Leita í fréttum mbl.is

Það besta sem komið hefur fram lengi.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir vegna alvarlegs ástands í efnahagsmálum eru mjög góðar. Fátítt er að stjórnmálaflokkur í stjórnarandstöðu á Íslandi setji fram góðar heildstæðar tillögur eins og þær sem settar voru fram í gær en með þessu brýtur Sjálfstæðisflokkurinn þá neikvæðu stjórnmálahefð sem einkennt hefur íslenska stjórnarandstöðu um langt skeið.

Tillögurnar um að ríkið taki skatta af lífeyrisgreiðslum strax við greiðslu lífeyrisins í stað þess að lífeyrissjóðirnir fái peningana til sín eru frábærar. Með þeim hætti fær ríkið tekjur sem því ber skv. skattalögum í stað þess að lífeyrissjóðirnir séu í raun að valsa með þær. Það hefur líka þýðingu að fólk fái lífeyrinn sinn þegar byrjað er að taka lífeyri og allir skattar og gjöld hafi þá verið greidd þannig að fjárhæðin komi þá að fullu til fólksins. 

Einhvern veginn finnst mér ég sjá handbragð Tryggva Þórs Herbertssonar á þessum tillögum sem sýnir ef rétt reynist að hann er að koma sterkur inn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins

Ég hefði að vísu viðjað ganga lengra varðandi lífeyrismálin og hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn sem að væri í vörslu, meðferð og á ábyrgð ríkisins. Núverandi lífeyrissjóðakerfi gengur ekki. Þar hefur sá sem borgar ekkert að segja. Hann ræður engu og fær síðan iðulega ekki nema hluta af peningunum sínum til baka.  

Þessar tillögur Sjálfstæðismanna eru líka góðar vegna þess að með þeim þá má komast hjá nýrri skattheimtu.  Stjórnendur þessa lands hafa því miður ekki áttað sig á því að aukin skattheimta getur virkað til þess að dýpka kreppuna og draga hana á langinn.

Ríkisstjórnin ætti að taka þessum tillögum fagnandi og vinna að því með Sjálfstæðisflokknum að hrinda þeim í framkvæmd


mbl.is Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki sniðugt nema ríkið komi til með að bæta upp vaxtatapið fyrir sjóðfélagana því þarna tapast það skatalegt hagræði við að borga í lífeyrissjóð með því að fá skattana lánaða í 40 ár og fá 60 % af vaxtatekjum af því og þá er bara hægt að spara sjálfur og leggja niður sjóðina þetta er ekki rétt hugsað hjá Sjálfstæðismönnum

Skattur (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Góðar tillögur en ná ekki nógu langt.

Ríkið gæti nú tekið til sín skattahlutfall af lífeyrisgreiðslum og því sem liggur í sjóðunum, en gert um leið innistæður og inngreiðslur launþega að séreign sem erfist og er hrein eign. Það væri heilbrigðasta kerfið ásamt því að aðeins einn lífeyrissjóður væri fyrir þessa litlu þjóð.

Ég efast ekki um að með þessari breytingu muni ýmsar niðurskurðar atlögur ríkisstjórnar sósíalista verða ónauðsynlegar,ásamt því að létta yfirvofandi greiðsluþunga vegna skulda svindlaranna í Icesave ofl.

Nema að þeir séu haldnir stöðugri skatta þráhyggju.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 12.6.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir þetta,eins er mjög mikilvægt að eyða óvissu hjá atvinnulífinu,nú halda allir að sér höndum t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði vegna óvissu um framtíðina.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.6.2009 kl. 11:17

4 identicon

Mér líst ágætlega á þessa tillögu og verð að segja að mér finnst öllu meira til þingvinnu Sjálfstæðismanna koma í stjórnarandstöðu en Framsóknarmanna.

En er ekki einn galli á gjöf Njarðar. Er ekki verið að fella niður nýtingu á persónuafslætti? Þ.e. þegar fólk kemst á efri ár þá getur það nýtt persónuafsláttinn í þessar lífeyrisgreiðslur. Spurningin kanski hvort megi finna millileið í þessu.

Séra Jón (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:19

5 identicon

Kristján Júl nefndi þetta í kringum formannskjörið og þá fórnuðu einhverjir menn höndum vegna þess að minni höfuðstóll myndi safna minni vöxtum og "fullar" lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar því lækka þannig að þetta væri aukin skattheimta. Hún færðist bara á herðar "okkar" í framtiðinni með lægri lífeyri.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:25

6 identicon

Gallinn við þetta fyrirkomulag er samt það að það þarf einhvern veginn að taka tillit til persónuafsláttar og/eða breytts skattkerfis í framtíðinni.

Ef ríkið myndi taka fulla 37,2% skattgreiðslu af lífeyrisgreiðslum í dag þá þyrfti að greiða lífeyrisþegum sem næmi persónuafslættinum þegar kæmi að útgreiðslu. Við værum því að horfa fram á talsverða útgjaldaaukningu eftir nokkra áratugi þegar allt þetta fólk fer á eftirlaun.

Ennfremur er galli að það er ekkert víst að skattkerfið verði eins eftir nokkra áratugi. Til að mynda er alveg inni í myndinni að þá verði ekki lengur til neitt sem heitir persónuafsláttur heldur verði skattkerfið þrepaskipt eða bara einhvern veginn allt öðruvísi. Þá yrði ansi mikið vesen (en ekki ófyrirstíganlegt) að ákveða með skattlagningu og mögulega endurgreiðslu á ofteknum skatti á þessum lífeyri.

Þetta er samt ekki nóg til að skjóta hugmyndina á kaf því við erum í það slæmum málum en hins vegar er þetta eitthvað sem þarf að taka tillit til við lagasetninguna í dag. Til að mynda væri ágætur kostur að hafa sunset-ákvæði í lögunum svo að þessi fyrirfram skattlagning á lífeyrisgreiðslur hætti eftir kannski 10-20 ár - ef þetta verður of lengi við líði verður kostnaðurinn einfaldlega of mikill fyrir ríkissjóð þegar þar að kemur að greiða öllum sem væru komnir á ellilífeyri persónuafsláttinn sinn til baka. Þ.e. aðeins frestun á vandanum en ekki lausn.

 Í raun er þessi tillaga ekkert annað en tillaga um að fá "lán" hjá lífeyrissjóðunum - en málið er náttúrulega að slíkt "lán" yrði á mun hagstæðari kjörum en annars staðar frá ... og eins betri kostur en að þurfa að skera niður aukalega um þessa ~40 milljarða sem ríkið fengi með þessari skattlagningu/láni.

Málið er að, fyrir mig sem lífeyrsþega eftir svo og svo mörg ár. vil ég ekki þurfa að borga meiri skatt af mínum lífeyri en ég hefði ella gert með núverandi kerfi. Það er hætt við því að þetta atriði "gleymist" ef lífeyrir verður skattlagður fyrirfram.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:36

7 identicon

Ekki sammála - nú ÞARF að spara en ekki AUKA tekjur

rafn guðmundsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi fullyrðing þín er röng: "Fátítt er að stjórnmálaflokkur í stjórnarandstöðu á Íslandi setji fram góðar heildstæðar tillögur eins og þær sem settar voru fram í gær en með þessu brýtur Sjálfstæðisflokkurinn þá neikvæðu stjórnmálahefð sem einkennt hefur íslenska stjórnarandstöðu um langt skeið."

Vinstri græn lögðu ítrekað fram tillögur um að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og ef það hefði verið farið eftir þó ekki nema nokkrum þeirra mörgu góðu tillagna hefði Ísland ekki farið jafn illa út úr hruninu og raunin varð. Það hefði ef til vill ekki verið hægt að koma í veg fyrir að siglt var beint að feigðarósi undir stjórn SjálfstæðisFLokksins en einhverju hefði verið hægt að bjarga. Full seint í rassinn gripið að koma núna með skattahækkunartillögur en batnandi mönnum er samt best að lifa. Vonandi verður SjálfstæðisFLokkurinn ásamt viðhenginu Framsókn í stjórnarandstöðu með sínar góðu tillögur í að minnsta kosti 18 ár.

Hlynur Hallsson, 13.6.2009 kl. 02:02

9 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Jón!

Þú hittir naglann á höfuðið, þetta er handbragð Tryggva Þórs Herbertssonar. Ég sá hann og heyrði útskíra þetta fyrir tveimur mánuðum síðan og heillaðist af þeim fjölmörgu jákvæðu hlutum sem þetta mundi koma til leiðar. Ég var bara farinn að óttast að þetta kæmi ekki opinberlega fram en nú er það komið og vonandi verður unnið úr þessu. En ég er ekki sérlega bjartsýnn, þessi vinstri stjórn hafnar þessu því miður. Og svo verður auðvita harmakvein frá þeim sem hafa valsað með þessa sjóði eins og þeir eigi þá.

Kv. Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 13.6.2009 kl. 03:44

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt hjá þér Hlynur að Vinstri græn lögðu fram ágætar tillögur í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Þá var það líka fátítt og er enn.  Ég hældi Vinstri grænum fyrir það framtak á sínum tíma.

Hvort sem maður er sammála eða ósamála stefnumörkun þá er það samt virðingarvert þegar um raunverulega og raunhæfa stefnumörkun er að ræða en ekki yfirboð, gaspur og bull sem því miður einkennir um of íslenska þjóðmálaumræðu

Jón Magnússon, 13.6.2009 kl. 11:16

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þórólfur þú hittir líka naglann á höfuðíð með harmakveinið hjá þeim sem telja sig missa spón úr askinum sínum. Ef til vill verða þeir að færa launin sín niður þannig að lífeyrisforstjórarnir hafi ekki bílastyrk á mánuði sem nemur góðum mánaðarlaunum lífeyrisþega í sjóðnum þeirra.

Jón Magnússon, 13.6.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 387
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 5326
  • Frá upphafi: 2425960

Annað

  • Innlit í dag: 359
  • Innlit sl. viku: 4913
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 336

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband