26.7.2009 | 18:00
Er Jón Bjarnason hæfur til að vera ráðherra?
Jón Bjarnason samþykkti stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það greiddi hann atkvæði á móti aðildarumsókn við afgreiðslu málsins á Alþingi. Skýringar hans á því að greiða atkvæði gegn því sem hann hafði samþykkt þegar hann gekk til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna voru vægast sagt ekki sannfærandi.
Nú rúmri viku eftir að meiri hluti Alþingis samþykkti að ganga til aðildarviðræðna og utanríkisráðherra er svo nýkominn heim frá því að leggja fram aðildarumsóknina að Evrópusambandinu að hann er ekki enn búinn að ná úr sér flugriðunni ákveður Jón Bjarnason að hafa skuli stjórnarsáttmálann og vilja Alþingis að engu.
Öll þau atriði sem Jón nefnir sem rökstuðning fyrir því að fresta umsóknarferlinu að ESB voru þekkt þegar Alþingi samþykkti að ganga til aðildarviðræðna. Jón Bjarnason er því að fara fram á að ekki verði farið eftir vilja Alþingis.
Hverju skyldi vera um að kenna þegar ráðherra bullukollast svona?
Vill fresta umsóknarferli ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 111
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 5050
- Frá upphafi: 2425684
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 4653
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 96
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ráherra sem talar gegn samþykktum Alþingis þarf að hugsa sinn gang...flóknara er það ekki.
Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 18:25
Hér mælir þú Evrópubandalags-innlimunarstefnunni bót, Jón Magnússon, og jafnframt, óbeint, þeirri fjárkúgun sem verið er að beita okkur vegna Icesave-samninganna. Fer þér illa sem Sjálfstæðimanni, to say the least.
Jón Valur Jensson, 26.7.2009 kl. 19:30
Ég man ekki betur, heldur en þegar ríkisstjórnin var mynduð, hafi báðir flokkarnir lýst sig óssammála í málinu, en að fulltrúar VG hafi einnig lýst því yfir, að þeir myndu greiða fyrir að aðildarumsókn fengi þinglega meðferð. Í því fólst ekki neitt loforð, um að þingmenn eða ráðherrar, myndu greiða atkvæði með tillögu um umsókn.
Þvert á móti hefur því verið marglýst yfir, af Steingrími Sigfússyni, að þingmenn og ráðherrar VG, séu einungis bundnir af sinni sannfæringu í málinu.
Þannig, að ég veit ekki betur, en að þú farir með fleipur, þ.e. hvað stjórnarsáttmálann varðar.
Hvað varðar, vilja Alþingis, þá heldur ráðherra áfram, að vera fylginn sinni sannfæringu, algerlega skv. marg endurteknum yfirlísingum þess, að meðlimir VG í ríkisstjórn, séu einungis bundnir sinni eigin sannfæringu í málinu, en einnig algerlega skv. því sem margoft hefur áður komið fram um að hver sé sannfæring ráðherra.
Það sem er á seyði, er að ríkisstjórnin, var mynduð, fullkomlega vitandi vits, að ágreiningur væri uppi í grundvallaratriðum um mikilvæg mál, milli stjórnarflokkanna.
Ef Samfó er nú, ekki sátt við það ástand mála, þá er einfaldast fyrir Samfó að slíta stjórnarsamstarfinu, því þetta ástand mála um ágreining á milli flokkanna er alls ekkert á förum.
Enda hefur Steingrímur Sigfússon, lýst því yfir, að hann taki sér rétt til að binda enda á samningaviðræður við ESB, ef VG lýst ekki á þróun mála.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.7.2009 kl. 19:32
Blessaður Jón.
Ég styð Jón Bjarnason. Fjöldi Íslendinga styður Jón Bjarnason. Það er ekki Jón Bjarnason sem á að víkja. Það er Sigríður I. Ingadóttir og allir hinir Evrópu-sinnarnir sem sviku þjóðina og samþykktu að sótt yrði um aðild án þess að spyrja þjóðina. Hann var kosinn af fólkinu til að fylgja sinni sannfæringu og þó ýmsir hafi svikið það. Það er forkastanlegt að ætlast til að hann sem alþingismaður svíki sannfæringu sína. Og skil að vísu ekki af hverju ég er að hafa fyrir að skrifa í þennan dálk þar sem þú velur úr það sem passar fyrir þig. Áfram Jón Bjarnason.
Elle E.
Elle_, 26.7.2009 kl. 19:38
Mér finnst þessi Jón ekkert vitlausari en Ragnheiður Ríkarðs eða Þorgerður Katrín. Þær eru báðar genetískir kratar en Jón er íslenzkur framsóknarbóndi á kaupstaðarferð í pólitík. Af hverju má hann ekki tala fyrir sinni sannfæringu eins og Steingrímur að greiða atkvæði gegn sinni ?. Ef hann þá hefur einhverja aðra sannfæringu en valdagirnd og gírugheit í ráðherralaun.
Ég held að þessi ríkisstjórn geri mig að Evrópusinna áður en yfir lýkur. Ég sé ekki hvernig við getum dregið úr skaðsemi þessa fólks á annan hátt. Það er Evrópusambandinu að þakka að við erum ekki komnir með VSK í 28% kannski frelsumst við frá meira illu fyrir minna illt?
1000 fjölskyldur hafa ákveðið á stuttum tíma að vilja ekki búa í Iceslave skattlagningu til frambúðar. Ef við ekki förum sjálfir verðum við að borga þeirra hluta líka.
Halldór Jónsson, 26.7.2009 kl. 22:28
Hvaða endemis bull er þetta Jón Valur. Icesave. Í fyrsta lagi þá er það sitt hvað að vilja fá aðildarviðræður og sjá hvort það geti verið hagsmunir þjóðarinnar að ganga í Evrópusambandið. Í öðru lagi þá er þungamiðjan að Jón Bjarnason samþykkti stjórnarsáttmálann þ.e. skrifaði undir samning sem hann hefur síðan svikið. Í þriðja lagi þá samþykkti Alþingi að fara í aðildarviðræður og Jón Bjarnason krefst þess nú að samþykkt Alþingis verði höfð að engu. Það er það sem þetta mál snýst um.
Það er ekki samasem merki á milli Icesave og Evrópusambandsins og Evrópusambandið hefur ekkert með Icesave samningaklúður ríkistjórnarinnar að gera. Það er allt annað mál. Við höfnuðum aðkomu Evrópska efnahagssvæðisins að málinu í nóvember s.l. þegar boðið var upp á gerðardóm sem að Árni Mathiesen þá fjármálaráðherra samþykkti en þau Geir H. Haarde, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir höfnuðu.
Jón Magnússon, 26.7.2009 kl. 22:41
það er rétt hjá þér Einar Björn að þingmaður er að sjálfsögðu bundinn sinni sannfæringu. Þær skýringar Steingríms sem þú bendir á hér að ofan eru síðari tíma skýringar og stangast á við orðalag stjórnarsáttmálann sem VG og Samfylkingin sameinuðust um sem samning sín á milli. Í mínum huga þá er það ekki flóknara en þannig að VG samdi um að greiða fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu en ekki meir en þó það og ekkert minna.
Jón Magnússon, 26.7.2009 kl. 22:45
Elle þú getur stutt Jón Bjarnason eins og þú vilt og aðferðarfræðin hefur í sjálfu sér ekkert með það að gera heldur hitt að hér er ráðherra í ríkisstjórn sem samþykkir ákveðinn samning. Stendur ekki við hann og þegar Alþingi hefur samþykkt aðildarviðræður þá gerir hann kröfu til þess að ekki verði farið eftir því. Mér finnst ekki hægt a styðja slíkt þó þú sért andstæðingur Evrópusambandsins og Ervópusambandsaðildar.
Jón Magnússon, 26.7.2009 kl. 22:47
Halldór ég er ekki að dæma um gáfnafar fólks, en þó fannst mér líklegt eftir að ég kynntist því hvað Jón Bjarnason á gáfaðan og vel gerðan son að hann hlyti að luma á ýmsu og hann gerir það vissulega síst af öllu vil ég gera lítið úr Jóni Bjarnasyni.
Hitt er annað mál að mér finnst þú ansi óvæginn við þingmennina þína þær Þorgerði og Ragnheiði. Sjálfstæðisflokkurinn væri enn fátæklegri ef þeirra nyti ekki við það er nú ekki flóknara en það hvað sem líður genólógíu.
Þetta er orðin ansi löng kaupstaðarferð hjá Jóni Bjarnasyni og spurning hvort ekki sé mál til komið að hann haldi heim á leið.
Þú ert með athygliverða nálgun varðandi fjölskyldurnar sem hafa flutt úr landi á stuttum tíma eða rúmt eitt prósent þjóðarinnar. Stærsta og mesta hættan sem við búum við er að stór hluti hæfileikaríks fólks greiði atkvæði með fótunum og flytji héðan ef þeim eru ekki búin sambærileg lífskjör og skilyrði og í nágrannalöndum okkar. Þá er spurningin gerum við það ef við erum utan Evrópusambandins og finnum ekki olíu í lögsögunni Halldór.
Jón Magnússon, 26.7.2009 kl. 22:54
Sæll Jón,
Jón hefur bara ákveðið að segja skoðun sína umbúðlaust. VG gengu óbundnir að þessu máli, þeir hleyptu því bara inn í þingið-thats all. Bestu menn til að semja fyrir okkur eru Jón, Björn Bjarna og aðrir andstæðingar ESB. Þá fáum við kannski samning sem vit er í.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.7.2009 kl. 23:00
Jón, ég ætla að svara þessu. Hann fær minn fullan stuðnig vegna þess að hann:
1. Fylgir sannfæringu sinni og það er það sem hann var kosinn til að gera. Akkúrat það. Það eru óheiðarlegir og ótryggir stjórnmálamenn sem fylgja ekki sannfæringu sinni. Það er fáránlegt af stjórnmálamanni að koma fram opinberlega og segja: "Ég er á móti og segi samt já" sem er nokkuð góð lýsing á nokkrum öðrum sem sviku kjósendur illilega. Líka held ég það hljóti að vera brot á stjórnarskránni þegar alþingismaður kýs gegn sannfæringu sinni. Skítt með hvað Evrópu-envaldurinn kúgaði menn inn í. Það út af fyrir sig ætti að vera ólöglegt ef það er það ekki nú. Og LANGVERSTU SVIKIN voru þau að FELLA NIÐUR rétt fólksins til að kjósa NÚNA. Hefði ég ekki verið andvíg EU, gæti ég samt EKKI kosið það nú vegna þess að valtað var yfir fólkið og það þoli ég ekki.
2. Honum finnst AGS, Bretar og Hollendingar vera að þvinga okkur. Og þeir ERU að þvinga okkur. Og þ.a.l. styð ég hann í að vinna gegn allri kúgun og þvingunum.
Við viljum ekki og þurfum ekki ljúgandi og svíkjandi fólk í yfirvöld landsins. Nóg höfum við víst haft af þeim.
Elle_, 26.7.2009 kl. 23:13
Og Jón, það er EKKI vegna þess að ég sé andstæðingur sem ég styð Jón Bjarmason. Fyrir mig snýst málið um heiðarleika og að stjórnmálamaður VERÐI að fylgja sinni sannfæringu. Sé ég núna orðin andstæðingur, er það fyrst og fremst vegna svika og yfirgangs yfirvalda.
Elle_, 26.7.2009 kl. 23:30
Svarið við fyrirsögninni, Er Jón hæfur til að vera ráðherra? Er augljóst nei.
Þessi skrípaleikur hans er bara rétt að hefjast, ég er farinn að óttast að hann muni hleypa öllu í háaloft þegar aðildarviðræður eru hafnar. Og ef aðildarviðræðuferlið verður einn skrípaleikur sem ekkert er á mark takandi hvorki hérlendis né erlendis, svo ekki sé minnst á ef að VG kemur í veg fyrir aðildarviðræðum muni ljúka og þjóðin því fái ekki kosið um samning, þá mun stjórnin springa og Evrópumálin hanga yfir okkur næstu næstu áratugina eða þar til að þjóðin fær samning til að kjósa um.
Við skulum ekki vanmeta orð erlendra stjórnmálamanna sem þekkja þetta aðildarferli og hafa sagt að það sé mjög strangt, flókið og erfitt. Þetta er rétt að byrja, svo það að karluglan sú haldi utan um erfiðustu málaflokkana, það er Sjávarútveg og Landbúnað í þessu ferli er martröð fyrir þjóðina, andstæðinga aðildarviðræðna sem og stuðningsmenn aðildarviðræðna.
Alltaf á að bakka niður, tefja málið, málflutningur um að það sé ekki hægt að fá sérlausnir þrátt fyrir að hvert einasta land liggur við hafi fengið sínar sérlausnir, Malta lítið eyríki eins og Ísland fékk að minnsta kosti þrjár sérlausnir, sérlausnir eru varanlegar en ekki tímabundnar undanþágur eins og andstæðingar fullyrða. Þetta mun allt koma í ljós ef samningurinn kemur og þá mun þessi hræðsluáróður falla um sjálft sig.
Skoðanakannanir alveg aftur til ársins 2005 hafa sýnt trekk í trekk að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill hefja aðildarviðræður(fyrir utan eina skoðanakönnun núna á árinu á meðan Icesave gengur sem hæst), og oft á tíðum meirihluta fyrir beinni aðild og upptöku evru. Þrátt fyrir þetta þá andstæðingar farið mikið í fjölmiðlum undanfarið um hvernig þjóðin muni hafna samningunum, hvernig í nýlegum skoðanakönnunum þjóðin sé á móti aðild og svo framvegis, en nú virðast þeir ætla að guggna þegar kemur að því mæta á hólminn, bíta í skjaldarendur, reyna á málið og ljúka því.
Jón Gunnar Bjarkan, 27.7.2009 kl. 00:32
Sæll Jón.
Þegar menn koma eftir á seint og um síðir og reyna að bera í bætifláka fyrir það að hafa selt flokksmarkmiðin og að virðist eigin sannfæringu þar með, eins og Jón Bjarnason gerir hér, þá er það ekki trúverðugt , því fer svo fjarri, sama hvað þar er um að ræða í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.7.2009 kl. 01:19
Jón - þarna kemur málið, hvernig á að túlka...
,,,þau orð.
Þau er sannarlega hægt að túlka með þeim hætti, sem þú gerir.
En, það er einnig gild túlkun, að VG lofi einungis þ.s. þeir sjálfir hafa talað um "þinglegri meðferð", þannig að engu sé um lofað um stuðning VG, eða þingmanna þess flokks, eða ráðherra, við sjálfa aðildarumsóknina.
Ég man ekki betur en, að lausnin í upphafi hafi verið, að vera sammála um að vera ósammála. En, síðan að láta þingið afgreiða málið, eða með öðrum orðum, láta það koma í ljós hvort meirihluti væri fyrir málinu.
Síðan, má ekki heldur gleyma flokkssamþykktum VG frá því fyrir stjórnarmyndun, sem þingmenn VG geta vart alveg hundsað, jafnvel þó þeir hafi flestir ákveðið að hleypa málinu áfram.
Jón Bjarnason, hefur þó ætíð verið heill í sinni andstöðu, alveg frá upphafi. Gaf alltaf til kynna, hvernig hann myndi greiða atkvæði.
Í ljósi alls þess sem hefur gengið á unda, held ég ekki að Jón Bjarnason, hafi gengið lengra en hægt er að túlka að rúmist innan ramma stjórnarsamstarfsins, enda gekk Samfó í það fullkomlega vitandi vits, að VG væri á þveröfugri skoðun. Það, gat aldrei annað, en valdið veseni.
Ég segi, að menn eigi ekki að kvarta, þegar hið fullkomlega fyrirsjáanlega, gerist.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.7.2009 kl. 01:33
Svarið er einfalt NEI.
Dunni, 27.7.2009 kl. 06:58
Það er rétt sem bent er á hér að ofan að samningaviðræður um aðild eru alvörumál og það skiptir máli að fara í gegn um það ferli af fullri alvöru og velja til okkar hæfustu samningamenn. Ekki á grundvelli þess hvort þeir eru með eða á móti heldur á grundvelli þess hvort þeir eru hæfir til að vera í samninganefnd í flóknum fjölþjóðlegum samningum.
Það er með ólíkindum að ákveðinn hópur þjóðarinnar lítur á það sem eitthvað gamanmál að fara í gegn um samningaferli sem tekur væntanlega á annað ár. Af hverju skyldi það taka þennan tíma. Af því að aðilar eru að semja um hagsmuni. Mikilvæga hagsmuni. Ég benti strax á það varðandi Icesave samninginn að hann væri vondur vegna þess hvernig samninganefndin var skipuð. Með sama hætti mundum við standa uppi með vondan samning ef Evrópuandstæðingar og fólk sem hvorki hefur þekkingu né kunnáttu í fjölþjóðasamningum verður okkar fulltrúar í samninganefndinni. Þess vegna tel ég Jón Bjarnason m.a. ekki hæfan til að sitja í samninganefndinni og halda þannig á hagsmunum Íslands að sómi verði að.
Jón Magnússon, 27.7.2009 kl. 10:10
Það er akkúrat punktur, sem hefur verið frekar blásið á, að einmitt vegna þess, hve þetta sé krefjandi verkefni fyrir okkar litla stjórnkerfi - - en reikna má með hið minnsta að þörf sé á tugum sérfræðinga dreifðum á öll á ráðuneytin til að vinna alveg stöðugt að þessu máli auk þess, að fjöldi annarra þarf sennilega að auki að koma við sögu þess við og við - kostnaður verður mjög verulegur - - einmitt á þeim tíma þegar allra bjarga þess er þörf, hér innanlands, til að berjast við kreppuna.
Persónulega, hefði ég heldur viljað, að þetta mál hefði beðið nokkurn tíma, meðan versta kreppan gengur yfir,,,enda, get ég ekki séð betur að kreppan auki hættu á lélegum samningi: vegna þess eins og ég sagði, að erfitt verður að tryggja að nægilegar bjargir séu lagðar í samingsferlið - ég meina að annaðhvort mun þurfa að líða samningsferlið eða baráttan við kreppuna, og einnig vegna þess, að kreppan veikir samningsaðstöðu okkar.
Eins og þú gafst til kynna, þá þurfum við að búa við samning, góðan eða slæman, um aldur og ævi - eða það getur gerst. Þess vegna, er svo mikilvægt, að þetta sé framkvæmt í góðu tómi.
----------------------------
Annars held ég, hvernig sem samningurinn verður, þá muni talsmenn Samfylkingarinnar, básúna að um frábæran samning sé að ræða, og að hann skuli samþykkja.
Þá er ég að miða við reynsluna frá Icesave.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.7.2009 kl. 12:14
Ég get fallist á það með þér Einar Björn að það hefði verið heppilegra að aðildarviðræður færu fram á öðrum tíma en nú. Ég tel t.d. að staða okkur hefði verið önnur og betri ef við hefðum farið í Evrópusambandið um sama leiti og Svíþjóð og Finnland. Nú erum við hins vegar í það vondri stöðu að við verðum að skoða alla möguleika sem geta orðið til hagsbóta fyrir þjóðina og við getum ekki frestað því.
Jón Magnússon, 27.7.2009 kl. 12:44
Fortíðin er sokkinn kostnaður, á meðan að framtíðin er óviss. En, við getum þó enn haft áhrif á hana.
Það skiptir ekki máli, hvað við hefðum getað gert öðruvísi.
Það eina sem skiptir máli, er staðan í dag og á morgun.
Ég tek einnig til, að það mun hvort sem er, taka umtalsverðan tíma að vinna okkur niður í átt að "the convergence criteria" þannig, að töf hefði í raun og veru ekkert gert til, í því samhengi að ná í Evruna.
Inngöngu ferli eftir nokkur ár, með lægri skuldastöðu. Ég efast stórlega um að Evran komi seinna, í því samhengi.
Ég met ekki það sem svo mikilvægt atriði, að hefja inngönguferlið 4 - 5 árum fyrr eða seinna, út frá hagkerfinu. Mér hefur alltaf fundist, orðum aukið að inngönguferlið eitt og sér, feli í sér verulegann sjálfstæðann efnahagslegann ábata.
Aðalatriðið, hlítur að vera gangur efnahagsmála. Þ.s. við erum þegar, komin með í gegnum EES megnið af efnahagslegu hagræðinu, við það að vera meðlimir að ESB, skynja ég það sem mjög óverulegt atriði, í samhengi efnahagsmála, hvort ferlið byrjar nokkrum árum fyrr eða seinna.
En á hinn bóginn, með betri stöðu efnahagsmála, eigum við auðveldara með að takast á við málið, þannig að nægum tíma og björgum sé eytt í málið.
þú þarft að hafa í huga, að líkasta landið okkur, sem reynt hefur aðildarferli er Noregur, ekki t.d. Eystrasaltslöndin. Að mínu mati, þegar þetta er haft í huga, tel ég ekki nema í besta falli helmings líkur á að samningur verði samþykktur. Þá, á ég við besta mögulega samning.
Ef hann er eitthvað minna en það, þá minnka líkurnar jafnt og þétt niður fyrir 50%.
Þannig, að ef menn í raun og veru vilja aðild, þá þarf að fá besta mögulega samning. En, einnig þurfa menn að muna, að alls ekki er víst að það dugi til.
Persónulega, er ég frekar hálfvolgur í málinu, og er ekki þeirrar skoðunar, að vera fyrir utan sé slæmur kostur, þó ég telji ekkert endilega þurfa að vera slæman kost að vera fyrir innan.
Stóra spurningin er sjávarútvegsmál, og persónulega hef ég nokkrar efasemdir um að nægilega 'robust' samningur sé mögulegur. En, okkar samningar, munu þurfa að ganga lengra en samningar Noregs á 10. áratugnum. Þú þarft ekkert að segja mér neitt um þá samninga, mín loka-ritgerð í náminu mínu í Evrópufræðum, fjallaði einmitt um þá samningagerð.
Hafa verður í huga, að í dag er reglan sú, að Framkvæmdastjórnin þarf að skrifa upp á lok hvers kafla aðildasamnings fyrir sig, áður en byrja má á næsta kafla, síðan fer sá kafli til samþykkis Ráðherraráðsins. Þannig séð, þetta er raunveruleg breyting. Með öðrum orðum, aðhald meðlimaríkja ESB með aðildarsamningum nýrra ríkja, hefur verið stórlega aukið. Þetta, dregur að mínu mati - sem Evrópufræðings - verulega úr líkum á umtalsverðum undanþágum umfram tímabundnar aðlaganir.
Já, ég er sammála þér um eitt, okkar séns til að ná góðum samingum, var miklu mun betri á 10. áratugnum.
Þetta, að sjálfsögðu minnkar verulega, að samningar muni skila sér í samþykkt þjóðarinnar fyrir aðild.
Eins og ég sagði, mér líður persónulega ekkert ílla utan ESB. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með stöðu mála, eftir upptöku EES. Hefur ekkert pirrað mig neitt, að hafa ekki áhrif á ynnri ákvarðanatöku sambandsins, þannig séð.
Þegar það er haft í huga, eru sennilega minni líkur frekar en meiri, að ég samþykki aðild.
Við þurfum að leysa, gjaldeyrismálin. Ég vil tala við Obama, um þau mál. Ég held alveg, að það sé mögulegt að fylgja fordæmi El-Salvador, sem gerði saming við seðlabanka Bandaríkjanna á 10. áratugnum, um upptöku Dollars samhliða eigin gjaldmiðli, þannig að báðir væru jafnréttháir. Því fylgdi einnig, að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi afhenda El-Salvador Dollara undir tilteknum krísuaðstæðum, svipað og Seðlabanki Evrópu gerir.
Ég er ekki að fullyrða að þessi leið, sé 100% örugg. En ég tel hana skoðunarverða, í ljósi sértaks samstarfs okkar um langt árabil við Bandaríkin. En varnarsamningurinn er enn í gildi.
Ég hef allta verið frekar mikill Bandaríkjasinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.7.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.