Leita í fréttum mbl.is

Tveggja mánaða afmæli Icesave samningsins.

Í dag eru liðnir tveir mánuðir frá því að ríkisstjórnin samþykkti Icesave samninginn.

Það er raunar merkilegt að segja að ríkisstjórnin hafi samþykkt samninginn miðað við það sem sumir ráðherrar einkum Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hafa síðar sagt um þann hinn sama Icesave samning og ríkisstjórnin þar á meðal hann samþykktu þann 5. júní 2009.

Forsætisráðherra segist þá væntanlega af þessu gefna tilefni að grein sem Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna efnahagshrunsins og þingmanns á Evrópuþinginu, að hún hafi í öllum aðalatriðum rétt fyrir sér. Það er raunar sérkennilegt að forsætisráðherra skuli í öllum aðalatriðum vera sammála því sem kom fram í blaðagrein Evu Joly einkum vegna þess að Icesave samningurinn sem hún hefur samþykkt gengur þvert á þau meginsjónarmið sem koma fram í grein Evu.

Aðspurð um hvort hún ætli að bregðast við að einhverju leyti vegna þeirra sjónarmiða sem Eva Joly setti fram og forsætisráðherra tekur undir að öllu leyti þá segir forsætisráðherra að hún ætli ekki að gera það á þessu stigi þar sem málið sé í höndum þingsins en segist munu e.t.v. gera það á síðari stigum. 

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvaða stjórnkænsku Jóhanna Sigurðardóttir er að boða með þessum ummælum. Á fyrst að samþykkja ríkisábyrgð fyrir Icesave samningnum á Alþingi og fara síðan í samningaviðræður um að Icesave samningurinn gildi ekki?  Eða á fyrst að fella ríkisábyrgðina á Alþingi og fara þá fram á viðræður við hina samningsaðilana?

Vandinn er þó einfaldlega í hnotskurn sá að ríkisstjórnin hefur ekki starfhæfan meirihluta þingmanna á Alþingi á bak við sig.

Það þarf ekki að velkjast fyrir neinum að ástand þjóðmála er þannig að brýn þörf er á sterkri starfhæfri ríkisstjórn sem veit hvað hún vill  og hefur möguleika á að koma mikilvægustu málum sínum fram á þingi.  Þess vegna gengur þessi ríkisstjórn ekki lengur. 

Stjórnarsamstarf með Vinstri grænum er viðvarandi stjórnarkreppa vegna upplausnar í þingflokki VG.


mbl.is Segir Ísland geta staðið við skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vandinn er þó einfaldlega í hnotskurn sá að ríkisstjórnin hefur ekki starfhæfan meirihluta þingmanna á Alþingi á bak við sig : Þetta er að alveg rétt athugað og mjög alvarlegt og spurning hvort hvort þetta verði að enda með því að þrír stjórnarandstöðuþingmenn komi ríkisstjórninni til bjargar. 

Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki nokkuð ljóst, Jón, að Vg líður ekki vel í þessu hjónabandi og það getur ekki endst lengi. Þeim var nánast þröngvað upp að altarinu og verða þeirri stund fegnastir þegar þeir geta skokkað til fógeta og fengið skilnað að borði og sæng a.m.k.

Við þurfum á þjóðstjórn að halda núna, þar sem þau mál sem við verðum að glíma við næstu árin er björgunaraðgerðir en ekki pólitík. Til þess að ná sátt í þjóðfélaginu þarf að henda ESB umsókninni til hliðar um sinn a.m.k. Ef það þýðir að Samfylkingin fari í fýlu, nú þá verður bara að mynda stjórn á aðkomu hennar.

Ómar Bjarki Smárason, 5.8.2009 kl. 16:44

3 identicon

Reyndu nú einu sinni að segja sannleikann..! Skuldbindingar vegna Icesave eru mikið eldri....og hver undirritaði þær upprunalega..??? Jú flokksbróðir þinn..og hættu svo að reyna að skella skuldinni á þá sem eru að hreinsa skítinn eftir ykkur..!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi samningur er fíaskó og öllum til skammar sem að honum komu.

Við verðum að virða Jóhönnu það til vorkunnar að þeir sem bera ábyrgð á samningnum geta ekkert sagt sem ekki virkar kjánalega.

Sigurður Þórðarson, 5.8.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alvarlegt mál að vera með ríkisstjórn sem hefur ekki starfhæfan meirihluta Gísli. Hvað svo sem líður hæfi einstakra ráðherra eða forsætisráðherra þá gefst það aldrei vel. Það sást t.d. hvað varðar ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen á sínum tíma.

Jón Magnússon, 5.8.2009 kl. 23:15

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar en VG gekk í hjónabandið  og ég held að þeir Steingrímur og Ögmundur hafi verið með stirnað sælubros á vör í a.m.k. mánuð eftir að þeir urðu ráðherrar.  Ég er sammála þér með þjóðstjórn. Hef verið þeirrar skoðunar frá því 6. október á síðasta ári.

Jón Magnússon, 5.8.2009 kl. 23:16

7 Smámynd: Jón Magnússon

Veldur hver á heldur Sigurður. Það kunni aldrei góðri lukku að stýra að fá Svavar Gestsson stúdent til að leiða samninganefndina. Steingrímur J. ber ábyrgð á því að hafa ekki skipað hæft fólk í samninganefnd. Það hefði t.d. mátt munstra bæði Eirík Tómasson og Ragnar Hall í nefndina svo tveir séu nefndir sem hafa báðir meiri hæfi en menn nr. eitt og tvö í samninganefndinni. Þetta var hræðileg skyssa af Steingrími J. Sigfússyni.

Jón Magnússon, 5.8.2009 kl. 23:18

8 Smámynd: Jón Magnússon

Snæbjörn ég átta mig ekki á hvað þú ert að tala um. Ég segi sannleikann í þessu máli og þú getur t.d. lesið góða upprifjun í næstu færslu á undan ef þú ert í vafa.

Jón Magnússon, 5.8.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 862
  • Sl. viku: 4658
  • Frá upphafi: 2468323

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4297
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband