Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið og þjóðarviljinn.

Ég er fylgjandi því að lýðræðið sé sem beinast þannig að meiihluti kjósenda geti ráðið því hvaða ákvörðun er tekin hverju sinni.  Við ættum að taka reglur um þjóðaratkvæði í Sviss til fyrirmyndar. Þar geta kjósendur fellt löggjöf úr gildi eða komið á nýrri löggjöf með þjóðaratkvæðagreiðslum og það er tiltölulega auðvelt að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál. Svisslendingar hafa haft þennan vísi að beinu lýðræði í meir en hundarð ár og í öllum tilvikum þar sem þingmeirihluti og þjóð hefur greint á hefur það sýnt sig í ljósi sögunnar að þjóðin hafði rétt fyrir sér.

Nú er deilt um það hvort að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort farið skuli í aðildarviðræður að Evrópusambandinu.  Þar er um stórt skref að ræða sem ég hefði viljað að hefði verið stigið fyrir löngu. En það er eðlilegt að þjóðin fái að segja hug sinn í málinu og ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið sem allra fyrst þannig að aðildarviðræður verði þá þegar í haust samþykki meiri hluti þjóðarinnar það sem mér þykir raunar næsta víst miðað við niðurstöður í skoðanakönnunum undanfarið.

Samninganefnd Íslands yrði með betra og sterkara veganesti hefði hún ótvíræðan stuðning þjóðarinnar á bakvið sig í málinu.

Það sem mér finnst skrýtið í þessu máli nú er samt það að þeir sem eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið knýja nú harðast á um þjóðaratkvæðagreiðslu og virðast þá ekki átta sig á því að mun fleiri munu greiða atkvæði með aðildarviðræðum en líklegir eru til að samþykkja aðild eftir aðildarviðræður. En það að greiða atkvæði með aðildarviðræðum hefur áhrif með þeim hætti að margir sem það gera munu veigra sér við að greiða atkvæði með öðrum hætti þegar samningurinn liggur fyrir.

Eftir að hafa heyrt af umræðum á Alþingi í dag um þetta mál þá datt mér í hug sagan af því þegar Þórbergur Þórðarson kom fyrir Drottinn allsherjar og gerði honum grein fyrir því af hverju hann ætti heima í himnaríki en ekki helvíti og Drottinn allsherjar sagði við breytum skipulaginu. Með sama hætti hefði Össur utanríkis átt að segja við breytum skipulaginu, þetta er hið mesta þjóðráð og eykur líkur okkar á aðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1588
  • Sl. sólarhring: 1593
  • Sl. viku: 3837
  • Frá upphafi: 2413938

Annað

  • Innlit í dag: 1485
  • Innlit sl. viku: 3485
  • Gestir í dag: 1372
  • IP-tölur í dag: 1297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband