Leita í fréttum mbl.is

Flýtur meðan ekki sekkur.

Forsætisráðherra er sögð í sumarfríi þó að Steingrímur J. Sigfússon segi hana tiltæka sér þegar nauðsyn krefur.  Fjármálaráðherra er farinn að svara spurningum fréttamanna með spurningunni, "hvað heldur þú" eins og almenning í landinu varði eitthvað um álit fréttamanns á því afhverju þeir sem lofuðu að lána okkur peninga vilja ekki greiða. 

Loks upplýsti félagsmálaráðherra í gær að hann hefði skipað nýja nefnd til að athuga vanda skuldsetts fólks í landinu en nefndin ætti samt ekki að leggja fram neinar tillögur um niðurfellingun skulda eða annað sem máli skiptir. Til hvers er þá verið að skipa nefnd? Til að stunda umræðustjórnmál?

Á sama tíma mælist verðbólga í tveggja stafa tölu mánuð eftir mánuð þrátt fyrir spár um að verðbólga mundi minnka þegar liði á sumarið. Verðbbætt lán hækka og krónan fellur. Eignir fólks brenna upp í þessum vítahring galins lánakerfis og ónýts gjaldmiðils. 

Bankarnir og yfirtekin ríkisfyrirtæki eru rekin með 8 milljarða halla á mánuði á kostnað skattgreiðenda.

Krónan fellur og er í sögulegu lágmarki og væntingavísitalan sýnir að vonleysi er nú eins mikið og s.l. janúar þegar það mældist hæst. Við þessar aðstæður er eðlilegt að forsætisráðherra sé í fríi, fjármálaráðherra spyrji fréttamenn gagnspurninga þegar þeir spyrja hann og félagsmálaráðherra skipi nefnd sem á ekki að gera neitt sérstakt.

Hvar eru tillögur ríkisstjórnarinnar sem skipta máli fyrir fólkið í landinu?

Jóhanna hvar ert þú nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Snæberg Jónsson

Sæll Jón!

Hvað leggur þú til?  Ég minnist ekki að þú hafir lagt fram neinar haldbærar tillögur á meðan þú sast á þingi.  Svo endaðirðu á því að hlaupa í fangið á þeim, sem á 18 ára valdatíma lögðu grunninn að því kerfi sem leiddi til hrunsins.  Hættum að skjóta sendiboðann og tökum höndum saman við uppbygginguna!  Hættum þessum ótrúlega gamaldags og hundleiðinlegu skotgrafastjórnmálum!

Sigurður Snæberg Jónsson, 30.7.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það tengist þessu, að sjálfsögðu, hvaða aðferðum stendur til að beita til að greiða af skuldasúpunni. Hérna, kemur útlistum mín á því, hvað mismunandi aðferðir geta leitt til. Mín skoðun, er að þjóðfélagslegar afleiðingar, þess að streitast eins og rjúpan við staurinn verði sennilega þvílíkar, að betra sé að viðurkenna þegar að kostnaðurinn sé of hár, og ákveða að hefja nauðasamninga við alla stærstu lánveitendur, í því skyni að fá niðurfellingu að hluta.

Augljóslega, sýnist mér fylgja þessu, langvarandi lífskjaraskerðing og áframhaldandi lággengi krónu, um langa hríð.

Hægt er að auka innlendar tekjur ríkissjóðs beint, með hækkun skatta, og með því að auka hagvöxt.

  • A) Galli, heimskreppan stórlega dregur úr möguleikum til framtíðar hagvaxtar. Einnig, bendir flest til, að um nokkurt árabil í kjölfar kreppu, verði hagvöxtur skaðaður bæði á Evrusvæðinu og í Bandaríkjunum, þó meira á Evrusvæðinu. Þetta þýðir á mannamáli, að möguleikar okkar til hagvaxtar verða einnig skertir, þ.s. við getum ekki þrifist ef hagkerfin í kringum okkur, eru ekki að þrífast.
  • B) Annar galli, þ.s. ríkissjóður sjálfur hefur ekki útflutningstekjur, og við erum að tala um skuldir í erlendum gjaldeyri - verður að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri. En það felur í sér þann galla, að mjög umtalsvert útstreymi af krónum er framkallað úr hagkerfinu. Annað hvort, dregur úr peningamagni í umferð, jafnt og þétt - sem væri mjög samdráttarmagnandi aðgerð - - en minna peningamagn, þýðir minna fjármagn úr að spila til að lána, og til allra hluta, einnig getur sú aðgerð orsakað verðhjöðnun - - eða að því er mætt með því að prenta krónur á móti. En, þá er verið að auka jafnt og þétt framboð af krónum, sem hefur þær afleiðingar að verðfella hana jafnt og þétt; og því meir sem þessari aðferð er beitt í meira mæli. Hætta, stjórnlaus óðaverðbólga.

Hin aðferðin er að framkalla afgang af gjaldeyrisjöfnuði, sem væri nægilegur til að borga af hinum erlendu lánum.

Kosturinn, við þá aðferð er sú, að verðgildi krónu fellur ekki. En, á hinn bóginn er nær ómögulegt, að viðhalda svo háum afgangi sem þarf, þ.e. á bilinu rúmlega 20% - rúmlega 30%.

  • A)Hafa ber í huga að slæmar hagvaxtahorfur í nágrannalöndunum, draga stórlega úr möguleikum okkar, til að viðhalda nægilegum gjaldeyristekjum.
  • B)Ísland, hefur aldrei í hagsögu landsins, haft jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð, yfir svo langt tímabil, sem þörf er á - þ.e. samfellt svo lengi.
  • C)Ísland hefur heldur aldrei í hagsögu sinni, haft gjaldeyrisjöfnuð í þeim hæðum.
  • D)Hagvöxtur, veldur alltaf neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði á Íslandi. Til að skilja af hverju, þá er hægt að benda á t.d. byggingaframkvæmdir, en til þeirra þarf að flytja allt inn, nema steypuna og mölina. Þannig, auknar framkvæmdir í steypu auka viðskiptahalla. Sama, á við um fjölmarga aðra starfsemi, í landin - starfsemi, sem yfirleitt fer í aukana, í hagvaxtarástandi.

Ég átta mig ekki alveg á, hvernig á að leysa þennan vítahring, þ.s. hið vanalega er, að halli á gjaldeyrisjöfnuði, verður sífellt meiri eftir því sem hagvöxtur eykst og þörf er á miklum hagvexti. Gengi krónu yfirleitt styrkist einnig, í hagvaxtarástandi, sem hvetur til innflutnings.

Annaðhvort stefnum við á stjórnlausa óðaverðbólgu, sbr. Þýskaland 3. áratugarins sem þá var einnig að glíma við mjög hár gjaldeyrislán, eða að einfaldlega að íta skuldunum stöðugt á undan okkur. Sú leið, er einnig leið þjóðhagslegs gjaldþrots.

En, er ekki hægt að halda krónunni einfaldlega svo lágri, að þetta reddist? 

Ef á að viðhalda einhvers konar viðvarandi lággengi krónu, eins og bent hefur verið á sem hugsanlega lausn, þá myndi það hafa mjög lamandi áhrif á alla innlenda starfsemi, og um leið skaða hagvöxt og einnig almennt atvinnustig. Þá erum við að tala um viðvarandi ástand, lágs hagvaxtar og lágs atvinnustigs, og um leið lélegra lífskjara. Menn meiga ekki gleyma, að ef lífskjör verða um langt árabil, mjög mikið skert, í því skyni að tryggja nægilegann gjaldeyrisafgang - aðferðin að tryggja hann með því að fólk hafi ekki efni á að flytja inn eða fjárfesta - þá má búast við fólksflótta úr landinu og stöðugu tapi hæfileikaríkra einstaklinga til útlanda.

Áttið ykkur á, að við erum að tala um 10 - 15 ár. Hver ykkar myndi ekki flytja úr landi, við slíka framtíðarsýn?

Athugið einnig, að þ.e. með engu móti augljóst, að með þeim hætti verði hægt að standa undir skuldum. Það er alveg eins líklegt, að þetta verði reynt um nokkurt árabil, en án þess að það takist að borga niður skuldasúpuna, þannig að hrun komi einfaldlega seinna.

Niðurstaða:

Við verðum að leita nauðasamninga við lánadrottna okkar. Ég get ekki séð annað, en það sé sennilega skásta leiðin að reyna að fá niðurfellingu skulda að hluta. Sannarlega, eru skuldunautar ekki áhugasamir um slíkt, en þ.e. betra fyrir þá að fá borgað minna heldur en ekkert. Skuldir okkar eru einfaldlega það háar að þjóðfélagslegur kostnaður Íslendinga, við það að streytast við að borga þær, verður einfaldlega of hár. Við getum staðið frammi fyrir alvarlegasta fólksflótta vanda úr landinu, síðan á árunum milli 1880 og 1890.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.7.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður ég er ekki í skotgrafarstjórnmálum. Þú getur séð það á bloggsíðunni minni hvað ég vil. Meðan ég sat á þingi lagði ég fram og talaði fyrir ýmsum tillögum sem ég tel vera undirstöðuatriði eðlilegs mannvæns samfélags á Íslandi. t.d. varðandi gjaldmiðilinn að taka upp eða tengjast fjölþjóðlegri mynt t.d. norsku krónunni. Afnám verðtryggingar svo eingöngu sé vísað til atriða sem skipta máli í núinu varðandi efnahagsstjórnina og ég er að gera athugasemdir við.

Jón Magnússon, 30.7.2009 kl. 12:19

4 identicon

Jóhanna er í Hjarðarhaga eins og Mörður benti á. Eru ekki Hagarnir besti staður í heimi. Jón?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:34

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón:

Það er augljóst að þessi ríkisstjórn á ekki 7 daga sæla.

En það er spurning hvort ríkisstjórn annarra flokka væri eitthvað sælli?

Mér finnst nú spurningin vera hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja við því að tæpur helmingur flokksmanna styður ESB aðildarumsóknina, á meðan aðeins 1 einasti þingmaður greiddi aðildinni atkvæði sitt.

Þurfum við ekki bara að skipta út þessum þingflokki?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 13:10

6 identicon

Ég hef oftar en ekki verið ánægður með þinn málflutning. En það hitar mig þó nokkuð upp að heyra þig blóta ríkisstjórninni (  þó hún eigi það fullkomlega skilið).

Mér er illa við að beita fjölskyldu-tengslum inn í rökræður, en ástandið væri MUN, MUN, MUN betra ef Fjármálaeftirlitið hefði verið stofnum sem hefði verið starfi sínu vaxin, stofnun sem hefði yfir ærlegu, sterku og heiðarlegu fólki þegar geðveikin reið yfir efsta  lag þjóðarinnar og var sannarlega hornsteinninn í fullkomnu hruni okkar fyrrum góðu þjóðar !!!

Auðvitað er það ekki þinn kross að bera, en ekki hef ég séð pistla frá þér sem hrauna yfir þau fordæmalausu afglöp sem æðstu menn Fjármálaeftirlitsins gerðust sekir um !!!

Þótt Samfylkingin sé, að mínu mati, versti flokkur sem Íslendingar hafa þurft að þola þá er Sjálfstæðisflokkurinn mest sekur um rugl undanfarinna ára. Því er vonlaust að neita því völd hans undanfarin 18 ár eru það mikil að hann nýtur þess sem vel hefur verið gert og EINNIG þess sem miður hefur farið. Finnst þér ekkert aumt við það að hrópa svik, svik og klaufaskapur, verandi meðlimur þess flokks sem hafði lang mest með það að gera hvernig ástand okkar er í dag ??

Vissulega ert þú nýr og illt að sakast við, en samt sem áður ert þú í dag partur af flokki sem ÆTTI  að vera nokkuð vængbrotinn og fullur af samviskubiti.

Það vissulega þurrkar ekki spillingu af öðrum flokkum en þinn flokkur hefur verið stærstur, sterkastur og atkvæðamestur í ferðinni sem Íslendingar tóku á átt að fullkominni brotlendingu !!!

Þú ert samt ágætum í mínum augum og vona ég að þú gerir D að betri kosti en hann er í dag

runar (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 15:25

7 Smámynd: Sigurður Snæberg Jónsson

Já Guðbjörn, og þessum einasta þingmanni var hótað, og háttsettir menn, sem engin skilur að skulu enn vera háttsettir eftir það sem á undan er gengið, innan flokksins, mæltust til þess að hún segði af sér.  Ég er að tala um fyrrum formann bankaráðs Landsbankans og fyrrum framkvæmdastjóra sjálfstæðisflokksins.

Og Jón, jú ég er vel meðvitaður um afstöðu þína til verðtryggingar og þér fyllilega sammála í þeim efnum.

Sigurður Snæberg Jónsson, 30.7.2009 kl. 16:37

8 Smámynd: Jón Magnússon

Gísli það jafnast ekkert á við Árbæinn og Selásinn, ég hélt að við værum sammála um það.

Jón Magnússon, 30.7.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Jón Magnússon

Guðbjörn það var ánægjulegt að sjá að það skyldi þó vera þetta stór hópur Sjálfstæðisfólks sem styður aðildarviðræður.  Ég hef aldrei skilið andstöðuna við aðildarviðræður. Við erum jú í EES og höfum tekið inn meginþorra mikilvægra reglna Evrópusambandsins. Af hverju megum við ekki skoðað hvort það geti verið hagkvæmt að alþýða manna geti notið hagræðis. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki sett þrönga sérhagsmuni í forgang umfram hagsmuni fjöldans. Við erum sammála um það Guðbjörn.

Jón Magnússon, 30.7.2009 kl. 23:28

10 Smámynd: Jón Magnússon

Rúnar ég er ekki að blóta ríkisstjórninni. Ég er að benda á hluti sem ég tel staðreyndir.  Rúnar ég hef ítrekað sagt að ég ræði ekki starfsemi Fjármálaeftirlitsins og hef ekki gert af þeim ástæðum að sonur minn var þar forstjóri og við ákváðum þá strax um leið og hann tók við því starfi í júlí 2005 að við mundum ekki ræða viðhorf og störf hvors annars og það hef ég ekki gert en mun greina frá minni afstöðu að nokkru með viðeigandi hætti í haust en ekki fyrr.

Ég gekk úr Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma vegna þess að ég var ekki ánægður með hvert hann var að stefna og því miður fór eins og ég var hræddur um nema bara miklu verr. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn til að vinna að því að hann gæti starfað í þeim anda sem hann starfaði á tímum manna eins og Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein.

Jón Magnússon, 30.7.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 1169
  • Sl. viku: 5412
  • Frá upphafi: 2460029

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4937
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband