Leita í fréttum mbl.is

Þú skalt gera en ef þú gerir ekki þá skiptir það ekki máli.

Eitt af þeim steinbörnum sem þjóðin gengur enn með í magnanum er að skipað skuli stjórnlagaþing með hálfs milljarðs kostnaði.  Sú þjóð Norðurlanda sem farið hefur farsælustu leiðina við að breyta stjórnarskrá sinni eru Svíar sem skipuðu sérstaka stjórnlaganefnd sem vann í nokkur ár við að koma fram með nýungar og samræma sjónarmið. Allir eru sammála um að starf þeirrar nefndar hafi tekist frábærlega vel.  Við gætum tekið Svía til fyrirmyndar ef við vildum virkilega ná fram vitrænum breytingum á stjórnarskránni.

En við viljum ekki fara þá leið sem hefur gefist vel og er líkleg til árangurs. Við viljum kjósa sérstakt stjórnlagaþing. Aðferðarfræðin og umbúnaðurinn er líkleg til að lítið komi út úr slíku þinghaldi með þeim Birgittum og Þórurum sem þar gætu valist til að gera þingstörf stjórnlagaþingsins vitrænni og skilvirkari.

Þó ákveðið sé að kjósa stjórnlagaþing jafn árangurslítið eins og það er líklegt til að verða þá skiptir samt máli hvernig staðið er að lagasetningu um stjórnlagaþingið.  Í frumvarpinu sem lagt hefur verið fram á Alþingi um stjórnlagaþing kennir nokkurra furðulegra grasa. Eitt má sjá í 11.gr. frumvarpsins þar sem segir m.a.

 "Kjósanda er í sjálfsvald sett hversu mörgum frambjóðendum er forgangsraðað með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr. en skal þó að lágmarki raða átta frambjóðendum. Atkvæði telst þó gilt þótt færri frambjóðendur séu valdir."

Kjósandi skal semsagt greiða atkvæði með ákveðnum hætti en það skiptir ekki máli þó hann fari ekki eftir því. Það þýðir að kjósandi skal í raun ekki gera það sem hann skal gera. Þannig að kjósandi skal gera það sem hann þarf ekki að gera og ekki skiptir máli þó hann geri ekki það sem hann skal gera eða með öðrum orðum að hann skal ekki gera það sem hann skal gera samkvæmt lagafrumvarpinu. 

Ætla má að þeir sem sömdu frumvarpið og greinargerðina hafi kynnt sér röksemdafærslur Sir Humphrey ráðuneytisstjóra í sjónvarpsmyndaflokknum "Yes Minister" Því að orðræðan og rökin í næstu setningu að ofan eru í samræmi við málflutning hans þegar hann lenti í ógöngum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón:

Ég er sammála þér að ég er mjög hræddur um að lítið komi út úr þessu þingi.

Að semja nýja stórnarskrá er ekki á færi nema mjög fárra manna hér á landi, þótt eflaust séu þeir fleiri nú sem hafa til þess menntun og reynslu en fyrir nokkrum áratugum síðan.

Sérstaklega óttast ég "Birgittu og Þórs syndrómið", sem þú nefnir 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.7.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já Guðbjörn ég er hræddur um að það komi ekkert út úr þessu eins og til virðist stofnað. Þá heitir það að henda peningum í ekki neitt.

Jón Magnússon, 25.7.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 122
  • Sl. sólarhring: 1303
  • Sl. viku: 4580
  • Frá upphafi: 2466792

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 4258
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 116

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband