Leita í fréttum mbl.is

Eru innistæður í íslenskum bönkum þá ekki tryggðar?

Mér þykir það merkilegt sem haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að "innistæður í íslenskum bönkum séu tryggðar til fulls, þar til annað verður boðað"  Stendur til að boða eitthvað annað. 

Annað hvort eru innistæður tryggðar eða þær eru ekki tryggðar. Nú eru bankarnir ríkisbankar þannig að ég taldi að innistæður í þeim væru að fullu tryggðar svo lengi sem ríkið hefur dug og mátt til að standa við þær skuldbindingar. Stendur til af hálfu fjármálaráðherra að breyta því eitthvað?

Ef til vill er þetta ekki frétt þar sem orð fjármálaráðherra eru gripin úr samhengi. En sé svo ekki þá er þatta stóralvarleg yfirlýsing fjármálaráðherra.


mbl.is Tryggðar þar til annað verður boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Standast neyðarlögin frá í vetur ?  Eru þau kannske brot á stjórnarskránni, hvað varðar að menn skulu vera jafnir fyrir lögum??

'Olafur Sveinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er kominn tími til að taka allt saman út ? ? ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.7.2009 kl. 15:27

3 identicon

Er kannski komin tími á læknisskoðun hjá SJS ?

Fyrst snýst hann við í ESB máli, síðan Iceslave, og nú þetta.

Ekki viss um að hann gangi heill til skógar lengur.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: Jón Magnússon

Tómas það er einmitt mergurinn málsins.  Svona yfirlýsingar fjármálaráðherra eru til þess fallnar að veikja það litla traust sem er á íslensku bönkunum og að innistæður séu vel geymdar þar.

Jón Magnússon, 23.7.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona að Steingrímur gangi heill til skógar og satt best að segja þá sýnist mér hann og Össur vera sterkustu mennirnir í ríkisstjórninni. Þessi ummæli voru hins vegar afar óheppileg.

Jón Magnússon, 23.7.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það hefur ekki reynt á það Ólafur hvort neyðarlögin eru brot á stjórnarskránni eða ekki. Mér finnst það samt frekar ólíklegt þó að það sé óneitanlega gengið fram á ystu nöf.

Jón Magnússon, 23.7.2009 kl. 16:35

7 identicon

"Lögum samkvæmt eru innistæður tryggðar að 20.887,00 EVRUM en Þeir segja að þær séu tryggðar að fullu" var svarið sem ég fékk hjá þjónustufulltrúa Landsbankans tveimur vikum eftir "hrunið" þegar ég spurði hver trygging á inneign minni hjá þeim raunverulega væri.

Þú segist hafa talið "að innistæður  í þeim (íslensku ríkisbönkunum) væru að fullu tryggðar svo lengi sem ríkið hefur dug og mátt til að standa við þær skuldbindingar."

Það er m.a.þetta "svo lengi sem ríkið hefur dug og mátt til að standa við þær skuldbindingar" sem ég skil ekki.

Þú ert ekki bara lögfræðimenntaður heldur líka hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður svo þú  skilur þetta allt í botn og getur þess vegna útskýrt fyrir mér og fleirum hver staðan er eins og stendur hvað snertir tryggingar á bankainneignum okkar landbúa hjá íslensku bönkunum.

Agla (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:51

8 identicon

 Neyðarlögin.

Hvað með þá sem höfðu aurað saman nokkrum krónum og geymt í séreignasjóði, í umsjá lýfeyrissjóðs, í stað sparibauks????

'Olafur Sveinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 17:32

9 Smámynd: Jón Magnússon

Agla það er rétt að lögum samkvæmt eru innistæður tryggðar fyrir 20.887 Evrum á kennitölu hjá almenningi en frekari skuldbindingar eru ekki fyrir hendi lögum samkvæmt þegar um er að ræða banka sem ekki eru reknir með ríkisábyrgð.  Ríkið sem slíkt ber ekki frekari ábyrgð á innistæðum. Hitt er annað að ríkisstjórnir um allan heim hafa talið nauðsynlegt þegar hafa komið upp bankakreppur að tryggja innistæður á almennum bankareikningum.

Jón Magnússon, 23.7.2009 kl. 18:48

10 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst það rangt Ólafur fyrst ríkið skyldar mig og þig til að leggja peningana okkar í þvinguðum sparnaði í lífeyrissjóð að það hafi ekki umsjón með þeim peningum og tryggi okkur fulla endurgreiðslu. Allt annað finnst mér óviðunandi. Mér finnst það gjörsamleg galið að skylda fólk til að láta peningana sína til einhverra kalla sem skammta sér ofurlaun auk ýmiss annars við að stjórna þessum sjóðum. Venjulega eru stjórnendurnir á margfjöldum launum sjóðsfélaga. Samt sem áður eru þessir vörslumenn að tapa peningunum okkar og við höfum ekkert um það að segja.  Mér finnst nauðsynlegt að breyta þessu kerfi strax. 

Jón Magnússon, 23.7.2009 kl. 18:52

11 identicon

Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar, Jón.

 Ég hélt í fáfræði minni að þessi 20.887,00 evru trygging væri tengd hverjum innistæðureikningi en svo er þá trúlega ekki ef tryggingin er tengd kennitölu innistæðueigenda.

Skil ég það rétt að ef ég ætti jafngildi 100.000,00 evru innistæður alls á fimm bankareikningum, sem allir væru í mínu nafni og á minni kennitölu, væri heildartryggingin  á inneigninni á þessum  fimm reikningum samtals 20.887,00 evrur?

Þú segir að frekari skuldbindingar en 20.887 evru trygging á kennitölu sé ekki fyrir hendi lögum samkvæmt þegar um er að ræða banka sem ekki eru reknir með ríkisábyrgð.

Næsta spurning er þá hvort íslensku bankarnir, sem nú eru starfandi, séu reknir með ríkisábyrgð (og ef svo er, hvaða áhrif sú ábyrgð hafi á innistæðutrygginguna).

Agla (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:47

12 Smámynd: Jón Magnússon

Agla það er þannig eins og ég skil það að ábyrgðin er miðuð við hvern einstakling. Þannig að ef þú átt 100 þúsund Evrur í einum banka þá færðu bara 20 þúsund Evrur ef bankahrun verður og engin frekari ábyrgð er á innistæðum. Þú getur hins vegar átt 20 þúsund Evrur í 5 bönkum og fengið þannig þínar 100 þúsund Evrur þó að bankahrun verði.  Íslensku bankarnir eru ekki með ríkisábyrgð þannig að viðmiðunin er þessar 20.887 Evrur þegar allt kemur til alls nema stjórnvöld ákveði eitthvað annað eins og gert var við bankahrunið í október 2008.

Jón Magnússon, 24.7.2009 kl. 09:33

13 Smámynd: Jón Magnússon

Agla ég gleymdi því að það er ekki rétt að tala um ríkisábyrgð þegar vísað er til þessara 20.887 Evra sem að ábyrgðin tekur til. Þetta var hugsað og er neytendavernd.

Jón Magnússon, 24.7.2009 kl. 09:35

14 identicon

Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar.

Við skulum bara vona frekari bankahrunum verði afstýrt og að yfirvöld standi við yfirlýsinguna sem fyrrverandi ríkisstjórn birti í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þ.6.10.2008 um að inneignir landsmanna væru tryggðar að fullu. 

Agla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 850
  • Sl. viku: 4032
  • Frá upphafi: 2427832

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 3733
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband