Leita í fréttum mbl.is

Óttalegt rugl.

Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin skuli ætla Alþingi að samþykkja samninginn um Icesave skuldbindingarnar án þess að þingmenn fái að sjá samninginn eða fái nauðsynleg gögn sem hann varðar. Nú er hálfur mánuður frá því að Jóhanna og Steingrímur skrifuðu undir en Alþingi hefur ekki mátt sjá það sem þingmenn eiga þó að taka afstöðu til, samþykkja, sitja hjá eða hafna.  Þetta er með ólíkindum mikið rugl af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Hvernig ætlar ríkisstjórnin að rökfæra það að þingmenn fái ekki að sjá samning sem þeir eiga að taka afstöðu til. Hvernig ætlar ríkisstjórn að sýna fram á nauðsyn þess að alþingismenn fái ekki allt sem þeir telja nauðsynlegt og snýr að Icesave samningunum.

Það er e.t.v. rétt að minna á að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa talað um að með þessari ríkisstjórn yrði breyting og allt yrði upp á borðinu. Þá má minna á traustan málflutning félaga Ögmundar Jónassonar frá því s.l. janúar þegar hann talaði um nauðsyn þess að allar upplýsingar yrðu að vera uppi á borðinu og pukur væri ekki lengur ásættanlegt eða tækt af stjórnvöldum. 

Skyldu þeirra eigin orð vera farin að þvælast fyrir ríkisstjórninni?

Getur það verið að við séum að horfa framan ríkisstjórn sem hefur öll einkenni ráðstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 533
  • Sl. sólarhring: 1366
  • Sl. viku: 5675
  • Frá upphafi: 2470059

Annað

  • Innlit í dag: 496
  • Innlit sl. viku: 5204
  • Gestir í dag: 492
  • IP-tölur í dag: 479

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband