neyslustýring er ekki heppileg. Hins vegar er full ástæða til að skoða hvað hægt er að gera til að bæta tannheilsu barna á Íslandi. Það er ekki ásættanlegt að Ísland sé þar í botnsæti. Ef hækkun á sælgæti skilar árangri í þeirri viðleitni er þessi skattur réttlætanlegur, rétt eins og að skattur á áfengi hemur eitthvað neyslu þess. Það er líka hægt að stilla þessu þannig upp að verið sé að leggja á skatt til að hafa eitthvað upp í þann kostnað sem samfélagið hefur af ofneyslu sykurs (tannskemmdir, offita o.fl.).  Í þessari pólitík felst engin forræðishyggja, heldur viðurkennd hagfræðileg rök.

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Magnús þetta hefur ekkert með frjálshyggju að gera þetta hefur með það að gera hvort við treystum borgurunum til að taka ákvarðanir fyrir sig.  Það er svo margt sem er óskynsamlegt og heilsuspillandi sem margir líta á sem lífsgæði. Spurning er hvað á að ganga langt í að svipta fólk rétti til þess að taka ákvarðanir fyrir sjálft sig. Það finnst mér vera mergurinn málsins og það hefur ekkert með bankahrunið eða Tortillaeyjur að gera.  Það mál mætti hins vegar ræða við þig á öðrum vettvangi því mér sýnist að það veiti ekki af.

Jón Magnússon, 16.5.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 442
  • Sl. sólarhring: 530
  • Sl. viku: 5381
  • Frá upphafi: 2426015

Annað

  • Innlit í dag: 411
  • Innlit sl. viku: 4965
  • Gestir í dag: 402
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband