Leita í fréttum mbl.is

Var Höskuldur Þórhallsson alþingismaður kúgaður.

Það er athyglivert að Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins beinir því til forseta Alþingis að forseti hlutist til um að þingmenn verið ekki kúgaðir til að taka afstöðu eftir því sem orð þingmannsins verða best  skilin þvert á vilja sinn.

Höskuldur vísar í því sambandi til þess að þingfundi hefði verið frestað um einn dag á síðasta þingi vegna afstöðu sem hann tók í Seðlabankamálinu svokallaða. Daginn eftir hafði þingmaðurinn gert upp hug sinn í samræmi við flokkslínuna og línu ríkisstjórnarinnar um að samþykkja skyldi frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á Seðlabankalögum. Spurning er hvort Höskuldur er að vísa þarna til þess að hann hafi í raun verið kúgaður til að taka þessa afstöðu þvert gegn vilja sínum. Þá er spurning hvað gat forseti gert í því?

Forseti Alþingis hefur ákveðin völd en þingmenn hafa stjórnarskrárvarinn rétt og skyldur til að taka afstöðu í samræmi við sannfæringu sína. Geri þeir það ekki þá eiga þeir það við sjálfa sig og forseti Alþingis hefur ekkert með það að gera. Bæði Ásmundur Daðason VG og Höskuldur Þórhallsson Framsókn verða að átta sig á því að þeir eru kjörnir á Alþingi sem einstaklingar og bera ábyrgð sem slíkir en forseti Alþingis hefur ekkert með það að gera hvernig þeir fara með stjórnarskrárvarin réttindi sín.

En það sem eftir stendur eftir þessa orðræðu Ásmundar Daðasonar VG er að hann hefur sjálfur svipt sig málfrelsi á Alþingi vegna þess að einhver hefur sagt við hann að afstaða hans gæti leitt til stjórnarslita. Sé svo þá er eðlilegt að hvetja manninn til að tala sem mest ef það má verða til að ríkisstjórnin falli.

Spurningin sem snýr að Höskuldi Þórhallssyni er hins vegar hver kúgaði hann, hvenær og hvernig og til hvers við meðferð Seðlabankafrumvarpsins í febrúar og mars s.l.  Tók hann ekki ákvarðanir í samræmi svið sannfæringu sína og samvisku? Var þingmaðurinn að vísa til þess?


mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það gildir greinilega ekki hjá öllum að þingmenn standi með skoðunum sínum, og tímabært að þau sjónarmið breytist.

Við kjósum ekki fólk á þing til að svíkja sína kjósendur. Ég geri það alla vega ekki. Aðrir geta talað fyrir sig að sjálfsögðu og gott mál því það er tjáfrelsi í þessu landi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Jón Magnússon

Anna að sjálfsögðu eiga þingmenn sem og aðrir að standa með sjálfum sér. Það sem ég er að benda á er að Ásmundur Daðason þingmaður VG kvartaði yfir því að fá ekki að hafa skoðun og sagðist farinn og taka ekki þátt í umræðunni og Höskuldur framsóknarmaður kallaði á forseta þingsins til liðsinnis því að þingmenn gætu haft skoðanafrelsi. Ég er að benda á að forseta komi það í sjálfu sér ekki meira við en Höskuldi sjálfum eða Ásmundi. Þeir hafa stjórnarskrárbundinn rétt og skyldur.

Svo er það annað með Ásmund að hann samþykkti stjórnarsáttmálann fyrir rúmum mánuði athugasemdalaust. Um leið samþykkti hann þá afstöðu sem hann segist nú vera á móti.  Honum er að sjálfsögðu frjálst að skipta um skoðun en það hefði þá verið rétt af honum að gera þingflokki sínum grein fyrir því fyrst. 

Jón Magnússon, 10.7.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Blasir ekki við að Höskuldur er að gefa til kynna að forseti Alþingis hafi tekið þátt í vélunum gegn sér og þinginu?

Andrés Magnússon, 10.7.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er þá spurning um hvaða forseti Andrés. Það sem Höskuldur vitnar í gerðist í forsetatíð Guðbjarts Hannessonar, en þá fór allt upp í loft af því að Höskuldur vildi fá að skoða ákveðna hluti betur og meðferð Seðlabankamálsinns var frestað í nefnd þangað til Höskuldi hafði verið komið fyrir aftur, hver svo sem það gerði.

Jón Magnússon, 11.7.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 825
  • Sl. viku: 5768
  • Frá upphafi: 2472438

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 5253
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband