Leita í fréttum mbl.is

Ná verður breiðri samstöðu um hagsmuni Íslands.

Spurning um aðild Íslands að Evrópusambandinu varðar það hvort það séu hagsmunir íslensku þjóðarinnar eða ekki að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þar reynir á kalt hagsmunamat.

Þeir sem vilja aðildarviðræður eru ekki búnir að samþykkja aðild. Það gleymist oft í þeim öfgafulla málflutningi sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa sett fram á undanförnu og margir farið algjöru offari í bloggfærslum sínum og brigslað þeim sem ekki eru sammála um landráð, svik og dindilshátt svo nokkur alþekkt orð í þessari umræðu séu nefnd.

Ég styð aðildarviðræður af nokkrum ástæðum.

Í fyrsta lagi þá tel ég heppilegt að Ísland skipi sér í raðir Evrópuþjóða á grundvelli þeirra sameiginlegu gilda og menningararfs sem okkur er sameiginlegur. Á svipuðum forsendum og rökum skipuðum við okkur í raðir frjálsra þjóða í baráttunni gegn ófrelsinu þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið.

Í öðru lagi þá eru aðildarviðræður rökrétt framhald af aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þar sem við erum undir það seld að þurfa að taka og innleiða löggjöf án þess að hafa nokkuð um hana að segja. Slíkt ferli lagasetningar er ekki samboðið íslensku þjóðinni. 

Í þriðja lagi þá höfum við innleitt mikilvægustu reglur Evrópusambandsins í flestum málaflokkum fyrir utan fisk - og landbúnaðarvörur.

Í fjórða lagi þá stöndum við frammi fyrir því að vera með ónýtan gjaldmiðil, hærra verð á nauðsynjum og óviðunandi lánakjör sem eru daglegir ofurskattar á venjulegt fólk en aðild að Evrópusambandinu er líkleg til að breyta þessu

Í fimmta lagi þá gæti aðild að Evrópusambandinu auðveldað samkeppni og nýsköpun í íslensku atvinnulífi og leitt til aukins hagvaxtar og velmegunar en þar liggja einmitt stærstu tækifærin okkar fólgin.

Fleira mætti nefna en þetta nægir alla vega í meðallangri bloggfærslu.

Það er með ólíkindum að hlusta á fólk taka upp gömlu kommaslagorðin um að selja landið og fórna fullveldinu í sambandi við skoðun á hagsmunum þjóðarinnar við aðildarviðræður.  Að sjálfsögðu er engu slíku til að dreifa og þeir sem vilja skoða aðild eru jafngóðir og heilir íslendingar og þeir sem eru á móti aðildarviðræðum. Andstæðingar aðildarviðræðna eiga ekki einkarétt á ást og virðingu á landi og þjóð.

Mér hefði fundist eðlilegt að breið samstaða hefði verið mynduð af Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki um aðildarviðræður einmitt núna. Því miður varð það ekki. Slíka samstöðu verður hinsvegar að mynda og fara í aðildarviðræðum á forsendum þjóðhagslegra hagsmuna en ekki pólitískra upphrópana eða varðstöðu um hagsmuni hinna fáu gegn hagsmunum hinna mörgu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var setningin sem þú skrifar sem ég vildi sjá oftar: "kallt hagsmunamat" .

Finnur Bárðarson, 17.7.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við vitum þegar hvað er í Evrópusambands-pakkanum í öllu sem máli skiptir. Þeir sem segjast þurfa að vita hvað er í pakkanum eru annað hvort sáttir við pakkann, en sjá sér pólitískan hag í að halda fram vanþekkingu á málinu, eða hafa hreinlega ekki kynnt sér málavexti.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Benedikta E

Jæja -  Finnur ertu hrifinn af hugtakinu - kallt hagsmuna mat.

Þú veist hvaðan það er komið.....

Það er "fagmál"úr útrásarbönkunum - einnig "nýja ísland" sem stóð fyrir ESB..........................

Benedikta E, 17.7.2009 kl. 23:59

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Magnússon: 

Ég er svo hjartanlega sammála þér Jón Magnússon - það var einmitt ískalt hagsmunamat, sem leiddi til þess að ég vil í aðildarviðræður!

Hjörtur:

Farðu í ís- jökulkalda sturtu og sjáðu hvort það hjálpar þér eitthvað!

Þú þarft einhvernvegin að ná þessu "ís- jökulkalda" hagsmunamati, sem við Jón og flestir aðrir hugsandi sjálfstæðismenn erum búnir að komast að.

Blóðstreymið er eitthvað að fara á einhverja ranga staði hjá þér, allavega ekki til heilans - svo mikið er víst!

ÍS- JÖKULKALT HAGSMUNAMAT - ÞAÐ ER MÁLIÐ! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það kann vel að vera Bendikta að kalt hagsmunamat hafi verið notað af útrásarbönkunum eða einhverjum öðrum en það er hins vegar ljóst að hvorki útrárarvíkingarnir né bankarnir hafa farið eftir þessu. Það er eitt að segja og annað að gera. Hefðu útrásarbankarnir notað kallt hasmunamat þá værum við ekki að tala um Icesave skuldir í dag. Þá værum við ekki að vandræðast með að standa í skilum með innistæður. Vandinn er sá að bankarnir tóku áhættu sem var glórulaus og gættu þess ekki að tryggingar væru fyrir útlánum nema hjá litlu lánþegunum.  Þar var hvorki heitt eða kalt hagsmunamat. Ég held Benedikta því miður að það hafi bara verið hagsmunamat þeirra sem fengu ofurlaun af veltuaukningu og glórulausar arðgreiðslur.

Jón Magnússon, 18.7.2009 kl. 10:20

6 Smámynd: Jón Magnússon

þakka þér fyrir Guðbjörn ég las færsluna þína og hún var mjög góð.  Mér finnst satt að segja sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sem varð stór flokkur, þjóðarflokkur, vegna þess að Bjarni Benediktsson heitinn fyrrum forsætisráðherra þorði að taka þá pólitísku áhættu að sækjast eftir að skipa okkur á bekk með hinum lýðræðisþjóðunum í andstöðu við kommúnismann.  Bjarni þurfti heldur betur að berjast fyrir þeirri skoðun sinni líka innan flokksins.  Þá eins og nú  eru því miður allt of margir sem halda að möguleikar Íslands geti falist í einangrunarstefnu.

Jón Magnússon, 18.7.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband