Leita í fréttum mbl.is

Lúxusvandamál íbúa á Suðurlandi og Suðvesturlandi

Það er orðið næsta fátítt að landsbyggðarþingmenn tali niður til þeirra sem búa á Suðvesturhorni landsins en þeir sem þar búa eru hvort sem okkur likar betur eða verr um 70% landsmanna.  Þó bregður svo við að landsbyggðarþingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir bregður út af þessu og segir að vegabætur á Suðvesturhorninu séu lúxusvandamál meðan verulegar umbætur séu ekki gerðar í vegagerð á Vestfjörðum.

Það er vægast sagt tæpast viðeigandi af þingmanninum að taka svona til orða þegar um er að ræða valkosti í vegamálum þar sem spurningin er um vegabætur þar sem slysatíðni er hæst og annarra vega þar sem umferð er mjög takmörkuð og innan við  eitt prósent af þeirri umferð sem um ræðir þar sem slysatíðni er hæst. Frumskylda samgönguyfirvalda hlítur að vera að forgangsraða í vegamálum fyrir öryggi borgaranna.

Þessi framsetning þingmannsins er ekki málefnaleg heldur til að rugla umræðuna. Samgönguráðherra flokksbróðir Ólínu Þorvarðardóttur hefur ekki getað rökstutt með málefnalegum hætti að forgangsraða fyrir kjördæmi sitt.  Þess vegna telur Ólína rétt að hjálpa flokksbróður sínum með því að tala um vegagerð sem eru ekki á dagskrá og því ekki deilt um. 

Það er mikilvægt að þingmenn hugsi fyrst og fremst um þjóðarhag en ekki hagsmuni heimabyggðar. Svona málefnaframsetningi sýnir hvað það er rangt að svipta íbúa Suðvesturhornssins þeim mannréttindum að hafa sama atkvæðavægi og fólk í Suðvesturkjördæmi.  Það má e.t.v. minna á að helmingi færri kjósendur eru að baki hvers þingmanns í Suðvesturkjördæmi en í kjördæmunum á Suðvesturhorni landsins. 

Skyldi Ólínu Þorvarðardóttur  þykja slik mismunun á borgaralegum og lýðræðislegum réttindum vera afsakanleg.

Banaslys og alvarleg umferðarslys eru aldrei lúxusvandamál. Það er og verður að vera forgangsatrðii að koma í veg fyrir þau.  Slíkar vegabætur geta aldrei verið lúxusvandamál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þarna er ég innilega sammála Jóni Magnússyni,það er hneyksli að kalla þetta lúxusvandamál að bæta öryggi tug þúsunda ökumanna og fjölskylda,ég trúi því varla að þetta skuli koma úr munni Ólína.??Hvað vilja stjórnvöld fá mörg dauðaslys,áður en framkvæmdir hefjast.??Kristján Möller lofaði okkur sunnlendingum tvöföldum vegi í mars,og það færi í útboð í sumar,hvað hefur breytts.???Ef hann hættir við,þá eru þetta svikin loforð(kallast á íslensku að vera óheiðarlegur og lygin og ómerkilegur)Ekki hef ég en kynnst Siglfirðingi sem er óheiðarlegur og vonandi á maður ekki eftir að kynnast því,en það er svosem eftir öðru hjá þessari ríkisstjórn,þeir gera ekkert gagnvarð heimilunum engin skjaldborg,allt drepið niður og atvinnuleysi eykst,öll orka fer í inngöngu í ESB. fórna öllum okkar auðlindum fyrir inngöng í ESB. Svo það ætti svo sem ekki að koma á óvart að þeir svíki sunnlendinga,já kæru sunnlendinga látum ekki valta svona yfir okkur og svíkja okkur ár eftir ár,munið eftir þessi næst þegar kosið er,sveitakosningar eru nú á næsta ári,berjumst gegn svikum og heimtum öryggi og menn standi við sýn loforð frá því í mars. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 30.6.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Theo

Ég held að í þessu árferði verði arðsemissjónarmið að ráða för, þótt ég viti alveg að Vestfirðir hafa verið útundan í vegabótum undanfarna áratugi.

Theo, 30.6.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ólína sér ekki skóginn fyrir trjánum í þessu efni, og virðst ætla að stimpla sig inn í kjördæmahagsmunapotið, sem þingmenn allra flokka af Vestfjörðum hafa oftar en ekki farið sérstöku offari í.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.7.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það mætti kannski bjóða ykkur að aka Vestfjarðahringinn? Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum, sem þurfa að sækja þjónustu í höfuðstað Vestfjarða (Ísafjörð, fyrir ykkur höfuðborgarbúa sem sjáið ekki út fyrir Faxaflóasvæðið), þurfa að aka um það bil 700 km til að komast þangað.  Allavega þá átta mánuði á árinu sem lokað er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar.  Þetta er lengra en frá Reykjavík til Egilsstaða.  Og þá fjóra mánuði sem vegirnir eru opnir, þá eru þetta niðurgrafnir moldarvegir, búnir til fyrir meira en hálfri öld, og með lágmarksviðhaldi.  Ég veit ekki betur en að Vestfirðingar borgi skattana sína eins og allir aðrir landsmenn, og það væri ekki ofrausn að leggja mannsæmandi vegi þar.  Annars, voru ekki Dýrafjarðargöng komin á dagskrá?  Er kannski búið að slá þau af?

Sigríður Jósefsdóttir, 1.7.2009 kl. 07:44

5 identicon

Alveg hjartanlega sammál þér núna Jón Magnússon.

Auðvitað á að halda áfram með að breikka suðurlandveginn og jafnvel fara í að koma brunni yfir Elliðavoginn og vegi framhjá Mosfellssveit í forgang. Fram fyrir Vaðlaheiðisgöngin.

Ég brosi alltaf útí annað, þegar ég heyri um þessi Vaðlaheiðisgöng.

Það er svo augljóst að þetta er bara kjördæmapot að manni blöskrar. Já, eins mikið og með Héðinsfjarðargöngin.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 584
  • Sl. sólarhring: 1386
  • Sl. viku: 5726
  • Frá upphafi: 2470110

Annað

  • Innlit í dag: 546
  • Innlit sl. viku: 5254
  • Gestir í dag: 540
  • IP-tölur í dag: 523

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband