Leita í fréttum mbl.is

Fáránleiki skattheimtu og verðtryggingar.

steingrimurjRíkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi að aukna skattheimtu á áfengi og bensín.  Ekki í fyrsta skipti sem þessi leið er valin þegar úrræðalitlar ríkisstjórnir þora ekki að spara í ríkisrekstrinum. 

Hér á landi er svona skattahækkun svívirðileg atlaga að borgurunum. Skattahækkunin hækkar nefnilega verðtryggð lán. Skattahækkunin níðist á fólki í hvert skipti þegar það kaupir áfengi eða bensín og í hvert skipti þegar það borgar af veðrtryggðu lánunum sínum.

Venjulegt húsnæðislán hækkar við þessa skattahækun ríkisstjórnarinnar um 100 þúsund krónur og síðan leggjast vextir ofan á  og endalausar viðbótarverðbætur.  Sýnir eitt með öðru hversu fáránleg veðrtryggingin er og ósanngjörn.

Verðtrygginguna verður að afnema.

Íslensk stjórnvöld verða að búa samfélaginu samskonar umgjörð í lánamálum og almenningur nýtur í þessum heimshluta.  Annarsstaðar í Evrópu lækkar verðbólga lánin. Hér hækkar hún þau og hækkar eftir einhverju því djöfullegasta kerfi sem fundið hefur verið upp gagnvart lántakendum. Það er því engin furða að íslensk heimili skulu vera hvað skuldsettustu heimili í veröldinni.

Það verður að afnema verðtrygginguna. Það er ekkert annað í boði. Krafan er að við búum við sambærileg lánakjör og eru í okkar heimhluta.  Við getum ekki ætlast til að eignafólkið leggi þær skuldabyrðar á þorra þjóðarinnar sem útilokað er að standa undir nema sem skuldaþrælar meira og minna alla ævi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Beittir þú þér eitthvað fyrir þessum skoðunum meðan þú sast á þingi? Spyr sá sem ekki veti.

Héðinn Björnsson, 29.5.2009 kl. 18:19

2 identicon

Leið fyrr þá "ríku", t.d. bankastofnanir og fleiri, til þess að verða ennþá "ríkari".  Með hjálp Steingríms og Jóhönnu fá þeir hjálp til að ræna  þá sem minna mega sín.  Annað get ég ekki kallað þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa hægt og hljótt keðjuverkandi neikvæð áhrif á marga þætti þjóðfélagsins.

Það liggur við að ég óski þess að bankakerfið hrynji aftur, þeir efnaminni hafa hvort sem er ekki neinu að tapa lengur, þeir efnameiri tapa auðvitað mestu og ríkisstjórnin fær þessa vitleysu margfalda í "hausinn" sem gæti þá hugsanlega komið vitinu fyrir hana þó fullseint væri.

Þessi ósköp minna mig dálítið á alkann, hann þarf helst að hálf-drepa sig á rugli áður en hann sér raunverulegt ástand sitt  og í umhverfi sínu.  Það gæti líka verið spurning hvort 12-sporakerfið gæti gagnast núverandi ríkisstjórn,   í það minnsta gæti það minnkað hrokann.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála hverju orði. Það verður fróðlegt að sjá hvar niðurskurðarhnífnum verður fyrst brugðið. Ég mælið með því að nálgast verkefnið með því að spyrja hvaða hluti af aukningu ríkisútgjaldanna undanfarin 20 ár var nauðsynlegur. Hvað með Fiskistofu, fæðingarorlof feðra, aukningu í sendiráðabransanum osf?

Sigurður Þórðarson, 29.5.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Afnema verðtrygginguna var og er í stefnu Frjálslynda flokksins, Þú talaðir fyrir henni sjálfur á þingi, sem þingmaður okkar í F.F. en fórst í fússi, hvers vegna veit ég ekki. Svo mörg  eru mannanna verk að öðrum svíði.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.5.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já ég gerði það. Ég lagði fram þingsályktunartillögu um skipan lánamála þar sem m.a. var kveðið á um að lánakjör hérlendis yrðu sambærileg því sem er í nágrannalöndum okkar og verðtrygging afnumin. Ég kom auk þess afnámi verðtryggingar að í öllum þingræðum og tillöguflutningi þar sem þess gafst kostur. Við bankahrunið ræddi ég að nauðsynlegt væri að afnema verðtrygginguna strax og ræddi og lagði til ýmsar leiðir í því sambandi. Þessu má öllu fletta upp á vef Alþingis. Þakka þér fyrir að spyrja Héðinn.

Jón Magnússon, 29.5.2009 kl. 23:56

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón:

Að vanda góð grein hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.5.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Við búum í landi þar sem er verðtrygging" sagði Lilja Mósesdóttir í Kastljósi í gær. Rétt eins og það væri náttúrulögmá.

Núna (eins og svo oft) sést vel hversu fáránleg verðtryggingin er. Þegar við búum við eftirspurnardrifna verðbólgu þá hækka lánin. Núna þegar fasteignaverð hrapar og allt er að skreppa saman þá hækka lánin samt vegna þess að neysluskattar hækka og þeir fara beint inn í vísitöluna. Fáránlegt.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.5.2009 kl. 13:12

8 Smámynd: Jón Magnússon

Hanna Birna ég útbjó og var fyrsti flutningsmaður að þeim tillögum sem komu frá Frjálslynda flokknum á síðasta kjörtímabili varðandi verðtrygginguna m.a. þingsályktunartillögu um lánamál og verðtryggingu.  Tillögu um upptöku annars gjaldmiðils og/eða myntsamstarf og niðurfellingu verðtryggingar svo dæmi séu tekin.

Ég hef þegar gert grein fyrir því af hverju mér var ekki lengur vært í Frjálslynda flokknum en mun gera því betri skil þegar bókin mín kemur út.

Þú  ættir að horfa til vinnubragða formannsins og hlaupasveina hans á síðasta kjörtímabili og spyrja þig þeirrar spurningar hvort það sé einhver glóra að vera í því samneyti og hvort það sé einhver glóra hvernig hann og hirðin hans stýrði flokksstarfinu.  

Jón Magnússon, 30.5.2009 kl. 13:25

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gott að heyra. Hefurðu einhver stuðning innan Sjálfstæðisflokksins til að afnema verðtryggingu og eru jafnvel einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins sem gætu verið hallir undir slík frumvörp eins og t.d. það sem Framsókn kom fram með um daginn um að setja efrimörk við 4% verðtryggingu.

Héðinn Björnsson, 30.5.2009 kl. 14:27

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona það. Alla vega var drjúgur stuðningur við það á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Mér finnst tillaga Framsóknar um efri mörk ekki nógu góð tillaga. Það þarf að koma þjóðfélaginu út úr verðtryggingunni og við verðum að vera með alvöru gjaldmiðil. Það er forsenda fyrir því að við búum við eðlilega hluti í þessu þjóðfélagi.

Jón Magnússon, 30.5.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 109
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 5306
  • Frá upphafi: 2416327

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 4910
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband