Leita í fréttum mbl.is

Bensín er nauðsynjavara.

Ríkisstjórnin virðist ekki skilja að bensín og aðrar olíuvörur eru nauðsynjavörur. Fólk þarf að komast á milli staða vinnu sinnar vegna og vegna t.d. hagsmuna barna sinna.

Ofurskattar eru lagðir á bensín og olíuvörur og laust fyrir miðnætti 28. maí hækkaði ríkisstjórnin enn skatta á bensíni.

Þessir auknu skattar bensín og olíuvörur leggjast þungt á láglaunaheimili sem verða að nota bíl vegna vinnu og til að tryggja öryggi barnanna. Það gleymist iðulega hjá stjórnvöldum að töluvert stór hluti innanbæjaraksturs er vegna þess að foreldrar aka ungum börnum sínum t.d. í skóla, á dagheimili, á námskeið og til að sinna áhugamálum.   Hætt er við að slys á börnum mundu verða margfalt fleiri ef foreldrar gerðu þetta ekki.

Af hverju ekki að leggja frekar niður sendiráð t.d. í Suður Afríku og Japan? Eða er nauðsynlegt að hafa sendiráð í Helsinki eða Stokkhólmi? 

Hvernig ætlar ríkisstjórnin að forgangsraða? Ætlar hún að forgangsraða fyrir fólk eða forréttindaaðalinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón,minn!

Það er alltaf siður stjórnmálaflokka hvað þeir heita að ná í pening þaar sem að hann er örugg innkoma og ég held að það breytist ekki og sérstaklega núna.

Ég mun aldrei skilja það sem að þú segir RÉTTILEGA  þettameð Bensínið. Þetta með sendiráðið og sendiráðin eru mér og mörgum óskiljanlegt fyrirbæri hjá þjóð af þeirri stærðargráðu sem við erum !

En hvernig getur máttlaus almenningur staðið gegn þessu? Önnur og sterkari Pottahlómsveit almúgans !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Jón Magnússon

Miklu frekar Þórarinn að fá betri ríkisstjórn og betri þingmenn.

Jón Magnússon, 30.5.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Fjárlagahallinn verður ekki leiðréttur með því að leggja niður fáein sendiráð, miklu nær væri að ákvarða að engin laun í opinbera kerfinu væru hærri en sem nemur launum forsætisráðherra. Þetta myndi t.d eiga við um læknastéttina (sem svo gott sem skammtar sér ofurlaun), en hún tekur til sín langmesta hlutann af rekstrarkostnaði við heilbrigðiskerfið. Og ekki segja okkur söguna um landflótta læknanna, því það myndi trúlega litlu breyta um ævilíkur landsmanna.

Gústaf Níelsson, 30.5.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Fyndið að þú teljir minnkandi bílaumferð auka líkur á alvarlegum slysum.....þú ert óuppgötvaður snillingur.

Einhver Ágúst, 30.5.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heyr, Heyr.

Haraldur Haraldsson, 31.5.2009 kl. 10:10

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ágúst ég er sammála þér að ég sé óuppgötvaður snillingur en það er annað mál.

Ég er að leggja áherslu á það að með því að börn séu í auknum mæli á ferð við eða um umferðargötur eykur slysahættu. Finnst þér það virkilega órökrétt Ágúst? Sé svo þá þú um það en ég tel hins vegar að slysahætta hvað börn varðar aukist við slíkt.

Jón Magnússon, 31.5.2009 kl. 12:28

7 Smámynd: Ferningur

 Þetta er hlægilegt. Já, það er stórhættulegt að láta börn labba og hjóla í skólann. Hefurðu aldrei komið til útlanda Jón? Þar hjóla foreldrar eða labba með börnunum sínum í skólann og halda svo áfram hjólandi til vinnu eða labbandi út á strætóstoppistöð. Nei, bensín er sko engin nauðsynjavara. 

Ferningur, 31.5.2009 kl. 13:31

8 Smámynd: Jón Magnússon

Jú það hef ég gert Ferningur en við búum í þjóðfélagi þar sem aðstæður eru iðulega ekki fyrir hendi til að labba eða hjóla með börn í skólann.  Það er síðan merkilegt að amast við því að foreldrar vilji og geri vel við börnin sín og gæti hagsmuna þeirra og öryggis í hvívetna.

Jón Magnússon, 1.6.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Furðulegt er að nánast alltat þegar bensín hækkar, þá er mótmælt. Af hverju má ekki efla almenningssamgöngur og draga úr bílismanum? Nú kostar hvert far tæplega 300 krónur enda sífellt færri að taka strætisvagna? Getur verið að ástæðan fyrir því sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt Strætó allt of lengi?

Ef nagladekk væru bönnuð á götum höfuðborgarsvæðisins væri unnt að reka strætó alla vega í 3 mánuði fyrir það mikla fé sem fer í að gera við göturnar.

Hvernig væri að berjast fyrir því?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.6.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband