Leita í fréttum mbl.is

10% atvinnuleysi.

Nýar tölur frá Vinnumálastofnun sýna að um einn af hverjum 10 er atvinnulaus. Svona mikið atvinnuleysi um mitt sumar er skelfilegt. Það bendir til þess að atvinnuleysi verði mun meira þegar kemur fram á haust og vetur.

Aðgeðir ríkisstjórnarinnar miða að því að leggja hærri skatta á fólk og fyrirtæki en það er til þess fallið að auka enn á atvinnuleysið í landinu.

Eitt af því sem ekki fæst upplýst í þessum tölum er hvað margir útlendingar eru í hópi þeirra sem eru atvinnulausir? Blaðamaður hélt því fram við mig að það væru um 10 þúsund manns eða um helmingur þeirra sem skráðir eru atvinnulausir.

Það væri mjög upplýsandi að fá að vita hvort stór hluti þeirra sem skráðir eru atvinnulausir í landinu er erlent starfsfólk sem hefur verið hér í stuttan tíma.  Sé svo þá sýnir það að fullyrðingar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna voru rangar þegar þeir sögðu á sínum tíma að ekki skipti máli þó að erlent vinnuafl streymdi inn í landið þar sem það mundi fara þegar minnna yrði um atvinnu.

Það er og verður að vera forgangsatriði að gefa atvinnulífinu svigrúm og möguleika og nú reynir meira á ríkisstjórn í þeim efnum en nokkru sinni fyrr.


mbl.is Tæplega 17 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Samkvæmt því sem ég heyri, þá er talsvert um það að útlendingar sem hafa yfirgefið landið þegar atvinnuleysið byrjaði séu að koma aftur á bæturnar hérna, þar sem þær séu svo miklu betri en heima hjá þeim. Við séum í raun  farnir að niðurgreiða atvinnuleysi í AusturEvrópu.

Hefur einhver tölur um hversu margar íslenzkar fjölskyldur hafa flutt úr landi síðustu mánuði ? Hversu miklu meira er raunverulegt atvinnuleysið ef tekið er tillit til brottflutningsins.

Enda er ekki verið að gera nokkurn skapaðan hlut í atvinnumálum hérlendis. Byggja tónlistarhús og bora göng undir Vaðlaheiði er ámóta og fjársöfnunin fyrir minnismerkinu um Martein Lúther á Íslandi árið sem fólkið féll úr hungri.

 Það er bara hugsað um að skilanefndir bankanna fái kaupið sitt. Þær vinna sem allra minnst til að treina sér verkefnið enda hefur fólkið í þeim miklu hærra kaup en það hafði áður. Í Straumi til dæmis veit enginn hvað skilanefndin er að gera  annað en drekka kaffi. Starfsfólkið vinnur eins og það gerði áður. Bankakerfi Ísland er óvirkt sem aldrei fyrr. Hér ekkert efnahagslíf undir ráðstjórninni.

Ég held að enginn vilji klára nokkurn skapaðan hlut. Það hugsar bara hver um sig og hvernig sé hægt að treina sér verkefnin.

Og vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður um 7 milljarða á mánuði. Við þessar aðstæður fellur krónan hjá norska stráknum meira en hjá Davíð. Svindlið heldur áfram á fullu.

Ég er hættur að trúa því að við meikum það útúr þessu ástandi. Ísland er sokkið.  Kreppan er ekki komin ennþá .  En hún er á leiðinni með haustinu. Þá fáum við fyrst að kynnast alvörunni. Mig hryllir við tilhugsuninni. 

Halldór Jónsson, 2.7.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir með þér Jón að mikilvægt er að vita hversu margir Íslendingar eru atvinnulausir. Er atvinnuleysi meðal Íslendinga 10%, eða hugsanlega aðeins 5% þegar búið er að draga atvinnulausa útlendinga frá?

Nú eru útlendingar á Íslandi miklu færri en Íslendingar. Ef 10.000 útlendingar eru atvinnulausir, hvert er þá atvinnuleysis-hlutfallið meðal þeirra?   30% eða jafnvel meira?

Ágúst H Bjarnason, 4.7.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 707
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 5646
  • Frá upphafi: 2426280

Annað

  • Innlit í dag: 654
  • Innlit sl. viku: 5208
  • Gestir í dag: 603
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband