Leita í fréttum mbl.is

Nú hvika allir.

Það var ánægjulegt að sjá að forsætisnefnd þingsins skyldi hafa afnumið aðstoðarmannakerfi fyrir landsbyggðarþingmenn. Þetta fyrirkomulag var fráleitt frá upphafi. Það á því ekki að leggja það niður tímabundið af fjárhagsástæðum eins og forsætisnefnd lætur í veðri vaka að gera eigi. Það á að afnema þetta kerfi og ekkert meira með það.

Ég er stoltur af því að hafa verið eini þingmaðurinn á síðasta þingi sem barðist gegn þessu kerfi og fannst það vera óþarft. Þá var það alveg fráleitt að skipta þingmönnum í mismunandi hópa eftir því hvort þeir voru svonefndir landsbyggðarþingmenn eða ekki.

Bretar hafa heldur betur brennt sig á því að heimila landsbyggðarþingmönnum á breska þinginu að vera á beit í buddu almennings. Sem betur fer er ekki sama kerfið hér en það þarf samt betra eftirlit með kostnaðargreiðslum til þingmanna hér á landi.

Nú þegar sú sjálfsagða aðgerð hefur verið boðuð að afnema aðstoðarmannakefi landsbyggðarþingmanna þá er rétt að Alþingi taki strax næsta skref og lækki styrki til stjórnmálaflokka í samræmi við lækkun sem verður að gera á framlögum á fjárlögum.


mbl.is Aðstoðarmannakerfið afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 440
  • Sl. sólarhring: 878
  • Sl. viku: 3721
  • Frá upphafi: 2448688

Annað

  • Innlit í dag: 420
  • Innlit sl. viku: 3472
  • Gestir í dag: 410
  • IP-tölur í dag: 396

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband