Leita í fréttum mbl.is

Mætti e.t.v. selja sendiráð?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í ræðu að leita yrði allra leiða til að draga úr útgjöldum ríkisins hvort sem okkur líkaði betur eða verr.  Þetta er alveg rétt hjá Jóhönnu og hefði farið betur hefði ríkisstjórnin byrjað markvissan niðurskurð ríkisútgjalda strax og Jóhanna tók við sem forsætisráðherra en það var þá og enn er tími alvörunnar.

Í gær var sagt frá því í frétt Morgunblaðsins að selja ætti sendiráð Íslands í París. Ég var mjög glaður þegar ég sá það og hugsaði með mér að loksins væri ríkisstjórnin að gera eitthvað rétt og meiri sparnaður hlyti að fylgja á eftir í þessum útþanda utanríkisþjónustugeira. En nei. Það átti að selja sendiráðið og kaupa nýtt og minna sennilega af því að það eru erfiðir tímar.  Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í mig. Á virkilega ekki að gera meira en þetta. Fjölmennasta sendiráð Íslands er jú í klukkutíma fjarlægð frá París. Þarf að vera sendiráð í París?

Að sjálfsögðu er þetta sendiráðabix gjörsamlega úrelt og allt of dýrt. Við höfum ekki lengur efni á því að haga okkur eins og kjánar og vera með sendiráð út um allar koppagrundir. Nú er mál til að spara í æðstu lögum embættismannakerfisins. Svo ég rifji það upp er ekki kominn tími til þess ágæti forsætisráðherra að leggja niður meir en helming íslenskra sendiráða erlendis og afnema aðstoðarmannakerfi þingmanna svo lítið eitt sé nefnt.

Forsætisráðherra og ríkisstjórnin verður ekki trúverðug meðan niðurskurður ríkisútgjalda bitnar í engu á forréttindaaðlinum í stjórnkerfinu.


mbl.is Leita verður allra leiða til að draga úr kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er hjartanlega sammála þér. Tími fyrir bruðl og flottræfilshátt er liðinn.

Hörður Þórðarson, 19.5.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Enn erum við að græða feitt á forsjálni Alberts heitins .

Karlinn keypti þetta á slikk á sínum tíma en var hagvanur þarna og vissi, að þetta hverfi ryki upp í verði.

Sama ver með Benzann sem hann keypti á sínum tíma, hann var notaður í um 20 ár margfalt á við hinar druslurnar sem keyptar voru á svipuðum tíma en entust miklu skemur.

Svarti Benzinn sómdi sér vel langt framyfir lífdaga hinna sem keyptir voru við svipuðu verði en minna umtali.

Danakóngur keypti á sínum tíma 1960 eða 1961 Mersedes Benz 600 Pulmann, langan viðhafnabíl.  Hann er enn í flottu formi og nýtist í allar opinberar serimoníur fram til þessa dags.

Menn EIGA að halda í það sem hald er í en henda hinu.

Gæði og klassi fyrnast seinna en glysið í Hummerum og Bömmerum með spinnkoppum og tilheyrandi.

Vil miklu frekar eiga fá og flott sendiráð en mörg og ljót.

Fækka í hópi fundafíkla hjá hinu opinbera og þannig spara fúlgur fjár.

Svo svona til umhugsunar:

Til hvers í andsk. eru menn að halda úti starfsemi á Akureyri, sem ekki er hægt að manna öðruvísi en með selflutningum með flugvélum daglega til og frá??????

Hvað kostar slíkt plat-status symbol??

Mibbó

leggur til að Flugvöllurinn í Vatnsmýri verði lagður af og þannig sparist fúlgur og samgöngur innan Rvíkur lagast nokkuð og svifryk minnkar.

:)

Bjarni Kjartansson, 20.5.2009 kl. 10:19

3 identicon

Hvað með ríkisguðinn... "hann" fær þúsundir milljóna árlega, sem er synd og glæpur gegn fátækri þjóð vinur minn.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað áttu við með ríkisguðinn DoktorE ég skil þetta ekki.

Jón Magnússon, 20.5.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sendiráð eru stofnanir sem sem settar voru á laggirnar fyrir tíma loftskeyta og sanna enn og aftur lögmál Parkinson.

Þessi pæling um ríkisguðinn er líklega byggð á misskilningi: Í Ásgarði situr Forseti og er einhverskonar ríkisguð.  Ólafur Ragnar gegnir aftur á móti embætti forseta lýðveldisins en rís ekki undir því að vera ríkisguð.

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 65
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6264
  • Frá upphafi: 2471622

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 5715
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband