Leita í fréttum mbl.is

Skilanefndir í Danmörku og á Íslandi.

Það er athyglivert að skilanefnd Hróaskeldubanka hafi tilkynnt að hún muni ákæra fyrrum forstjóra bankans og krefjast skaðabóta. Ég geri ráð fyrir að forstjóri Hróarskeldubanka hafi verið í svipuðu hlutverki og bankastjórar hér.

Ég hef ekki kannað að hvaða leyti eða hvort starfssvið skilanefndar Hróarskeldubankans séu með öðrum hætti en starfssvið skilanefndanna hér, en sé svo ekki þá má spyrja hvort að skilanefndirnar hafi unnið með eðlilegum hætti að því að koma hugsanlegum afbrotamálum stjórnenda og endurskoðenda á framfæri eftir atvikum við Sérstakan saksóknara eða Fjármálaeftirlit.

Alla vega gengur hægt að rannsaka hugsanleg brot vegna bankahrunsins hér og stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að almenningur í landinu áttar sig ekki á því af hverju ekki er meiri þungi í þeim málum.

Það er slæmt að helstu upplýsingarnar vegna bankahrunsins skuli koma frá uppljóstrurum sem leka upplýsingum í trássi við lög og geta átt á hættu að fá á sig ákæru fyrir.

Það verður að láta hendur standa fram úr ermum. Bæði vegna þess að það er vont að sekir menn gangi lausir án þess að það sé hróflað við þeim, en  það er líka slæmt að menn megi þola ávirðingar og níð samborgara sinna mánuðum og jafnvel árum saman þó þeir hafi ekkert til saka unnið.


mbl.is Stjórnendur bankans ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 508
  • Sl. sólarhring: 561
  • Sl. viku: 2757
  • Frá upphafi: 2412858

Annað

  • Innlit í dag: 483
  • Innlit sl. viku: 2483
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 460

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband