7.8.2009 | 20:10
Leiðin til stjórnleysis.
Daglega berast fréttir af einstaklingum sem missa stjórn á skapi sínu og telja sér heimilt að ráðast til atlögu við dauða hluti eða lifandi fólk. Allt of oft verða ýmsir til að afsaka slíkt og benda á að bankahrunið valdi ójafnvægi hjá mörgum. Vel kann það að vera. Samt sem áður þá er engin afsökun fyrir því að valda eignaspjöllum eða ráðast á fólk sem er að sinna störfum sínum.
Flestum er verulega brugðið við að lesa um hvernig margir í viðskipta- og fjármálalífi landsins störfuðu fyrir hrun. Mörgum gremst hvað seint gengur að koma lögum yfir þá sem virðast hafa gerst sekir um mjög alvarleg brot og valdið þjóðinni hundraða milljarða skaða. Allt venjulegt fólk kallar eftir því að þessi mál verði gerð upp og verulegur kraftur settur í rannsókn og saksókn þessara mála. En þó að seint gangi þá gefur það engum rétt til að taka lögin í sínar hendur.
Saving Iceland hópurinn er sérstakt fyrirbrigði stjórnleysingja sem hafa talið sér heimilt að eyðileggja eignir fyrirtækja og ráðast gegn þeim sem eru að sinna löggæslustörfum. Það er ekki hægt að líða slíka framkomu. Réttarríkið byggir á því að fólk mótmæli með friðsamlegum. Slík mótmæli eru liður í lýðræðislegum afskiptum fólks. Þegar farið er yfir þau mörk þá er réttarríkinu ógnað.
Það er alvarlegt hvað stjórnvöld hafa lítinn skilning á nauðsyn þess að efla lögregluna. Það er ljóst að lögreglan þarf að takast á við mun fleiri og alvarlegri verkefni en áður. M.a. vegna þjóðfélagsástandsins, aukinnar fíkniefnaneyslu, vaxandi andfélagslegra viðhorfa og útlendra glæpahópa.
Á sama tíma og draga á saman í lögreglunni og borið við fjárskorti á að setja 500 milljónir í stjórnlagaþing. Er það eðlileg forgangsröðun? Mér finnst það ekki.
Krafan hlítur því að vera sú að efla lögregluna í stað þess að veikja hana.
Mikilvægasta hlutverk réttarríkisins er að halda uppi lögum og innanlandsfriði. Það verður gert m.a. með öflugri löggæslu og hörðum refsingum yfir þeim sem hindra störf lögreglunnar eða ráðast á lögregluþjóna í starfi.
Mér finnst alvarlegt að ríkisstjórnin skuli ekki hafa skilning á þörf traustrar löggæslu í landinu.
Sparkað í höfuð lögreglumanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Löggæsla, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 657
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 5161
- Frá upphafi: 2468112
Annað
- Innlit í dag: 590
- Innlit sl. viku: 4780
- Gestir í dag: 561
- IP-tölur í dag: 549
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Framkoma þessa hóps er alsendis fokastanleg, Jón, og alls ekki það sem við þurfum til að bjarga landi og þjóð í dag.
Borgarar þessa lands þurfa kannski að rísa upp gengn þessum fámenna hópi og koma honum í skilning um að við viljum ekkert með hann og hans meðlimi hafa....? Þeir virðast ekki virða neinar reglur um heiðarleg mótmæli og það að ráðast gengn lögreglumönnum sem eru að sinna sínum störfum með ofbeldi er algjörlega óafsakanlegt.
Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 22:12
Ert þú sem sagt reiðubúinn að samþykkja að lögregla sé efld til að takmarka frelsi þeirra sem eru á öðru máli en þú, til þess að láta í ljós skoðun sína? Önnur spurning: Ertu á því að það ofbeldi sem beitt var í París í byltingunni sem leiddi til lýðræðis í Evrópu hafi ekki verið réttlætanlegt? Að lokum: Telur þú þig þess umkominn að skilgreina nákvæmlega hvar þau mörk liggja sem fólki ætti að leyfast að fara yfir í mótmælum? Og: Telur þú að mótmæli sem fara ekki yfir nein mörk geti borið árangur? Hugsaðu um síðastliðinn vetur.
Þorgímur Gestsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:11
"Daglega berast fréttir af einstaklingum sem missa stjórn á skapi sínu og telja sér heimilt að ráðast til atlögu við dauða hluti eða lifandi fólk."
Mér er það heimilt Jón, því ég er frjáls að mínum gerðum og hugsunum. Hvernig get ég sagt það?
Jú sjáðu til, öll lög eru viðmið í okkar samfélagi og það er mitt að velja hvort ég fari eftir þeim viðmiðum, en ég verð líka að gera mér grein fyrir því að fara ekki eftir þeim hefur afleiðingar og stundum alvarlegar afleiðingar fyrir mig og ekki síst aðra.
Að segja hluti einsog "að telja sér heimilt" bendir til þess að viðkomandi sé frekar konungssinnaður heldur en lýðræðislega þenkjandi Jón, mundu það.
Skríll Lýðsson, 7.8.2009 kl. 23:17
En þarf löggan alltaf að sinna kvabbi vegna fullra kalla og partýhávaða í heimahúsum? Við rekum heila sérsveit, sem mig rekur ekki minni til að hafi haft annað að gera en að koma drukknum mönnum í háttinn, og það um land allt.
Gústaf Níelsson, 8.8.2009 kl. 00:53
Þetta er alveg rétt Ómar það er ekki lögleysi sem við þurfum núna.
Jón Magnússon, 8.8.2009 kl. 01:24
Þetta er rangt Sigurður Hólm. Frelsi þitt endar þar sem nefið á næsta einstaklingi byrjar og þú ert bundinn af lögum og þeim samskiptareglum sem við höfum í siðaðra manna samfélagi. Ég átta mig síðan ekki á því hvað þú átt við þegar þú talar um konungssinna en til að taka af öll tvímæli þá er ég lýðveldissinni en ekki konungssinni af þeim ástæðum m.a. sem Thomas Paine skrifaði um í ritgerð sinni "Common sense" sem kom út á 18.öldinni og þú ættir að kynna þér hana og bók hans "The rights of man" og þá gætir þú e.t.v. skilið betur og skilgreint þá hugmyndafræði sem liggur að baki vestrænna þjóðfélaga.
Jón Magnússon, 8.8.2009 kl. 01:28
Þú veist greinilega ekki kæri vinur minn Gústaf hvað það eru margvísleg störfin sem lögreglan þarf að vinna.
Jón Magnússon, 8.8.2009 kl. 01:29
Víst veit ég minn kæri Jón að störfin eru margvísleg, en þarf alltaf að vera sinna hávaðasömum drykkjumönnum? Löggan á ekki að vera barnapía, sem kemur óþekku börnunum í háttinn.
Gústaf Níelsson, 8.8.2009 kl. 12:44
Það er raunar óverulegur hluti af störfum lögreglunnar Gústav að tryggja almannafrið vegna drykkjuláta í heimahúsum. Lögreglan er kölluð til í þessum tilvikum vegna þess að drykkjulæti valda öðrum íbúum húss eða hverfis ónæði. Viljum við ekki búa við almannafrið. Eitt af verkefnum lögreglunnnar er að tryggja almannafrið.
Jón Magnússon, 8.8.2009 kl. 13:39
Þú ferð villur vegar Jón, á allan hátt er ég frjáls að öllum mínum gerðum og ákvörðunum en einsog ég segi þá verð ég líka að taka afleiðingum gerða minna....ef til mín næst.
Skríll Lýðsson, 8.8.2009 kl. 16:13
Þessi færsla þín Sigurður Hólm er með endemum. Þú segir ég verð þá líka að taka afleiðingum gerða minna ef til mín næst. Það þýðir að þú ætlir ekki að taka afleiðingum gerða þinna nema þú neyðist til þín vegna þess að réttvísin hafi hendur í hári þínu. Allir glæpamenn vita að þeir verða að taka afleiðingum gerða sinna ef til þeirra næst. Það er ekki þjóðfélagsleg ábyrgð eða eðlileg þjóðfélagshegðun í réttarríki að hugsa með þeim hætti Sigurður. Það verður að ætlast til þess af manni eins og þér Sigurður að þú haldir eðlilegri rökhugsun þó ekki sé nema um stutta athugasemd að ræða.
Jón Magnússon, 8.8.2009 kl. 21:53
Vegna spurninga þinna Þorgrímur þá vil ég taka fram:
1. Efling lögreglunnar hefur ekkert með mínar þjóðfélagsskoðanir að öðru leyti að gera. Friðsamleg mótmæli eru hluti af aðgerðum í lýðræðisþjóðfélagi ég er þeim fyllilga samþykkur.
2. Ég vísaði í svari mínu við athugasemd í Thomas Paine sem skrifaði bókina "The rights of man" til varnar frönsku byltingunni og fjallaði þar um það af hverju hún væri réttlætanleg. Ég er í meginatriðum sammála þeim skoðunum sem Thomas Paine setti fram í því efni.
3. Það er ekki mitt að skilgreina hvar nákvæmlega þau mörk liggja. Lögregluyfirvöld hafa þann vanda á höndum og það er síðan dómstóla að dæma um það komi til þess hvort að þar hafi verið beitt réttum aðferðum eða ekki.
4. Þau mótmæli sem báru mestan árangur voru mótmæli sem Mahatma Gandhi stóð fyrir á Indlandi og leiddu til sjálfstæðis Indlands frá Bretum. Þau mótmæli sem Gandhi skipulagði voru friðsamleg og Gandhi lagði áherslu á að slík mótmæli bæru mestan árangur.
5. Mótmæli síðasta vetur voru fyrst og fremst til að koma Vinstri grænum til valda og þeir ásamt hluta af Samfylkingarfólki voru sporgöngumenn mótmælanna þó að margir aðrir kæmu þar að líka. g veit ekki hvort þú vilt kalla þessa ríkisstjórn árangur ef svo er þá erum við ekki á sama máli. Svo einfalt er það.
Jón Magnússon, 9.8.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.