Leita í fréttum mbl.is

Birtið Icesave samninginn á íslensku á netinu strax.

Ríkisstjórnin verður að birta Icesave samninginn á íslensku þannig að hann sé aðgengilegur fólkinu í landinu.

Það er óviðunandi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ríkisstjórn gagnsæisins sem lofaði að hafa allar upplýsingar upp á borðinu sé að pukrast með samninginn sem þau Jóhanna og Steingrímur skrifuðu undir fyrir hálfum mánuði og neiti þjóðinni að sjá  þennan mikilvæga milliríkjasamning okkar við Breta og Hollendinga.

Þjóðin á rétt á að fá allar upplýsingar strax og þó fyrr hafi verið. Hvurs konar dónaskapur er það eiginlega að ætla Alþingi að samþykkja og þjóðinni að móta sér skoðun á samningi sem liggur ekki fyrir í heild sinni á móðurmáli okkar. Við erum þó altént aðilar að þessum samningi er það ekki svo?

Þetta Icesave mál er að verða hið versta klúður ríkisstjórnarinnar til þessa og er samt af mörgu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Indriði Þorláksson fullyrti í Kastljósinu áðan að "alþjóðasamfélagið" "vinaþjóðirnar" hafi sagt sér að þeim þætti samningurinn mjög góður fyrir Íslands hönd.

Hvenær fengu þær að kynna sér hann?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:35

2 identicon

 Sammála Jón. þetta pukur er hreinlega landráð að mínu mati.

Mátti til með að líma með texta af vef Borgaraheyfingarinnar, Þinghúsbréfi Þórs Saari nr 13. Sem að mínu mati sannar svo ekki verður um villst lyga þvætting Ríkisstjórnar í þessu máli.

''Hvað um það, samninganefndin var ekki skipuð þeim sérfræðingum sem til þurfti og fékk ekki tilhlýðilega ráðgjöf frá erlendum sérfræðingum heldur. “Markmiðið var…”, eins og einn íslensku samningamanna sagði, “…að ljúka þessu andskotans ICESAVE máli því fyrr myndi ESB aldrei samþykkja aðildarviðræður”. “Að auki var AGS með augun á málinu sem opnun fyrir afgreiðslu á láninu til Íslands”. Þessu tvennu hefur ríkisstjórnin svo neitað. Enn hafa engin gögn um málið fengist og er nú að verða hálfur mánuður frá undirskriftinni. Að sögn forsætis- og fjármálaráðherra þarf að fá samþykki Hollendinga og Breta til að mega birta samninginn. Hvers vegna skyldi það vera. Haldið ykkur nú fast.

Tvö okkar úr Borgarahreyfingunni (Birgitta og ég) áttum fund í gær með einum samninganefndarmanna Hollendinga í áðurnefndum viðræðum. Það var ekki alveg á hreinu okkar megin hvers vegna viðkomandi vildi hitta okkur eingöngu en ekki hina flokkana, en hvað um það. Í samtalinu kom fram að það hefur aldrei verið sett fram skilyrði af hálfu Hollendinga og Breta að ekki mætti birta samninginn. “Á nú að fara að kenna okkur um það líka, sagði viðkomandi.” Það kom líka skýrt fram að hvorki samninganefnd Hollendinga né Breta vissi hverjar eignirnar væru sem kæmu á móti og viðkomandi efaðist stórlega um að íslenska samninganefndin vissi það heldur. ''

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:41

3 identicon

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:28

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðmundur, Indriði þarf ekki að vera hissa á því því sjálfur Grodon Brown sagði í beinni útsendingu að hann ynni hörðum höndum að því að  beita Íslendinga þrýstingi með tilstuðlan IMF og EB

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 341
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 5280
  • Frá upphafi: 2425914

Annað

  • Innlit í dag: 319
  • Innlit sl. viku: 4873
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband