17.7.2009 | 11:47
Ná verður breiðri samstöðu um hagsmuni Íslands.
Spurning um aðild Íslands að Evrópusambandinu varðar það hvort það séu hagsmunir íslensku þjóðarinnar eða ekki að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þar reynir á kalt hagsmunamat.
Þeir sem vilja aðildarviðræður eru ekki búnir að samþykkja aðild. Það gleymist oft í þeim öfgafulla málflutningi sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa sett fram á undanförnu og margir farið algjöru offari í bloggfærslum sínum og brigslað þeim sem ekki eru sammála um landráð, svik og dindilshátt svo nokkur alþekkt orð í þessari umræðu séu nefnd.
Ég styð aðildarviðræður af nokkrum ástæðum.
Í fyrsta lagi þá tel ég heppilegt að Ísland skipi sér í raðir Evrópuþjóða á grundvelli þeirra sameiginlegu gilda og menningararfs sem okkur er sameiginlegur. Á svipuðum forsendum og rökum skipuðum við okkur í raðir frjálsra þjóða í baráttunni gegn ófrelsinu þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið.
Í öðru lagi þá eru aðildarviðræður rökrétt framhald af aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þar sem við erum undir það seld að þurfa að taka og innleiða löggjöf án þess að hafa nokkuð um hana að segja. Slíkt ferli lagasetningar er ekki samboðið íslensku þjóðinni.
Í þriðja lagi þá höfum við innleitt mikilvægustu reglur Evrópusambandsins í flestum málaflokkum fyrir utan fisk - og landbúnaðarvörur.
Í fjórða lagi þá stöndum við frammi fyrir því að vera með ónýtan gjaldmiðil, hærra verð á nauðsynjum og óviðunandi lánakjör sem eru daglegir ofurskattar á venjulegt fólk en aðild að Evrópusambandinu er líkleg til að breyta þessu
Í fimmta lagi þá gæti aðild að Evrópusambandinu auðveldað samkeppni og nýsköpun í íslensku atvinnulífi og leitt til aukins hagvaxtar og velmegunar en þar liggja einmitt stærstu tækifærin okkar fólgin.
Fleira mætti nefna en þetta nægir alla vega í meðallangri bloggfærslu.
Það er með ólíkindum að hlusta á fólk taka upp gömlu kommaslagorðin um að selja landið og fórna fullveldinu í sambandi við skoðun á hagsmunum þjóðarinnar við aðildarviðræður. Að sjálfsögðu er engu slíku til að dreifa og þeir sem vilja skoða aðild eru jafngóðir og heilir íslendingar og þeir sem eru á móti aðildarviðræðum. Andstæðingar aðildarviðræðna eiga ekki einkarétt á ást og virðingu á landi og þjóð.
Mér hefði fundist eðlilegt að breið samstaða hefði verið mynduð af Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki um aðildarviðræður einmitt núna. Því miður varð það ekki. Slíka samstöðu verður hinsvegar að mynda og fara í aðildarviðræðum á forsendum þjóðhagslegra hagsmuna en ekki pólitískra upphrópana eða varðstöðu um hagsmuni hinna fáu gegn hagsmunum hinna mörgu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 260
- Sl. sólarhring: 440
- Sl. viku: 4307
- Frá upphafi: 2427151
Annað
- Innlit í dag: 227
- Innlit sl. viku: 3987
- Gestir í dag: 221
- IP-tölur í dag: 216
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þetta var setningin sem þú skrifar sem ég vildi sjá oftar: "kallt hagsmunamat" .
Finnur Bárðarson, 17.7.2009 kl. 15:49
Við vitum þegar hvað er í Evrópusambands-pakkanum í öllu sem máli skiptir. Þeir sem segjast þurfa að vita hvað er í pakkanum eru annað hvort sáttir við pakkann, en sjá sér pólitískan hag í að halda fram vanþekkingu á málinu, eða hafa hreinlega ekki kynnt sér málavexti.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 16:54
Jæja - Finnur ertu hrifinn af hugtakinu - kallt hagsmuna mat.
Þú veist hvaðan það er komið.....
Það er "fagmál"úr útrásarbönkunum - einnig "nýja ísland" sem stóð fyrir ESB..........................
Benedikta E, 17.7.2009 kl. 23:59
Jón Magnússon:
Ég er svo hjartanlega sammála þér Jón Magnússon - það var einmitt ískalt hagsmunamat, sem leiddi til þess að ég vil í aðildarviðræður!
Hjörtur:
Farðu í ís- jökulkalda sturtu og sjáðu hvort það hjálpar þér eitthvað!
Þú þarft einhvernvegin að ná þessu "ís- jökulkalda" hagsmunamati, sem við Jón og flestir aðrir hugsandi sjálfstæðismenn erum búnir að komast að.
Blóðstreymið er eitthvað að fara á einhverja ranga staði hjá þér, allavega ekki til heilans - svo mikið er víst!
ÍS- JÖKULKALT HAGSMUNAMAT - ÞAÐ ER MÁLIÐ!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 01:00
Það kann vel að vera Bendikta að kalt hagsmunamat hafi verið notað af útrásarbönkunum eða einhverjum öðrum en það er hins vegar ljóst að hvorki útrárarvíkingarnir né bankarnir hafa farið eftir þessu. Það er eitt að segja og annað að gera. Hefðu útrásarbankarnir notað kallt hasmunamat þá værum við ekki að tala um Icesave skuldir í dag. Þá værum við ekki að vandræðast með að standa í skilum með innistæður. Vandinn er sá að bankarnir tóku áhættu sem var glórulaus og gættu þess ekki að tryggingar væru fyrir útlánum nema hjá litlu lánþegunum. Þar var hvorki heitt eða kalt hagsmunamat. Ég held Benedikta því miður að það hafi bara verið hagsmunamat þeirra sem fengu ofurlaun af veltuaukningu og glórulausar arðgreiðslur.
Jón Magnússon, 18.7.2009 kl. 10:20
þakka þér fyrir Guðbjörn ég las færsluna þína og hún var mjög góð. Mér finnst satt að segja sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sem varð stór flokkur, þjóðarflokkur, vegna þess að Bjarni Benediktsson heitinn fyrrum forsætisráðherra þorði að taka þá pólitísku áhættu að sækjast eftir að skipa okkur á bekk með hinum lýðræðisþjóðunum í andstöðu við kommúnismann. Bjarni þurfti heldur betur að berjast fyrir þeirri skoðun sinni líka innan flokksins. Þá eins og nú eru því miður allt of margir sem halda að möguleikar Íslands geti falist í einangrunarstefnu.
Jón Magnússon, 18.7.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.