Leita í fréttum mbl.is

Að sjálfsögðu blöskrar sænsku hjálparhellunni Mats Josefsson.

Mats Josefsson var fenginn til að aðstoða okkur við að vinna okkur út úr efnahagsvandanum í kjölfar efnahagshrunsins í byrjun október.  Ummæli hans nú verða ekki séð í öðru ljósi en því að honum blöskri algjörlega viðbrögði stjórnvalda við þeim vanda sem við er að glíma og stefnu og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Eftir efnahagshrunið í október var mikilvægt að ná sem víðtækastri samstöðu. Vandinn var þess eðlis og er.  Ég taldi á þeim tíma og lagði til að mynduð yrði þjóðstjórn.

 Ljóst var að bregðast varð strax við vanda lántakenda í vísitölukerfi við þessar aðstæður. Það þurfti að taka vísitöluna úr sambandi og endurskoða peningamálastefnuna m.a. þannig að hætt væri við sjálfstæðan gjalmiðil en tekin upp fjölþjóðlegur gjaldmiðill.  Móta þurfti atvinnumálastefnu til skemmri og lengri tíma og móta samræmda afstöðu vegna bankahrunsins.

En ekkert af þessu var gert og þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi staðið sig vel við að halda greiðslulínum opnum eftir hrunið og tekist það sem er kraftaverk í sjálfu sér þá gerðist ekkert á stjórnarheimilinu í þáverandi ríkisstjórn vegna þess að Samfylkingarmenn hvikuðu og settu fram fráleitar kröfur miðað við þau vandamál sem fyrir hendi voru. Þeirra kröfur voru Ísland í EVrópusambandið og ráðherraskipti. Hluti Samfylkingarinnar fór í stjórnarandstöðu og hóf að grafa undan þáverandi ríkisstjórn m.a. tveir ráðherrar í síðustu ríkisstjórn. Kröfunni um þjóðstjórn var algerlega hafnað.

Eftir að draumastjórn Össurar Skarphéðinssonar guðföður ríkisstjórnarinnar hafði verið mynduð af Vinstri grænum og Samfylkingunni í kjölfar ofbeldis sem aðilar m.a. nokkrir þihgmenn þessara flokka studdu og voru í sambandi við mótmælendur varðandi skipulag aðgerða um árás á lýðræðislega kjörið Alþingi og ríkisstjórn, þá hófst tímabil mannfórnanna þar sem þeim sem helst höfðu komið í veg fyrir öngþveiti í kjölfar bankahrunsins og mótað vitrænar viðreisnaraðgerðir var sagt upp störfum. 

Að frátöldum mannfórnum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ekkert markvert verið gert annað en mistök sbr. aðgerðir gagnvart Sraumi Bruðarás og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis.  Í öllum vandanum sem fylgdi bankahruninu var knúið á um stjórnarslit, upplausn og nýjar kosningar.  Nú uppskera Samfylkingi og Vinstri grænir væntanlega eins og þeir hafa sáð.

En vandi þjóðarinnar er sá að ríkisstjórnin er aðgerða- og verklaus og slíkt gengur ekki við aðstæður eins og núna. Er það nokkur furða að Mats Josefsson og ýmsum öðrum sem kallaðir hafa verið til að aðstoða okkur blöskri á því hverskonar pólitík er rekin af upplausnaröflunum sem nú sitja í ríkisstjórn Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frábær loka orð hjá þér: "En vandi þjóðarinnar er sá að ríkisstjórnin er aðgerða- og verklaus og slíkt gengur ekki við aðstæður eins og núna. Er það nokkur furða að Mats Josefsson og ýmsum öðrum sem kallaðir hafa verið til að aðstoða okkur blöskri á því hverskonar pólitík er rekin af upplausnaröflunum sem nú sitja í ríkisstjórn Íslands."

Því miður er þessi "með & á móti ríkisstjórn" vita GAGNLAUS...   Þegar maður eins og Mats kvartar þá ætti þetta lið að hafa VIT á því að HLUSTA & vakna til lífs - "aðgerðaleysi þeirra er til skammar - til háborinnar skammar..!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 26.5.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er rétt já þér Jón að það þarf að marka peningamálastefnuna.

Peningamálastefnan virðist vera eitt mikilvægasta atriðið í íslensku þjóðarbúi ef miðað er við hvað mikið er talað um hana. 

Þess vegna finnst mér svo skrítið að ég hef aldrei séð neitt hvorki frá ríkisstjórn né Seðlabanka um hver þessi peningastefna er. Og þegar ég segi aldrei þá meina ég aldrei. Sama hver hefur verið í stjórn.

Það er ekki einu sinni ljóst að hvaða gjaldmiðli stefnt er. Er það króna eða eitthvað annað.

Ég lýsi hér með í bloggheimum eftir peningamálastefnunni, og einnig með hvaða aðferðum menn ætla að halda þeirri stefnu.

Sigurjón Jónsson, 27.5.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Nei. Vandi þjóðarinnar er sá að þjóðin uppsker eins og fylkingin og vinstri grænir sá.

Reyndar finnst mér það alveg furðulegt að sérlegur ráðunautur Íslenskra stjórnvalda sé yfir höfuð að tjá sig um framgang þessara mála við nokkra fjölmiðla. Það getur fjandakornið ekki verið gagnlegt.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband