Leita í fréttum mbl.is

Valdabarátta í Vinstri grænum.

Nú gægist valdabarátta og ósætti í fyrsta sinn upp á yfirborðiði í Vinstri Grænum.  Steingrímur J. Sigfússon hefur í raun lagt allt að veði varðandi Icesave málið. Steingrímur fékk gamlan pólitískan vopnabróður til að leiða samninganefndina, föður umhverfisráðherra.  Steingrímur hefur mælt með samþykkt samningsins og gengið hvað harðast fram fyrir skjöldu í málinu. Samningurinn hefur auk heldur verið samþykktur af ríkisstjórninni.

Þá er sérkennilegt að nokkrir þingmenn VG þar á meðal heilbrigðisráðherra skuli koma ítrekað í bakið á formanni sínum. Næsta ljóst er að nái málið ekki meirihluta á þinginu að þá er ríkisstjórnin fallin og staða Steingríms J. Sigfússonar sem formanns VG verulega veik eða jafnvel ómöguleg og sennilega ekki annað fyrir hann en segja af sér. Þetta vita þeir liðsmenn hans í þingflokki VG sem hafa slett í góm og látið í veðri vaka að þeir muni ekki greiða atkvæði með málinu.

Sérkennilegust er samt afstaða Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra sem fer með þeim hætti sem hann hefur lýst gegn samþykkt ríkisstjórnarinnar og alls staðar í vestrænum lýðræðisríkjum mundi ráðherra sem er á öndverðum meiði við stefnu ríkisstjórnar segja af sér. Það að fara fram með þeim hætti sem Ögmundur gerir er því nokkuð sérkennilegt og í anda þess sem Indíánar Norður Ameríku sögðu um suma menn að þeir töluðu með klofinni tungu.


mbl.is Ekkert mál of snúið fyrir þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt þér virkilega í hug að Vinstri Gramir væru eitthvað annað en froðusnakkar?? Ég meina, þetta eru afdankaðir kommar sem hafa alla tíð lifað á því að vera á móti öllu og núna þegar þeir verða að gera eitthvað þá er það þeim gjörsamlega um megn.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Pétur Blöndal lýsti því yfir í gær að hann myndi verja stjórnina falli.

Sigurður Þórðarson, 3.7.2009 kl. 06:43

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er ekki rétti tíminn til að fella ríkisstjórnina núna. Það getur enginn tekið við og nýjar kosningar ekki á dagskrá. Þarf ekki fleiri amatöra á þing. Þessir sem nú hafa komið inn verða að læra handverkið. Ögmundur getur ekki leitt flokk. Katrín Jakobsdóttir er vænlegasti forystumaðurinn en hún er líka pragmatíker einsog Steingrímur og það mundi engu breyta nema í stjórnarandstöðu því þar mega allir tala einsog þeir væru nýbúnir að fá sér nokkra bjóra á þorrablóti.

Gísli Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 09:27

4 identicon

Jón, bendi á innlegg Sigurðar Þ. Þetta kemur skýrt fram á Hrafnaþingi. Mér sýnist skiptar skoðanir innan þingflokks Sj.fl. Málið er í raun þverpólitískt þó Framsókn (sérlega) vill gömlu dilkana.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 512
  • Sl. viku: 4337
  • Frá upphafi: 2420670

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 3971
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband