Leita í fréttum mbl.is

Eignaupptaka og gæsluvarðhald.

Tæpir 10 mánuðir eru liðnir frá bankahruninu og setningu neyðarlaga. Þrátt fyrir það að fréttir berist af vafasömum gerningum ýmissa leikenda á fjármálasviðinu þá hefur enginn verið handtekinn eða settur í gæsluvarðhald. Engar eignir auðmanna hafa verið frystar. 

Fréttir sem berast eru af rannsóknum sem meira eða minna voru komnar í gang fyrir bankahrunið.  Af hverju gengur þetta svona hægt?

Að tala nú um að frysta eignir auðmanna er aðgerð sem er sennilega rúmum meðgöngutíma of seint á ferðinni. Það hefði þurft að gera það strax í október  2008 eins og ég krafðist að gert yrði á þeim tíma.

Nú skiptir máli að rannsóknum verði hraðað sem mest og lögum komið yfir þá sem ábyrgð bera þannig að Gróa á Leiti taki ekki endalaust völdin og fólk dæmt oft á tíðum saklaust. Það er því mikilvægt að rannsóknum verði hraðað og til þeirra varið þeim mannafla og fjármunum sem til þarf. Við eigum ekki endalaust að hengja þá sem stela karmellu en láta hina lausa sem misfara með milljarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Setti þetta inn á þráð hér á blogginu

Svo er mér sár sú mismunun sem virðist ganga yfir, nánast hljóðlaust.

Ungir menn, sem líklega höfðu verið verkfæri í höndum kunnáttumanna í fjármálagerningum, eru settir í járn vegna gruns um, að hafa ,,svikið út"um það bil fjóra miljónatugi en stórlaxarnir sem eru berir að svikum og blekkingum upp á milljarðatugi, fá auglýstar ráðgjafaskrifstofur sínar erlendis og fjölmiðlungar birta bullið úr þeim nánast spurningalaust.

Svo eru þeir sem voru formenn greiningadeilda nú að skrifa um hrunið til brúks í útlöndum.  Hvítþvo sig og segja nú, að það hafi ekkil verið nokkur von til að bjarga bönkunum, hvorki ríkið eða aðrir hafi haft til þess getu.  SAMT vældu sömu menn um stærsta bankarán sögunnar og hvað eina báru út ráðamenn sem þó voru búnir að lána langt um fram getu bankana til að standa við,--allt í krafti upplýsinga ÞESSARA SÖMU MANNA sem nú tala flátt til þeirra.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 28.7.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það náðist ekki pólitísk sátt um að breyta lögunum eins og þú manst.  Það var brýn ástæða til þess enda hafa menn nýtt tímann vel til að veðsetja, gera kaupmála eða selja eignir.Það er til lítils að kyrrsetja yfirveðsettar eignir. Ef þetta verður gert í dag verður einungis um táknræna aðgerð að ræða til að friða almúgann.

Svo geta menn, ef þeir vilja, velt vöngum yfir því hvort auðveldara yrði að gera nauðsynlegar lagabreytingar ef þeir sem lagabreytingin beinist hugsanlega gegn, 5. valdið, væru ekki fjárhagslegir sponsorar löggjafavaldsins.

Sigurður Þórðarson, 28.7.2009 kl. 12:17

3 Smámynd: Elle_

Blessaður Jón. 

Nú get ég tekið undir hvert orð.   Það er ótrúlegt að engar eignir skuli hafa verið frystar fyrir löngu og enginn handtekinn.   Hvað ætli valdi?  Og eins og þú bendir á er þarna mikil mismunun.   Það er óþolandi að milljarða stór-þjófar fái að vera í friði, en kannski ungir strákar sem stela tyggjópakka séu hundeltir.  Ekki það að þeir eigi að komast upp með það, heldur þarf að miða við stærð glæpa.   Fólkið er orðið of reitt yfir þessum seinagangi og vont fyrir sálina í fólki. 

Elle_, 28.7.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála. Órtúlegt brjálæði sem viðgengst á þessu skeri. Hvers konar samfélag hefur byggst upp á landinu undanfarna áratugi? Og undir stjórn hverra?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 15:25

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Jón, hefði verið og væri gott innlegg fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fylgja þessi fast eftir - en það er kanski ógjörningur af ýmsum ástæðum

Jón Snæbjörnsson, 28.7.2009 kl. 15:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Jón Snæbjörnsson að það hefði verið gott innlegg fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fylgja þessu fast eftir strax. Stjórnkerfið er hins vegar þungt í vöfum og þegar búið er að svelta eftirlitsstofnanir og embætti sem rannsaka auðgunarbrot um árabil þá tekur tíma að breyta en það tekur því miður allt of langan tíma. En við skulum ekki gleyma því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú setið í um það bil hálft ár og það hefur lítið þokast frá því að hún tók við völdum.

Jón Magnússon, 28.7.2009 kl. 16:22

7 identicon

Sæll Jón,

Ég skellti mínum hugrenningum um sama mál inn á síðuna mína um svipað leiti og þú settir þínar hugrenningar inn. Læt slóðina fylgja með.

http://himmelbjerg.blog.is/blog/himmelbjerg/entry/921607/ 

Það er greinilegt að við og margir aðrir (erlendis) erum á sama meiði í þessu máli.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 16:53

8 identicon

Þú ert hæstaréttarlögmaður, bjóddu þig fram sem sérstakan saksóknara!!! Sýndu í verki en ekki bara í orði að þér sé alvara. Findu lög sem gera almenningi kleyft að fara í mál við útrásarglæpahundana og taktu málið að þér ókeypis,.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 18:26

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Magnús Orri.

Jón Magnússon, 28.7.2009 kl. 23:26

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ragnar ég er tilbúinn til að taka að mér hvaða starf sem er sem geta orðið til að hjálpa til að koma þjóðinni  út úr þrengingunum og þannig að við getum stolt horft framan í nágranna okkar sem jafningja.

Jón Magnússon, 28.7.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón,

Til að hægt sé að vinna mál hratt og fumlaust þarf mikið af reyndu, þjálfuðu og hæfu starfsfólki sem getur unnið sjálfstætt og óháð rannsóknarefninu.  Ekkert af þessu er til staðar á Íslandi. 

Ég hef sagt áður að hér hafi verið framinn hinn fullkomni glæpur þar sem öllu var komið svo kyrfilega á koll að við höfum hvorki efni né tök á að rannsaka hann.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.7.2009 kl. 07:20

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Andri Geir að það þarf mikið af reyndu fólki en ég er ekki sammála að slíkt fólk sé ekki til hér á landi.  Hinn fullkomni glæpur skilst mér að sé sá glæpur sem aldrei kemst upp. Ég held að um það sé ekki að ræða hér. Það merkilega við þetta er líka það að í öllum niðursveiflum eftir uppsveiflur kemur í ljós að rándýr gengu laus sem eyðilögðu og soguðu peninga út úr góðum fyrirtækjum.

Jón Magnússon, 29.7.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 445
  • Sl. sólarhring: 1268
  • Sl. viku: 4903
  • Frá upphafi: 2467115

Annað

  • Innlit í dag: 428
  • Innlit sl. viku: 4568
  • Gestir í dag: 422
  • IP-tölur í dag: 413

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband